Föstudagur 20.01.2012 - 10:40 - 3 ummæli

Sannleiksnefnd er svarið

Sannleiksnefnd um hrunið og aðdraganda þess er það sem við Íslendingar þurfum. Sannleiksnefnd sem starfar fyrir opnum tjöldum. Sannleiksnefnd þar sem markmiðið er að draga fram þau mistök sem við gerðum fyrir hrun, í hruninu og í kjölfar hrunsins. Það er eina leiðin til þess að við getum lært af því.

Það á ekki að elta menn fram í rauðan dauðann. Slíkur eltingaleikur kallar einungis á enn aukna sundrungu og eykur átök.  Slíkur eltingaleikur minnkar möguleikann á heilbrigðum samvinnustjórnmálum og framförum – en eykur óbilgirni og meirihlutaræði. Við horfum einmitt upp á slíkt í dag.

Það hefur verið sýnt fram á að samvinnustjórnmál geta gengið.  Vandamálið er að það var ekki vilji til þess að feta slíka leið – einmitt þegar mest þörfin var á slíkum stjórnmálum. Harkan og hrokinn hefur einungis aukist. Hvar sem menn standa í flokki.

Það var því kærkomin tilbreyting að lesa viðtal við  Árna Pál Árnason í Fréttablaðinu í morgun. Það viðtal er að finna hér. 

Árni Páll hefur þroskast og þróast vel sem stjórnmálamaður. Hann virðist nú vera kominn á það stig að vera raunhæft leiðtogaefni í stjórnmálum.

Árni Páll sýndi leiðtogahæfileika þegar hann hjó á hnútinn á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar þegar valdaklíka í Samfylkingunni sem lagði allt í sölurnar til að losna við Árna Pál úr ríkisstjórn átti í hættu að tapa atkvæðagreiðslunni um tillögu að breytingu á ríkisstjórn.  Hann sýnir pólitískan þroska í viðtali sínu við Fréttablaðið og gefur réttan tón – tón sem stjórnmálamenn ættu að tileinka sér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sveinn Ómar

    Nákvæmlega – Opinber sannleiksnefnd er eina vitið

  • Og hvað með peningana sem var stolið? Heldurðu að sannleiksnefnd virki ef þeim verður ekki skilað og almenningi bætt fjárhagsleg tjón, atvinnumissir og lífskjaraskerðingin?

    Sannleiksnefnd er bara kjaftæði þeirra sem vilja forða hinum seku undan ábyrgð.

  • Sigurður E. Vilhelmsson

    Vissulega hefði sú leið verið æskileg, þó svo Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið ætlað sambærilegt hlutverk. Vandamálið er að slík nefnd hefði afskaplega takmörkuð völd, t.d. til að krefja menn um að bera vitni. Hverju slík nefnd ætti að skila umfram Rannsóknarnefnd Alþingis er erfitt að sjá.

    Sannleiksnefnd sú sem starfaði í S-Afríku eftir Apartheid byggði á þeirri forsendu að þeir sem áttu yfir höfði sér saksókn og dóm fyrir afbrot sín gátu gert hreint fyrir sínum dyrum, játað brot sín og sagt satt og rétt frá, gegn því að fallið yrði frá málshöfðun. Er það tillaga þín í þessu máli, þ.e. að fallið verði frá ákærum gagnvart öllum þeim sem kunna að hafa brotið lög í aðdraganda hrunsins, í skiptum fyrir vitnisburð fyrir rannsóknarnefndinni?

    Hver ætti þá t.d. hvatinn að vera fyrir stjórnmálamenn, sem verða ekki ákærðir hvort eð er, ýmist vegna ákvarðana Alþingis, eða fyrningar, til að játa á sig nokkurn skapaðan hlut? Þeirra markmið væri væntanlega að verja mannorð sitt og heiður og tilhneigingin til að draga úr eigin ábyrgð og velta henni á aðra (líkt og sömu menn gerðu í viðtölum við Rannsóknarnefndina) yrði yfirgnæfandi.

    Ég er ekki að skjóta niður þessa hugmynd um Sannleiksnefnd, heldur frekar að fara fram á frekari lýsingu á því hvaða forsendur ættu að liggja að baki starfa slíkrar nefndar, hvaða valdheimildir hún ætti að hafa og hverju hún ætti að ná fram, umfram t.d. Rannsóknarnefndina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur