Miðvikudagur 30.11.2011 - 15:14 - 4 ummæli

Stærri Framsókn en minni VG?

Þær væringar sem nú eru innan ríkisstjórnarinnar og VG skyldu þó ekki leiða til þess að Framsókn stækki en VG minnki?  Ég heyrði Vigdísi Hauksdóttur bjóða Jóni Bjarnasyni og fylgismönnum hans velkomna í Framsóknarflokkinn og halda því fram að stór hluti VG fólks væri „framsóknarmenn“. 

Það væri kannske heppilegast fyrir íslensk stjórnmál að hinn nýji Framsóknarflokkur Vigdísar og Ögmundararmurinn í VG sameinist í nýjum stjórnmálaflokki á vinstri vængnum. Þá gæti frjálslyndi hluti Framsóknarflokksins sem enn er þar flokksbundinn tekið þátt í stofnun nýs frjálslynds stjórnmálaflokks á miðju íslenskra stjórnmála.

Steingrímsarmurinn getur þá gengið í Samfylkinguna og upp úr þessu orðið nýtt og betra fjórflokkskerfi!

Reyndar kynni þessi draumsýn Vigdísar að stangast aðeins við þá áráttu Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins undanfarið um að vilja Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn eins og ég benti á í síðasta pistli.  Nema Jón og Ögmundur séu til í stjórn með íhaldinu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • „Ég er hýr og ég er rjóð, Jón er kominn heim“…..

    Það eru nú ekki margir sem fá í hnén frammi fyrir Jóni Bjarnasyni. Vigdís hefur stundum haft lag á að koma á óvart.

  • Óðinn Þórisson

    Ef sú staða kæmi upp þá dreg ég það í efa að x-d myndi vilja í stjórn með vg – landsdómsatkvæðagreiðsan nánast útikokar það.
    Það sem við þurfum er kosningar – landið er stjórnlaust og réttast að þjóðin fái tækifæri til að segja sína skoðun.

  • Stefán Benediktsson

    Sigmundur fer bara í Sjálfstæðis!

  • Ingimar S. Friðríks

    Hallur, voðalega ertu mikið fyrir að Framsókn gerist krataflokkur eða verði hækja Samfylkingarinnar.

    Draumur þinn um að Framsókn verði einhver ESB-flokkur og taki upp stefnu Samfylkingarinnar, verður aldrei að veruleika.

    Þú ættir eiginlega að fara með Guðbirni og Gumma Steingríms í Samfylkinguna. Þar eigið þið heima.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur