Fimmtudagur 22.12.2011 - 08:00 - 1 ummæli

Illræmdir atvinnumenn

„Eins og í öllum íþróttum, sem mikilli útbreiðslu ná, og sem fólkinu geðjast að, þá fór að bera mikið á iþrótta-atvinnumönnum (Professional sportm.).“

Þannig hefst umfjöllun Bennó um hina alræmdu atvinnumenn í knattspyrnu í Skinfaaxa árið 1916 – en Bennó var ekki par hrifinn af atvinnumönnunum sem hann taldi skemma íþróttandann í knattspyrnunni sem og öðrum íþróttum.

Áfram heldur Bennó:

„Fékk England fljólt á þeim að kenna, því hvergi eru þeir fleiri og öflugri, en einmitt þar. Árið 1887 stofnuðu þeir með sér „The League „. Það er allsherjar – samband enskra atvinnumanna í knattsp. Er þeim bestu þar borgað £ 8 (um 144 krónur) um vikuna, og gefur því að skilja að margur áhugamaðurinn (Amateursportm.) stóðst það ekki og gjörðist atvinnumaður; spiltist því um stund þessi heilsusamlega keppni, sem í knattsp. var — áður en atvinnumennirnir komu til sögunnar. Heilsusamleg keppni þrífst ekki, þar sem að peningar eru í aðra hönd, — eftir sigurinn.

Ekki var það þó fyr en árið 1907, að stofnsett var knattspyrnusamband áhugamanna (The Amateur Association) til varnar því að allir gjörðust a tvinnumenn í knattspyrnu. Voru líka mörg fjelög farin að misbeita valdi sínu, og kvöddu áhugam.félög, að gerast Atvinnum.félög, því á því væri meira að græða. En nú var rösklega við brugðið, og bannað, að áhugamenn hefðu nokkur mök saman við atvinnum.

Voru sett lög um það, að áhugamenn og atvinnumenn mættu ekki einusinni keppa saman (hver á móti öðrum), né þiggja mútur, eða neitt þess háttar. Það átti að halda fast við þá algengu reglu, sem er um áhugamenn að þeir iðka íþróttina listarinnar vegna, en ekki vegna peninga, eins og áhugamenn gjörðu og gera.

 Sem dæmi um, hve stranglega þetta áhugamanna félag hegnir, ef út af reglunum er breytt, skal þess getið að í fyrravor (í aprílmánuði) kepptu knattspyrnuflokkur frá Manchester og frá Liverpool saman.

Knattspyrnan fór fram i Manchester og fóru svo leikar að M.flokkurinn vann. En við það fanst eitthvað athugavert —svo þetta félag áhugamanna (Amateur Association) tók málið til rannsóknar.

 Kom þá í ljós að flestir keppandanna í Liverpools-flokknum voru leigðir af veðmálastjórunum (the bookmakers ); fengu þeir álitlega upphæð peninga, fyrir að tapa leiknum. Sem von var fengu þeir mjög strangan dóm, fjórir þeirra voru reknir fyrir fult og alt úr knattsp.fj. og mega aldrei oftar taka þátt í knattspyrnu, sem áhugamenn.

Eins og menn sjá, þá er ekki við lambið að leika sér, þar sem þetta áhugam.félag er.

Heimssamband knattspyrnufélaga (The Worlds Union) var stofnað 1908 – 09 . Eru í því eru flestar þær þjóðir, sem knattspyrnu iðka, undir einhverri stjórn.

Þetta er nú í stuttu máli saga knattspyrnunnar á Englandi. Mættum við Íslendingar læra af þessum félagsskap þeirra Engl. samheldni, þá væri mikið fengið. Ef til vill eiga knattsp.félögin eftir að vinna það verk. Má þá segja að betur er af stað farið en heima setið.“

Næst birtist sá hluti greinaflokks Bennó þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að kunna knattspyrnulögin. Þar segir ma:

„Verður þá klaufinn síður eftirbátur félaga sinna, ef hann vildi hugsa meir um lög og leikreglur knattspyrnu, því það er svo með allar íþróttir, að leikreglur og tamning þeirra verður fullkomlega að lærast, ef að nokkru verulegu gagni á að verða…“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur