Færslur fyrir desember, 2011

Þriðjudagur 20.12 2011 - 19:09

…að slá, bregða eða sparka í keppendur

„Um langan aldur var knattspyrnan iðkuð með mjög ófullkomnum leikreglum, eins og þeim, að leyfilegt var að grípa knöttinn  með höndunum, er hann kom í loftinu frá mótherja (mótspilara), var það kallað „fair catch“, og gaf það rétt til aukaspyrnu (fríspark). Einnig var leyíilegt að bera knöttinn og bregða keppendunum, og í hvert skifti sem […]

Þriðjudagur 20.12 2011 - 09:22

Látið Öskjuhlíðina í friði!

Elsku Bezti. Látið Öskjuhlíðina í friði!

Mánudagur 19.12 2011 - 08:07

Dómarinn er maðurinn!

„Það sem mest hefur staðið — og stendur — íþróttum okkar fyrir þrifum, er skortur góðra leikvalla og íþróttatœkja, en þó er  þetta að lagast og nú á hinum síðari  árum  eru menn að skilja þetta, sem betur fer.“ Gamalt vandamál og nýtt.  Nú held ég áfram þar sem frá var horfið í síðasta pistli […]

Sunnudagur 18.12 2011 - 00:42

Fáklæddir knattspyrnumenn 1916

„Frá Englendingum er knattspyrnan  komin hér að landi.  Er þessi leikur einn af  þjóðaríþróttum þeirra. Hafa þeir iðkað knattspyrnu í margar aldir, og eru  ennþá bestir í henni; fjölgar þó keppinautum þeirra  daglega, að kalla má, og nú erum við að bætast við hópinn. Og spá mín er sú, að við verðum þeim skeinuhættir,  áður en […]

Laugardagur 17.12 2011 - 14:23

Framsóknarhvöt

Framsóknarflokkurinn varð 95 ára 16. desember. Hvað sem mönnum finnst um þennan gamla flokk sem ég starfaði með í aldarfjórðung þar til ég sagði mig úr honum 1. desemer 2010 – þá er saga flokksins merk. Í tilefni af afmælinu langar mig að birta kvæði Sigurðar Einarssonar á Hoffelli sem birtist í Skinfaxa árið 1916 […]

Föstudagur 16.12 2011 - 08:35

Niðurgreiðir borgin leiguíbúðir?

Metnaðarfullar áætlanir Reykjavíkurborgar um byggingu lítilla leiguíbúða í 101 og nágrenni hafa verið kynntar. Metnaðarfullt markmið. En er skortur á  leiguíbúðum stóra vandamálið í húsnæðismálum þjóðarinnar? Og reykvískra einstaklinga og para í 101? Er stóra vandamálið ekki of hár kostnaður við húsnæði hvort sem um er að ræða eigið húsnæði, búseturéttarhúsnæði eða leiguhúsnæði? Hvernig ætlar Reykjavíkurborg […]

Fimmtudagur 15.12 2011 - 22:43

Hræsnin gagnvart Geir Haarde

Það voru fullkomlega réttlætanleg rök  fyrir því að Alþingi leiddi fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm.  Það voru einnig fullkomlega réttlætanleg rök fyrir því að Alþingi leiddi ekki fyrir Landsdóm þá fjóra ráðherra sem Alþingi var gefin kostur á að leiða fyrir Landsdóm. En það voru engin rök fyrir […]

Miðvikudagur 14.12 2011 - 19:01

… að svíkja lögum samkvœmt

„Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefir myndast hópur fjárglæframanna, sem aðalega gera sér að atvinnu, að stofna til felaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina, sem þeir forðast.  Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum […]

Miðvikudagur 14.12 2011 - 08:01

Íbúðalánasjóður er ekki banki!

Íbúðalánasjóður er ekki banki. Íbúðalánasjóður er þjóðareign með afa skýrt samfélagslegt hlutverk:  „Stofna skal sérstakan lánasjóð er nefnist Íbúðalánasjóður og lánar til íbúðakaupa, nýbygginga eða endurbóta íbúðarhúsnæðis á Íslandi. Íbúðalánasjóður skal annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála samkvæmt lögum þessum.“  Svo segir í 4.gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.  Og hverju á Íbúðalánasjóður að framfylgja?  Það […]

Þriðjudagur 13.12 2011 - 06:29

Innihaldslausar skuldir flokkanna?

Stjórnmálaflokkarnir flestir eru skuldum vafnir eins og skrattinn skömmunum. Það er gömul saga og ný að skuldunautar eru háðir þeim sem þeir skulda. Völd lánveitenda yfir skuldunautum eru mikil. Þeir geta sett skuldunautum sínum skilyrði meðan skuldir eru ekki greiddar. Hvar er staða stjórnmálaflokkanna gagnvart þeim aðiljum sem flokkarnir skulda fé?  Er staða þeirra sem […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur