Þriðjudagur 22.11.2011 - 20:49 - 6 ummæli

Velkomin Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir

Velkomin aftur til starfa Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir. Og hafðu þökk fyrir fyrsta embættisverk þitt eftir barnsburðarleyfi – að stöðva menningarelítufasisma húsfriðunarnefndar. Það sér hver heilvita maður að Þorláksbúð er ekki óafturkræf framkvæmd. Enda sést ekki tangur né tetur af upphaflegri Þorláksbúð í Skálholti!

Því var gönuhlaup húsfriðunarnefndar algerlega óþarft og hreinlega skaðlegt á þessum tímapunkti.

Þú sýndir meðalhóf í stjórnsýslu með ákvörðun þinni. Vonandi verður það til þess að félagar þínir í ríkisstjórn taki upp meðalhófið í sinni stjórnsýslu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Pétur Örn Björnsson

    Hófst ekki gönuhlaupið, þegar hafist var handa við kofann?

  • Pétur Örn Björnsson

    Staðsetningin á tilgátukofanum er alveg fáránleg.

    Þarf nú ekki nema þokkalegan smekk til að sjá það.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Pétur að staðsetningin svo nálægt Skálholtskirkju er fáránleg.

    Framtakið er hins vegar ágætt!

  • Tilgátuskáldið

    Það má kannski selja inn? En mér sýnist hleðslan vera skökk. En hvað eru 30 millur milli vina. Fara þær í 60?

  • Tilgátukrkjan er stertimennska og fjáraustur,sem ledir á Ríkinu þegar upp er staðið eins og reyndar“´Hátæknisjúkrahusið“ þó það sé þessu óskylt.
    Dettur annars nokkrum í hug að kyrkjubyggingin kosti aðeins háifan milljað eða álíka og fimm einbýlishús ?!!!

  • Tek undir með Pétri. Gönuhlaupið er framkvæmdaraðilanna sem hófust handa án byggingarleyfis.
    Ef þeir hefðu farið að lögum og sótt fyrst um byggingarleyfi hefði umsögn Húsfriðunarnefndar legið fyrir áður en nokkru hefði verið til kostað.

    Hvers vegna gátu þessir athafnamenn ekki bara farið að lögum eins og aðrir?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur