Þriðjudagur 25.10.2011 - 19:35 - 21 ummæli

Nýtt tákn pólitískrar spillingar

Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar er nýr holdgervingur pólitískrar spillingar. Hann stendur framar gömlu pólitísku spillingarhundunum. Pólitísk spilling og vinaráðningar gamla íhaldsins og gömlu Framsóknar var innan gildandi laga og reglna.  Löglegar en siðlausar. Einnig pólítískar ráðningar Samfó eftir að hún komst í ríkisstjórn með íhaldinu og VG þegar þau komust í þá stöðu að ráða fólk pólitískt.

En Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar hefur náð nýjum hæðum í pólitískri spillingu. Fyrir honum skipta lög og reglur engu máli. Fyrir honum skiptir engu máli að ýta lögum og reglum til hliðar í pólitískum tilgangi.  Fyrir Helga Hjörvari helgar pólitískur tilgangur hans meðalið. Hann er ólöglegur og siðlaus.

Helgi Hjörvar hefði sómt sér vel með Jónasi frá Hriflu varðandi pólitískar mannaráðningar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Ómar Harðarson

    Mér finnst þú skauta nokkuð á gífuryrðunum. Málið er allt vaxið á svipaðan hátt og ráðning Runólfs nokkurs sem Umboðsmanns skuldara. Þar var hann hæfastur umsækjenda, en gleymdist að gá að því að hann hafði fengið væna gommu af milljónum afskrifaðar. Mistökin við ráðningu Páls voru af sama tagi.

    Það er hægt að vera fit, en ekki proper.

    Hins vegar finnst mér bæði Runólfur og Páll hafa vaxið af því að skynja að það yrði stofnun sinni til skaða að halda ráðningunni til streitu.

    Báðir eiga því inni að koma til greina í hvaða stöðu aðra þar sem þeir eru bæði „fit and proper“.

  • Helgi Hjörvar segir allt sem segja þarf um íslensk stjórnmál og hvernig komið er fyrir þjóðinni.

    Hann er holdgervingur nútímans á Íslandi.

  • Ómar Harðarson

    Til viðbótar athugasemdum mínum hér að ofan.

    Það er semsagt skoðun Halls Magnússonar að alþingismenn eigi ekki og megi ekki gagnrýna framkvæmdavaldið (stjórn Bankasýslunnar er einn armur þess) úr ræðustóli á Alþingi, vegna þess að öll slík gagnrýni telst vera spillt pólitísk afskipti.

    Ef þetta er almenn skoðun væntanlegra samflokksmanna Halls í hinum nýja frjálslynda miðjuflokki, þá gef ég ekki mikið fyrir þann flokk.

  • Leifur A. Benediktsson

    Hallur Magnússon,

    Hér verður þú að láta staðar numið. Þó Helgi Hjörvar hafi óvart tjáð sig á Alþingi um þessa dæmalausu ráðningu Páls Magnússonar. Þá var þessi ráðning Bankasýslunnar á honum vini þínum galin.

    Við þurfum einfaldlega að sætta okkur við orðinn hlut Hallur.
    Þú yrðir að meiri og merkilegri persónu í mínum huga ef þú létir hér staðar numið.

    Hættu þessu rausi og gífuryrðum og einbeittu þér að skemmtilegri hlutum. Lífið hefur upp á svo margt að bjóða.

    Rjúpnaveiðitíminn er framundan,farðu og gerðu hólkinn kláran og athugaðu búnaðinn allan.

    Ég er nefnilega á því að þú eigir betur með að einbeita kröftum þínum að náttúrunni, hún er miklu heilbrigðari.

    p.s. Hreindýrapistill þinn var frábær og þar náðir þú 10 stigum.

    Kv.

  • S. Guðmunds

    Ég held að Helgi Hjörvar ætti að segja af sér.

    Hans fortíð er allt önnur en glæsileg er kemur að fjármálum og rekstri í kompaníi með aðstoðarmanni forsætisráðherra, hvorki meira né minna, í furðufélaginu Svart á hvítu.

    Ef Samfylkingin er sjálfri sér samkvæm og á móti spillingu, þá ættu þeir kumpánar báðir að segja af sér vegna vafasamrar fjármálafortíðar.

    En nú ætti Samfylkingarfólkið sem leið svona illa út af þessari ráðningu að vera ánægt.

    Því hlýtur að líða vel núna.

  • Heiða B Heiðars

    Hallur; ef þú værir kona og ég karlrembusvín myndi ég segja að þú værir í tilfinningalegu ójafnvægi.

    En þú ert ekki kona og ég ekki karlrembusvín, þannig að ég kemst helst að þeirri niðurstöðu að þú sért bara ekki eins vel gefinn og ég hélt……… fyrir langa löngu

  • Þessi pistill er algerlega innihaldslaust blaður en þannig brýst vanmáttug reiði oft fram. Orðin eru þér til skammar.Til háborinnar skammar.

  • Þú hefur barist einarðlega og á þinn hátt drengilega fyrir því að Páll Magnússon, aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur fengi nýtt tækifæri til að afhenda Framsóknarmönnum væna sneið…

    … en þetta hér og nú er svo yfirgengilegt hjá þér að jafnvel verstu óvinir Helga Hjörvars láta sér ofbjóða orð þín og framganga.
    – Þú ert þinn versti óvinur hér.
    Margir hafa þegar á oðri vegna þessarar framgöngu þinnar að ef þú komir nálægt framboði Guðmundar Steingrímssonar sé ekki til í dæminu að menn styðji það. — Hugðu vel að hversu langt þú sjálfur ert að ganga — þú gengur langt út yfir öll velsæmismörk í orðum þínum gagnvart Helga Hjörvar.

  • Hallur Magnússon

    „Sannleikanum verður hver sárreiðastur“

  • Helgi Hjörvar segir skoðun sína á gjörspilltu ríkisbattaríi fjórflokksins. Hallur reynir að gera það að glæp og ekki nóg með það heldur alvarlegri glæp en þeim þegar flokksfélagar Halls stálu fyrirtækjum og heilu náttúruauðlindunum úr ríkissjóði. Þvílík hræsni.

  • Leifur Björnsson

    Ráðning Páls Magnússonar var lögleysa.

  • Vilhjálmur Árnason

    Greinilega setur almenningur meiri kröfur til ráðningar heldur en bankasýsla setti fram. Bankasýsla hefði líka getað sagst ætla að endurskoða ráðningarferlið með tilliti til ríkjandi kröfu um að ráðningarferlið sé hafið yfir allan vafa.

    Þetta hefur ekkert með Helga að gera að mínu mati.

  • Einar jörundsson

    Ekki hef ég nú spennandi gífuryrði að setja í púkkið – langar þó aðeins að leggja orð í belg. Hallur er að mínu mati með málefnalegustu bloggurum, það breytist ekki þótt ég verði að lýsa mig ósammála varðandi þetta mál. Hvort Helgi Hjörvar er spilltari en aðrir skal ósagt látið – þarf þó reyndar talsvert til. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að stjórn Bankasýslunnar hafi hlaupið á sig – ekki vegna ánægju þeirra með mannkosti Páls, sem ég efast ekki um að standist samanburð við hvern sem er, heldur vegna heildarsamhengis hlutanna. Menntun Páls og pólitísk nálægð hans við mjög umdeilda einkavæðingu bankanna vega þar þungt. Ég efast ekki eitt augnablik um að benda megi á verri dæmi en það breytir engu um þetta mál.

  • Valur Bjarnason

    Mig langar endilega að þú svarir eftirfarandi spurningu: Hver var afstaða þín til ráðningar Runólfs sem Umboðsmanns skuldara?

    Ef þín afstaða var sú að hann ætti ekki að taka starfið og það hefi verið réttmætt að gagnrýna ráðninguna, þá ert þú hræsnari.

    En ef þú hins vegar ert ósammála þeim málalokum, þá ertu samkvæmur sjálfum þér.

    Endilega að svara???

  • Leifur A. Benediktsson

    Valur Bjarnason,

    Tek undir með þér Valur,hér þarf hugur að fylgja orðum,

    p.s Hallur var ekki með Runólf í PR.pakka eða hvað?

  • Enn og aftur er það spurningin um ráðherraábyrgð,
    Steingrímur varðandi Bankasýslu og Svandís varðandi tarfana:

    http://www.dv.is/frettir/2011/10/23/thetta-er-bara-haegur-dauddagi/

    Auðvitað á Steingrímur J. að segja af sér, því hann skipaði í stjórnina, hann handvaldi hana. Handval hans sýnir dómgreindarskort hans. Vaskur Helgi er pís of keik miðað við dómgreindarskort Steingríms J. í þessu máli sem fleirum.

  • Magnús Björgvinsson

    Hvort sem maður er sammála Helga eða ekki þá get ég ekki séð að það sé „spilling“ að segja að hann telji eitthvað „hneyksli“. Get bara ekki séð neina spillingu í því? Skv. wikipedia merkir spilling: „Spilling er misnotkun valds hjá hinu opinbera þar sem einstakir embættismenn nýta aðstöðu sína til að skara eld að eigin köku. Misnotkun valds í þeim tilgangi að kúga pólitíska andstæðinga er almennt ekki kallað spilling, né heldur ólöglegar athafnir einkafyrirtækja og einstaklinga nema þar sem þær tengjast hinu opinbera með beinum hætti.

    Spilling er til í öllum stjórnkerfum. Algeng dæmi um spillingu eru mútur, fjárkúgun, frændhygli og fjárdráttur.“

    Það að segja að honum finnst einhver ráðning hneyksli getur ekki talist spilling. Ef að Helgi hefði beitt sér t.d. með því að fá ráðherra til að segja stórninni upp eða ráða einhvern vin Helga þá værum við að tala um spillingu. En það er öllum frjálst að tjá sig. Sbr. hverning hér er talað um Helga Hjörvar.

  • Þorlákur Axel

    Helgi Hjörvar kom almannahagsmunum til varnar og fyrir það á hann þakkir skyldar.

  • Hegi Hjörvar nýtti sér öldutoppa bloggara og kommentatora sem afhjúpuðu slælega stjórnvaldsaðgerð á vegum Steingríms J.. Nú skreytir hann sig með stolnum fjöðrum sem fyrr og reigir sig, enda skynjar haninn hvenær best er að byrja sinn pútnaslag, sem augljóslega liggur nú í loftinu. Þá verður nú fjaðrafok og tilhleypingar þvert á flokka og nýjir koma fram á sviðið.

    Er það ekki heilbrigt fyrir lýðræðið, að tukta þingræðið til
    og kjósa á ný, að kjósa út mútuþegana, að hrjóða þingið
    af kúlum og kúluskítum?

  • Hallur ég veit ekki hvort rétt er að kalla Helga Hjörvar spilltan mann þrátt fyrir að hann eigi „sóðalega“ viðskiptasögu að baki? Má vera, en ég nenni ekki að nota orðið spilling það er orðið svo ofnotað af ofstækis-kratahyskinu og kommaræflunum sem telja sig sjá spillingu í fari allra sem komið hafa nálægt þjóðmálum eð viðskiptum á liðnum árum.
    Það sem segja má um Helga Hjörvar er að hann vill ekki vel, það er svo augljóst að hann gengst upp í því, eins og svo margir, af samflokksmönnum hans, að reyna að særa og meiða. Það er þeirra aðferðafræði í pólitík. Ekki gott fólk, heldur einfaldlega illa innrætt fólk.
    En að lokum Hallur, hvað kemur sá merki maður Hriflu-Jónas þessu máli við?

  • Hallur Magnússon

    @Valur.

    Runólfur var ráðinn á eðlilegan hátt á málefnalegum forsendum. Runólfur var óumdeilanlega hæfastur í starfið. Aðför að honum var hræsni.

    Synd að hann fékk ekki þann stuðning ráðherra sem hann þurfti á að halda.

    Runólfur sagði af sér vegna þess að hann taldi sig ekki hafa nauðsynlegan stuðning fagráðherrans sem réði hann. Held reyndar að ráðherran hefði stutt hann.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur