Laugardagur 29.10.2011 - 10:36 - 13 ummæli

Lúpínuskaðræðið

Nú er komið í ljós að lúpínan er ekki einungis skaðræði í náttúru Íslands vegna ruðningsáhrifa sinna og lýta í landinu heldur er hún einnig stórhættuleg vegna eldhættu í þéttbýli! Hvenær ætli holtin á höfuðborgarsvæðinu fari að loga?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Svavar Bjarnason

    Á hverju vori er mikið um sinubruna hér á landi, en þar hefur lúpínan ekki komið við sögu.
    En nú er búið að benda brennuvörgum landsins á hin miklu tækifæri sem lúpan gefur.
    Búast má við miklum lúpínusinubrunum næsta vor.

  • Er þetta ekki einmitt hinn kosturinn af lúpínuni – jarðvegsgerð. Lúpína sumarsins verður að mold næringu næsta árs.

    Miðað við lúpínu breiðurnar sem til staðar eru, ætti þetta ekki að hafa gerst nú þegar. Eða er hún ekki jafn góð til bruna og sinan? Halda stilkarnir betur í raka og verða að drullu fyrr, þeir liggja þéttar við jörðina.

    Sinan er bundinn við þúfur, liggja ekki þétt við jörðina og eru því þurrari. Þannig að skilyrðin fyrir bruna eru til staðar þ.e. eldsmatur og loft – vantar bara hitan í þessa jöfnu.

    Eru menn ekki bara að réttlæta einhverja aðgerð á móti bestu vörn Íslands móti gróðureyðingu?

  • Gildir ekki það sama um skógrækt?
    Það geta orðið skógareldar.
    Eldhættan er minnst ef landið er gróðurlaust, en þannig viljum við auðvitað ekki hafa landið.
    Auðvelt er að gera eldvarnarbelti með því að hólfa landið, t.d. með sæmilega breiðum vegarslóðum sem passað er upp á að gróður komi ekki í.
    Ef skógrækt er stunduð á mýrlendi má hólfa það með því að grafa (grunna) skurði, en þeim þarf einnig að halda við, þannig að ekki komi gróður í þá.

  • Einar Sveinbjörnsson

    Eldhætta skapast af öllum gróðri þegar jörð er þurr og veðuraðstæður óhagstæðar.

    Hvað með birkikjarrið sem breitt hefur mjög úr sér á síðustu áratugum ? Verður Náttúrufræðistofnun (sem vel að merkja hefur lengi strítt við skógrækt) ekki næst að segja B úr því að nú hafi þeir sagt A ? Það er að Birkikjarrið verði að uppræta vegna eldhættu !?

    Brennuvargar vhaf nú fengið hint frá sérfræðingunum hvar eldsmatinn er að finna og því þess skammt að bíða að fyrst lúpínueldurinn logi.

    ESv

  • Jón Jón Jónsson

    Þessi fasismi sumra í garð lúpínunnar er bara ekki í lagi.

    Lifi lúpínan!

  • Lúpínuhatrið er útrás fyrir útlendingahatrið sem blundar í þjóðinni. Lúpínan er glæsileg í fullum blóma. Hún er harðgerð og skapandi og getur orðið nytjajurt. Hún er vísbending um að landið okkar getur tekið við fleiri gestum og orðið enn fegurra. Afstaða til náttúrunnar er huglæg en ekki hlutlæg. Hún lýsir okkar innri manni og hvaða gildi við höfum. Þeir sem eitra fyrir blómum til að vernda mela og klappir lýsa vel sálarlífi sínu. Þetta er viðhorf hatursins og ávöxtur bælds rasisma. Reyndar má fagna því að rasisminn fái þarna útrás en það getur orðið skammgóður vermir. Þess vegna er í harðri andstöðu við lúpínuhatrið og mun mæla gegn því hvar sem er. Takk fyrir að taka þetta upp.

  • Einar Gunnarsson

    Vel mælt hjá ykkur en frumhlaup hjá Magnúsi að lepja vitleysuna upp úr Jóni Gunnari (en Magnús er ekki sá fyrsti). Tek sérstaklega undir með Einari Sveinbjörnssyni og bæti við: Bruni í mosabreiðum á eldhraunum frá nútíma (sem nú eru friðuð s.k. núgildandi Náttúrverndarlögum) er algengur og sérlega erfiður viðureignar. Á þá að skera upp herrör við mosanum?. Banna honum að vaxa á eldhrunum og siga andgræðsluherdeildum Svandísar Svavarsdóttur á mosabreiðurnar? Ég held ekki.

  • Tek undir med lúpínuvinum sem hér skrifa. Ef ég á að velja um örfoka mela (sem frónbúar hafa stuðlað að með ofbeit og trjátekju) eða bláma blómsins aðflutta, thá vel ég seinni kostinn enda líður mér best með gróður í kringum mig, ekki eyðimörk.

  • Halldór Agnarsson

    Sæl öll.

    Þetta er kostuleg umræða. Eldhætta af lúpínu??? Halló. Er ekki eldhætta af skógum landsins???

    Hverslags bull er þetta. Sina er rotnandi gróður. Án hennar verður engin náttúruleg endurnýting jarðvegs og þar með engin viltur gróður. Lúpínan leggur þarna drjúgt til.

    Hver einasti bíll gæti hugsanlega valdið umferðarslysi. Það gæti hugsanlega kviknað í hverri einustu plöntu ?????????????

    Kveðjur bestar

  • Leifur A. Benediktsson

    Lúpínan lengi lifi!

  • Halldór Agnarsson

    Hæ aftur.

    Ég vil einnig taka fram að þessi svokölluðu „Ruðningsáhrif“ Lúpínu eru stórlega ofmetin.

    Ég hef haft Lúpínu í mínu sumarbústaðalandi í ca 20 ár. Ekki haft neitt vandamál með stjórnun á útbreiðslu hennar og greinilegt er hve hún bætir jarðveg og eykur uppgang annars gróðurs allt í kring um sig. Fyrir utan að þetta er afskaplega falleg planta þegar hún skarta sínum lit.

    Bestu kveðjur

  • „Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi.“ (Jón Gunnar Ottósson, http://www.visir.is/eldhaetta-af-lupinu-i-byggd/article/2011710299885)
    Af orðum Náttúrufræðistofnunarforstjórans má ráða að ræktun lúpínu sé tíu sinnum skilvirkari aðgerð en „grasrækt“ ef markmiðið með uppgræðslunni er binding kolefnis úr andrúmslofti í gróðurvistkerfum (sem mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun koldíoxíðs í andrúmslofti). Samkvæmt þessu ætti Landgræðsla ríkisins að kasta fyrir róða afkastalitlum og óskilvirkum aðferðum (s.s. sáningu grasfræs og dreifingu dýrs, innflutts, tilbúins áburðar) en einbeita sér þess í stað að lúpínurækt í stórum stíl til landgræðslu og kolefnisbindingar.

    Ennfremur segir forstjórinn: „krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni“. Þessi staðhæfing er óskiljanleg. Stafar ekki mannkyni og lífríki jarðar umfram allt annað ógn af hnattrænni hlýnun (en sú hlýnun stafar af örri uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti)? Hvernig getur það verið „áhyggjuefni“ ef búið er að finna aðferð til kolefnisbindingar sem skilar árangri og kostar lítið?

  • Lúpína er bera ekkert hættuleg — hvorki náttúru íslands eða byggð. — Ekki nema menn skilgreini allan gróður hættulegan og þá trjá- og runnagróður hættulegastann ásamt grasi (vegna eldhættu) og engin planta dreifir sér eins víða og ryður eins öðrum plöntum frá eins og grasið gerir. Sem þá samkvæmt sömu skilgreiningu er allra planta hættulegust — og það gerir grasið án þess að leggja neitt til jarðvegarins eins og þó er mikilvægasti eginleiki lúpínunnar, með því að hún í senn bindur köfnunarefni í jarðveginn og brýtur niður eða nánast meltir grýttan jarðveg og sendinn með uppleysiefnum sem fylgja sambýlingum lúpínunnar (sem líka binda köfnunarefnið).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur