Laugardagur 22.10.2011 - 20:09 - 26 ummæli

Jóhanna klúðraði

Jóhanna Sigurðardóttir hafði um helgina sögulegt tækifæri til að ná áður óþekktum hæðum í íslenskum stjórnmálum. En hún klúðraði því. Líklega vegna þess að hún er gamaldags pólitíkus!  Skilur ekki ákall nýrra tíma.

Ekki frekar en Samfylkingin. Eða Sjálfstæðisflokkurinn. Eða Framsóknarflokkurinn. Eða VG. Eða Hreyfingin sem heldur að hún hafi einkarétt á búsáhaldabyltingunni.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt fram ítarlega og ágætlega ígrundaðar tillögur í efnahags og arvinnumálum. Samfylkingin hefur einnig unnið að slíkum tillögum eftir  hafa verið fjarstýrt af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í meintum efnahagsaðgerðum.

Jóhanna gat náð nýjum hæðum í íslenskri pólitík með því að bjóða Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til viðræðna um mótun breiðrar heiildstæðrar efnahags- og atvinnustefnu sem stutt yrði af lunganum af Alþingismönnum og meirihluta þjóðarinnar.

En í stað þess að nota tækifærið féll hún í skotgröf gömlu stjórnmálanna og fann hugmyndum pólitískra andstæðinga sinna allt til foráttu. Sagði meira að segja ekki satt – þegar hún hélt því fram að „loksins nú“ leggi þessir gömlu flokkar fram efnahagsáætlanir og áætlanir um uppbyggingu atvinnulífsins.

Það vita nefnilega allir að Framsóknarflokkurinn lagði fram ítarlegar efnahagstillögur í upphafi þegar Framsóknarflokkurinn gerði Jóhönnu að forsætisráðherra. Þá hafði Samfylkingin ENGIN úrræði í efnahags og atvinnumálum. En fékk síðar slíka stefnu í kornflekspakka frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Jóhanna sló á efnahagslega sáttarhönd Framsóknar þá – og nú sló hún aftur á útrétta sáttarhönd Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Þess vegna mun Jóhanna í sögunni verða dæmd sem síðasta risaeðlan í gamaldags íslenskri pólitík. Þegar hún hafði möguleika á að vera guðmóðir nýrrar heilbrigðrar pólitíkur framtíðarinnar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • „risaeðla“ – – og vonandi sú síðasta, , , en ég er nú ekki svo bjartsýnn á það . . .

  • Hvað var í boði? Samstarf við liðið sem setti okkur á hausinn og kann ekki að skammast sín. Nei þá vil ég heldur bíða út kjörtímabilið. Kjósa og sjá hvað verður í boði eftir kosningar.

    Spái því að Framsókn hverfi og Sjallar verði klofinn flokkur.

    Ertu aftur genginn í Framsókn? 🙂

    Það sem þú nefnir hæðir fyrir Jóhönnu hefðu orðið lægðir. Jóhanna á þakkir skildar fyrir að taka til eftir hrunflokkana. Kona sem hefði getað hætt með sóma en fórnaði sér á efri árum í skítverkin.

  • Magnus Björgvinsson

    Svona eftir að hafa rýnt lauslega í þessar tillögur bæði Plan B og Plan D þá sýnist mér að kannski um 45 til 50% af þeim sé þegar í vinnslu. Um 30% eru eðlilegt framhald af því sem nú er verið að gera þetta og næst ár. Og rest er svona drausýnir sem stjórnarandstaða getur haldið fram því þeir þurfa ekki sjálfir að hrinda í framkvæmd. Svo t.d. að lækka alla skatta, auka útgjöld og svo svona draumar um stór framkvæmdir hér og þar sem einhverjir aðrir eiga að hrinda í framkvæmd. Hvorug leiðin segir samt til um hverning á að loka fjárlögum t.d. fyrir 2012 ef að skattarverða lækkaðir eða allar skatthækkanir afnumdar. Það er varla hægt að loka fjárlögum með orðunum „kannski aukast samt tekjur vegna aukinna umsvifa á næsta ári og kannski ekki. Kannski drögum við úr tekjum ríkisins á næsta ári um 15 til 25 milljarða og kannski minnkar atvinnuleysi á móti.“ og „Kannski þarf ríkið að borga enn meira í Íbúðalánsjóð vegna meiri afskrfta skv. plani B og kannski þarf að auka greiðslur í Trygginarstofnun því að lífeyrissjóðir verða að draga úr útgreiðslur lífeyris vegna afskrfta bæði hjá þeim sjálfum og töpuðum eignum hjá Íbúðalánsjóði.“
    Þetta er svona dæmigert fyrir stjórnarandstöðu að boða draumalandið eins og hendi sé veifað af því þeir þurfa ekki nokkurntíma að standa við þetta. Myndu ekki gera það þó að stjónin færi frá og þeir fengju frjálsar hendur.
    Þessum aðilum hefur verið boðið til samstarfs áður en það gekk ekki.
    Og eins þá held ég að hagvöxtur hér byggður á einkaneyslu sé varhugaverður á meðan að stórhópur fólk hér er skuldsettur. Held að það þurfi að rannsaka einkaneyslu hér í samanburði við t.d. Norðurlönd. Held að hún sé miklu hærri hér. Þ.e. Stærri hús, dýrari bíla. færri sam nota almenningssamgöngur, fleiri sem eyða meiru en þeir afla. Og færri sem leggja fyrir

  • Hallur Magnússon

    @ Stebbi.

    Viltu ekki lesa pistilinn minn aftur. Jóhanna gat breytt stjórnmálunum með því að setjast niður með íhaldinu og Framsókn og rætt málin úr frá innleggi þeirra.

    Ég er viss um að í slíkum viðræðum – þá hefði verið unnt að þróa sameiginlegan grunn að aðgerðum sem mikill meirihluti hefði stutt.

    Ég er ekki að tala um að Jóga ætti að gleypa tillögurnar eins og þær eru .

    En hún áhvað að skella enn einu sinni hurðinni og loka dyrum að mögulegri samvinnu og heilbrigðum vinnubrögðum.

    Mér er alveg sama hvernir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn verður – klofin eða ekki klofin. Það sem máli skitir er þjóðin en ekki leiðtogar stjórnmálaflokkanna.

    Jóhanna brást. Svo einfalt er það.

    … og ekki gleyma hlut Samfó í hruninu! Ekki gleyma verðbólgufjárlögum Samfó fyrir árið 2008. Ekki gleyma mistökum á mistök ofan sem Samfó gerði í ríkisstjórnarsamstarfinu með íhaldinu. Ekki gleyma að nánast allt IceSave ævintýrið varð á vakt Samfó!!

    Samfó er núna að reyna að þvo af sér hrunið – en getur það ekki. Ekki frekar en að meydómur verður ekki endurheimtur.

  • Las pistilinn. Mín skoðun er að stjórnmálunum verði ekki breytt með því sem er í boði. Ennþá er ekki búið að hreinsa út alla óværuna. Samfó ekki undanskilinn. Tek samt ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími.

  • Leifur Björnsson

    Efnahagstillögur Framsóknar og Sjálfstæðissflokks eru ekki alslæmar en heildarmyndina skortir trúverðugleika eins og Magnús bendir á.
    Hvorugur flokkurinn er með skýra sýn á framtíðarskipun gjaldmiðilsmála og raunhæfar hugmyndir um afnám gjaldeyrisshafta og verðtryggingar og Sjálfstæðissflokkurinn skilar raunar auðu um framtíðarskipan gjaldmiðilsmála.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Já, hún hefði getað sett sig á stall og hætt á toppnum. Fengið af sér styttu á opinberum stað.

    En hún er eins og þú kallar það svo réttilega síðasta risaeðlan í íslenskri pólitík. Nema ég er ekk viss um „síðasta“.

  • Jón Jón Jónsson

    Rétt hjá Halli:
    Meydómur heilagrar Jóhönnu stenst ekki skoðun.
    Aðeins blindir samfýósar kjósa
    að velja hana og útnefna einróma sem hreina mey.

  • Hermann Ólafsson

    Sýnist nógsamlega vera búið að skjóta þessa einkennilegu kenningu þína í kaf hér að ofan.

    Þarf þó greinilega að rifja upp fyrir þér að þessi ríkisstjórn fékk bæði efnahagsáætlun/samning við gjaldeyrissjóðinn og icesave samkomulag í vöggugjöf, hvorutveggja undirritað af ráðherrum sjálfstæðisflokksins.

    Það má síðan hugsanlega nota það litla sem vit er í, í þessum plönum b og d, sem ekki er í framkvæmd nú þegar, án þess að bindast þessum flokkum sérstökum vinarböndum, svo illilega sem þeir eru á villigötum.

  • Jón Jón Jónsson

    Svona gerist ekki nema á minnst þúsund ára fresti og
    Fögnum nú öll, því hún fannst, Já
    hún fannst, hún fannst, hún fannst …
    Já, Trúið mér: Lífið er dásamlegt. Fögnum nú öll hinu ÓVÆNTA:

    Fögnum nú öll endurheimtum meydómi Hósíönnu Hólí Jóhönnu.

    Hórdómur er mikill í Samfó, en hún fannst , hún fannst …
    Og gáið að því… Rússnesk kosning. Milljón prósent viðurkenning á
    að hún EIN er hin EINA og AL-EINA hreina mey Samfó.

    Þeim tókst það í Samfó, að GERA Jóku Sig, að HREINNI MEY.
    Félagar, gjörum oss glaðan Dag, áður en hann hverfur á braut.
    Samfó er ekkert ómögulegt í hrunafölsunum og hræsni.

    Á hverju skröltir þessi eldgamli víbratór í þessari galtómu steypu?

    We All Live In a Yellow Submarine … svei mér þá … tæpum í raf-hlöðu.

  • Rétt hjá þér Hallur þú ert alveg með þessi mál á hreinu. Hitt er svo annað mál Hallur minn að fólk eins og þú og ég sem höfum unnið með Jóhönnu vitum vel að henni getur enginn treyst. Jóhanna Sigurðardóttir er vissulega í liði, sínu eigin prívat liði. Jóhanna Sigurðardóttir hefur aldrei í lífinu getað verið hluti af heild, ef hún fær ekki allt sem hún vill fer hún í fýlu og leggur ævarandi fæð á þá sem ekki leggjast flatir fyrir hömlulausri frekjunni í henni. Þú ættir að muna tíman úr Íbúðalánasjóði? Hugsið ykkur að heilum stjórnmálaflokki, Samfylkingunni er stjórnað af konu sem lítur niður á alla sem hún umgengst.

  • Valur Bjarnason

    Hallur út af hverju svarar þú ekki Magnúsi Björgvinssyni? Er það af því þú veist að þetta er rétt hjá honum og að það hentar ekki áróðri stjórnarandstöðunnar að viðurkenna það?

  • Jón Sig.

    „Jóhanna gat náð nýjum hæðum í íslenskri pólitík með því að bjóða Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til viðræðna um mótun breiðrar heiildstæðrar efnahags- og atvinnustefnu sem stutt yrði af lunganum af Alþingismönnum og meirihluta þjóðarinnar.“

    Váááá! Á hvaða efnum ert þú Hallur?

  • Einmitt.

    Framsóknarflokkurinn gerði Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra.

    Þetta má ekki gleymast,

    Þjóðin á eftir að refsa flokknum fyrir það því verri sendingu hefur hún ekki fengið.

  • Flokksþingi Samfylkingar var sögulegt. Þar gerðist nákvæmlega ekki neitt, fyrir utan að nokkrir fundargestir fóru að gagnrýna fjárlagafrumvarp flokksins, og svo auðvitað varð enn ein kosningin ólögleg. Svipað og þegar samfylkingarfólkið í stjórnlaganefndinni var kosið ólöglega í fyrra. Sami pakkinn, sami flokkurinn, bara örlítið breytt andlit. Það kom líka aðeins á óvart að Ómar Ragnarsson skyldi vera þarna uppi á sviðinu. Hélt hann hefði stofnað nýjan stjórnmálaflokk fyrir stuttu síðan?

    Línan hjá spunadeild Samfylkingarinnar hefur síðan verið tekin á þinginu, að ræða helst ekkert landsfund Samfylkingar, en beina þess í stað athyglinni algerlega að landsfundi Sjálfstæðisflokksins, nánar tiltekið formannskjörinu. Nú ætlar spunadeild Samfó að gera hvað hún getur að reka fleyg í raðir Sjálfstæðismanna með því að hamra á að Hanna Birna eigi tilkall til formannsstólsins hjá Sjálfstæðismönnum.

    Síðast þegar Sjálfstæðismenn héldu landsfund, þá fór sama spunadeild af stað, nema hvað efni deildarinnar þá var ESB aðild. Þá var spunadeild Samfylkingar búin að ákveða að það væri meirihluti innan Sjálfstæðisflokks fyrir ESB aðild. Það gekk auðvitað ekki upp og þessi kenning spunadeildarinnar beið skipbrot. Nú á að reyna fyrir sér með nýtt mál, líklega verður árangurinn engu betri en síðast.

    Það er merkilegt að Samfylkingarfólk skuli hamra á að Hanna Birna eigi tilkall til formannstignar Sjálfstæðismanna, en ekki er rætt um Dag B. Eggertsson, sem ætti að vera í svipaðri, ef ekki betri stöðu innan síns flokks í sambandi við formannskjör? Bæði eru þau í borgarstjórn, hvorugt á þingi. Munurinn er sá að Dagur er sitjandi varaformaður, hann er í meirihlutasamstarfi í borginni, auk þess sem óvinsældir formanns Samfylkingar eru slíkar, að menn hefðu haldið að Dagur myndi láta til skara skríða. Enginn úr spunadeild samfó vegar svo mikið sem hreyfði við þessum möguleika í aðdraganda landsfundar Samfylkingar.

    Eru þessi vinnubrögð Samfylkingar ekki dæmigerð fyrir þann flokk? Hafa meiri áhuga fyrir formannskjöri annarra flokka en síns eigin? Það segir líklega meira en þúsund orð um hvernig forvígismenn samfylkingar hugsa.

  • S. Guðmunds

    Þetta var nú meiri halelúja-samkoman hjá trúarsamtökunum „Samfylkingunni“ þar sem Evra er guðinn og ESB er himnaríkið.

    Allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu, allir sammála og allir vinir.

    Og bæði formaðurinn og varaformaðurinn fengu Rússneska kosningu.

    Það er eitthvað að í Samfylkingunni þegar enginn þorir að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni sem fyrir löngu er kominn síðasti söludagur á, eða gegn sitjandi varaformanni sem allir eru sammála um að sé algjörlega mislukkaður pólitíkus sem verður að hafa hægt um sig og láta lítið bera á sér.

    Er foringjaræðið í Samfylkingunni svona mikið og flokkræðið, að enginn þorir að vera með aðrar skoðanir eða að bjóða sig fram til ábyrgðar og trúnaðarstarfa?

    Það komu engar hugmyndir fram í landsfundinum, enginn framtíðarsýn, engar lausnir að atvinnuuppbyggingu eða aðrar lausnir á aðsteðjandi málum.

    Alltaf þessir sömu innihaldslausu frasar sem einkenna Samfylkinguna og fólk hefur fengið sig full satt á.

    Samfylkingin minnir einna mest á Sovéska kommúnistaflokkinn, þar sem enginn þorir að vera með aðrar skoðanir en þær sem flokksforystan setur.

    Jóhann minnir einna helst á Bresnjeff gamla, aldurhniginn, stöðnuð og án sýnar á framtíðina eða veruleikann. Lokar algjörlega á þetta og skynjar ekki raunveruleikann né staðreyndir lífsins á Íslandi.

    Dagur B. minnir einna helst á Konstantín Chernenko, sauðtryggur kerfis-preláti, sem þorir ekki að láta á sér kræla svo hann falli ekki í ónáð.

    Eina núverandi markmið Samfylkingarinnar er að halda völdum valdanna vegna, líkt og gamli Sovéski kommúnistaflokkurinn sálugi.

  • Sæll Hallur.
    Jóhanna gat auðvitað ekki tekið undir neinar af efnahagstillögum Framsóknar eða Sjálfsstæðisflokks, vegna þess einfaldlega að Jóhönnu flokkurinn hefur aðeins eina stefnu í íslenskum efnahagsmálum og það er að koma landi og þjóð undir ESB helsið og að taka upp „hættulegasta gjaldmiðil heims“ þ.e. Evruna.
    Það er sem betur fer ekkert í tillögum þessara flokka að þeir vilji ganga í ESB eða taka upp Evruna.

    Þess vegna hafnaði Jóhanna þeim.

    Þess í stað klappaði hún ögrandi á kollinn á forystumönnum VG fyrir að hafa gert Samfylkingunni kleift að halda út í þennan herleiðangur til Brussel þvert gegn vilja kjósenda VG og reyndar þvert gegn vilja mikils meirihluta þjóðainnar líka !

  • Ómar Ragnarsson stofnaði flokk með Margréti Sverris og fleirum og ætluðu að breyta heiminum, sem var reyndar alveg ágætt. Þau byrjuðu vel, fengu meira að segja að láni stefnulýsingu Frjálslyndaflokksins af því hún er svo góð. En svo gerðist það að þau náðu ekki yfir þessi 5% sem þarf, og þá gerðist dálítið sem ef til vill hefur ekki farið hátt, en Samfylkingin keypti Íslandhreyfinguna með húð og hári og meðlimina með.

  • Gott comment hjá Ásthildi hér að ofan.

    Samfylkingin er alltaf útá markaðnum með alla öngla úti að fiska í gruggugu vatninu.

    Veiðileikstjórinn er Össur Skarphéðinsson eins og vinur hans Guðni Ágústsson sagði svo hnittilega frá.

    Nú er Samfylkingin og hennar skósveinar að reyna að kaupa Jón Gnarr og Besta flokkinn líka og einnig að endurkaupa Guðmund Steingrímsson, sem hefur hækkað í verði.

    Keyptar skoðanir og gamallt vín á nýjum belgjum, en þó ESB vottað, verður svo boðið grandalausum kjósendum til kaups í næstu kosningum.

    Kjósendur:
    Varist skrumskældar og keyptar eftirlíkingar Samfylkingarinnar !

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur Magnússon,sérleg málpípa Páls Magnússonar.

    Bankasýslan fallin, hvernig er staðan á Páli vini þínum?

    Er hann líka á leiðinni út?

    p.s. ég veit fullkomlega að þetta hefur ekkert með þennan pistil að gera,en ég bara mátti til.

    Kv. úr Grafarholtinu.

  • Hallur Magnússon

    @Leifur.
    Ég er ekki málpípa eins eða neins. Segi það sem mér finnst hvort sem það kemur mér vel eða ekki. Meira að segja þú veist það 🙂

    Ég sé ekki betur en að Páll muni taka við embætti því sem hann hefur verið ráðinn í eftir fullkomlega löglegt ráðningarferli þar sem enginn annar umsækjandi var hæfari en hann. Með fullri virðingu fyrir þeim.

    En menn geta haft misjafnar skoðanir á því hvort það hafi verið heppilegt að ráða manninn eða ekki.

    Hins vegar hafa pólitísk afskipti af Banksýslunni verið algerlega út úr korti. Reyndar gengið þvert á það sem krafa almennings í landinu var.

    Skil vel stjórnina að segja af sér. Það er ekki unnt að vinna undir pólitískum afskiptum alþingismanna sem vilja hverfa frá stefnunni um sjálfstæði stjórna og faglegar ráðningar yfir í pólitísk afskipti af ráðningum. Það er ekki hægt bæði að halda og sleppa.

  • Jón Jón Jónsson

    Stóra málið er vitaskuld ráðherraábyrgð Steingríms J.

    Hann skipaði í stjórn Bankasýslu ríkisins.

    Ergo sum: Dómgreind Steingríms J. er því ekki í lagi.

    Nú en þá getur Steingrímur J. svo sem sagt að hann
    sitji í ríkisstjórn undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur
    og þar stendur hnífurinn í HEILAGRI skinhelgisKÚNNI.

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur Magnússon,

    Gott og vel Hallur,segjum sem svo að þú sért ekki ,,PRinn“ hans Páls.

    Hvernig svo sem við lítum á þetta svokallaða ,Bankasýslumál
    þá er mér efst í huga,að almenningsálitið hefur hér farið með sigur af hólmi. Máttur OKKAR upplýstu.

    Til að byggja upp hið svokallaða nýja Ísland,ef það verður þá mögulegt,þá er netið og GOOGLE upplýsingarveitan okkar helsta vopn gegn sérhagsmunaöflunum.

    Hér í þessu dæmalausa Páls Magnússonar máli árið 2011, hefur heilbrigð skynsemi og samtakamáttur einstaklinga tekið fram fyrir hendur á myrkraöflum sérhagsmuna.

    Þetta dæmi er einungis fyrsti forsmekkur þess sem koma skal Hallur. Allar svona ráðningar verða skoðaðar niður í kjölinn. Enginn PRisti mun eiga nokkurn séns í ofurbloggara sem Teit Atlason og hans líka.

    Við sem vöktum svona skítabix erum mörg,já mjög mörg.

    p.s. Þú stóðst þig vel fyrir austan Hallur, hreyndýrstarfarnir eiga alla mína samúð. Haltu þig við dýrin stór og smá. Þar ertu á réttri hillu.

    Kv. úr Grafarholtinu.

  • „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt fram ítarlega og ágætlega ígrundaðar tillögur í efnahags og arvinnumálum. “

    Ítarlegar og ágætlega ígrundaðar tillögur? Nei, nú ertu að grínast.

    Reyndu frekar: samansafn af óskhyggju og loforðum sem aldrei verða framkvæmd og tillöguhöfundar vita það eflaust.

    Dæmigerð stjórnarandstöðufroða og það af verri gerðinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur