Mánudagur 24.10.2011 - 20:07 - 3 ummæli

Vélaður í nafni Halldórs Laxness

Ég get sagt frá því núna. Ég var fyrir rúmum 20 árum vélaður í nafni Halldórs Laxness. Hef skammast mín fyrir það alla tíð. En ákvað að segja frá því eftir umfjöllun um Halldór í sjónvarpinu i kvöld.

Þótt ég væri ferlega blankur þá ákvað ég að taka tilboði sölumanns sem var að selja bækur Halldórs Laxness. Ein bók í mánuði. Enda var ég hrifinn af mörgu því sem Halldór hafði skrifað.

Keypti 23 bækur. Sagði þá upp áskriftinni.

Ástæðan?

Ég hafði þrisvar keypt sömu bókina dýrum dómum.

Fyrst „Þættir“. Sú bók inniheldur smásögur Halldórs. Allar þær sem eru að finna í „Smásögur“ sem ég fékk senda og borgaði fyrir nokkrum bókum síðar.  Ákvað hins vegar að segja upp þessari glæpaáskrift þegar ég fékk í hendur „Sjö stafa kverið“ sem ég átti fyrir í bókunum „Þættir“ og Smásögur“.

Vildi ekki bíða eftir og  borga á ný „Nokkrar sögur“, „Fótatak manna“ og „Sjö töframenn“ sem allar eru í „Smásögum“.

Nóg að hafa 8% af 23 bókum sömu bókina í þremur bókum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigmar Þormar

    Kanadamenn bentu mér og fleiri íslendingum á að allar bækur (þarámeðal örugglega Laxnes) fást ókeypis til lestrar á almenningsbókasöfnum.

  • Kanadamenn bentu mér og Sigmari á að almenningssamgöngur eru næstum ókeypis miðað við einkabílarekstur.

    En við Sigmar tökum lítið mark á þeim og hittumst sjaldan í strætó.

  • Páll Jónsson

    Nú hefði nafn sölumannsins sem vélaði þig verið betur viðeigandi heldur en nafn höfundarins, sem þú átt tæplega nokkuð sökótt við.
    Það sem ég á af Laxness samanstendur af nokkrum bókum sem ég fékk að gjöf við einhver tækifæri, og bækur sem ég keypti sjálfur af því að mér langaði í þær -flestar á fornbókasölum.
    Mér dytti aldrei í hug að láta einhvern farandsala selja mér bækur í áskrift. Til þess þykir mér alltof gaman að fara í bókabúðir að ég tímdi að láta einhvern utanaðkomandi ráða því hvaða bækur ég kaupi.
    Ég keypti á sínum tíma Sjö stafa kverið, en þurfti aldrei að kaupa Þætti né Smásögur. Ég átti þær í Sjö stafa kverinu.
    Svona held ég að hafi verið með flesta sem ég þekkti, nema kannske þá sem keyptu Laxness komplett, sem bókaskápsskreytingu, og jú, ég þekki þannig safnara líka.

    En hvort ert þú að kvarta undan skáldinu eða sölumanninum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur