Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 08:58

Ögmundur maður að meiru

Ögmundur Jónasson er maður að meiru að biðjast formelga afsökunar á fáránlegum ummælum um opinbera starfsemnn.

Þriðjudagur 31.01 2012 - 00:23

„Great Britain“ In memorium

Englendingar sem áður stýrðu hinu öfluga breska heimsveldi mega muna fífil sinn fegri. „The English Rose“ féll fyrir nokkrum áratugum síðan en var þurrkuð svo ásýndin hélst um nokkurt skeið – þar til þurr og líflaus krónublöðin tóku að falla eitt af öðru. Nú er enska þurrkaða rósakrónan endanlega fallin. Skotar hyggjast skilja England nánast eitt […]

Laugardagur 28.01 2012 - 11:12

Klofin Samfylking

Það hefur lengi verið klofningur í Samfylkingunni þótt sá klofningur sé fyrst að komast upp á hið opinbera yfirborð þessar vikurnar. Það er því hlálegt þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir í ræðu yfir klofinni flokkstjórn:  „Látum ekki íhaldið reka fleyg í okkar raðir.“!  Það þarf ekki íhaldið til. Samfylkingin klofnaði hjálparlaust. Eins og allir aðrir stjórnmálaflokkar. […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 23:27

Króatía og fullveldisskert Ísland

Króatar eru afar stoltir og þjóðernissinnaðir. Króatar náðu langþráðu fullveldi sínu fyrir örfáum árum eftir blóðug átök við nágrannaþjóð sína eftir að hafa verið hluti ríkjasambands lungann úr 20. öldinni. Króatar eru því afar meðvitaðir um fullveldi sitt. Það kom því ekki á óvart að í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Króata að Evrópusambandinu væri mest […]

Þriðjudagur 24.01 2012 - 09:47

Ástu Ragnheiði burt

Þjóðin þarf Ástu Ragnheiði forseta Alþingis burt. Með allt sitt lið. Hina 62 alþingismennina. Það er fullreynt að þetta lið ræður ekki við verkefnið. Við þurfum nýtt Alþingi. Kosið persónukosningu.

Mánudagur 23.01 2012 - 10:30

Geirsmálið ekki málið

Sú upplausn og tilfinningahiti sem birtist meðal Alþingismanna og ýmissa flokksfélaga kring um Geirsmálið hefur ekki nema að  litlu leiti eitthvað að gera með tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga skuli ákæru á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi til baka.  Upplausnin og tilfinningahitinn ristir miklu dýpra og er birtingarform þess hruns sem óhjákvæmileg bíður hefðbundins […]

Laugardagur 21.01 2012 - 20:05

DNB, SEB og íslenska bankakerfið!

Norski bankinn minn DNB vill kaupa Íslandsbanka ef marka  má fréttir. Norðmenn hafa reyndar afar góða reynslu af forvera Íslandsbanka – Glitni – en í panik dauðans var Norðmönnum gefinn Glitnir í Noregi á 10% – 15%  af raunvirði bankans strax eftir hrun. Eitt af mörgum afglöpum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í hrunstjórninni. Það er gott ef DNB kaupir Íslandsbanka. Slær […]

Föstudagur 20.01 2012 - 21:36

Hræsnarinn ASÍ Gylfi!

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er hræsnari. Gylfi Arnbjörnsson gerir gróflega upp á milli fólks á grundvelli pólitíkur.  Ójafnaðarmennska Gylfa Arnbjörnssonar gerir hann óhæfan sem einn helsta leiðtoga alþýðu landsins. Vigdís Hauksdóttir starfaði sem lögfræðingur hjá ASÍ. Áður en Vigdís ákvað að gefa kost á sér í 1.sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu Alþingiskosningar hringdi hún […]

Föstudagur 20.01 2012 - 10:40

Sannleiksnefnd er svarið

Sannleiksnefnd um hrunið og aðdraganda þess er það sem við Íslendingar þurfum. Sannleiksnefnd sem starfar fyrir opnum tjöldum. Sannleiksnefnd þar sem markmiðið er að draga fram þau mistök sem við gerðum fyrir hrun, í hruninu og í kjölfar hrunsins. Það er eina leiðin til þess að við getum lært af því. Það á ekki að […]

Miðvikudagur 18.01 2012 - 19:57

„Málefnalegur“ Dalabóndi :)

Það kætti mig verulega þegar Dalabóndinn  Ásmundur Daði hvatt til „málefnalegrar umræðu“ um skýrslu norsku ríkisstjórnarinnar sem staðfestir það sem lengi hefur verið ljóst – að  EES samningurinn hafði í för með sér fullveldisframsal og lýðræðishalla sem einungis er unnt að leiðrétta með inngöngu í ESB eða úrsögn úr EES. Ég man yfir höfuð ekki eftir […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur