Þriðjudagur 24.01.2012 - 09:47 - 10 ummæli

Ástu Ragnheiði burt

Þjóðin þarf Ástu Ragnheiði forseta Alþingis burt. Með allt sitt lið. Hina 62 alþingismennina. Það er fullreynt að þetta lið ræður ekki við verkefnið. Við þurfum nýtt Alþingi. Kosið persónukosningu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Bjarnveig

    Afhverju heldur þú að það verði skárra sem velst þannig. Sé ekki betur en þeir sem komi nýjir og ferskir síðast séu allveg eins og gamla liðið.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Ég er ekki viss um að þingið sé vandinn. Það er allt kerfið á bakvið þar sem gæðingar flokkanna sitja æviráðnir í öllum stöðum.

    Það segir sig eiginlega sjálft að ef þessir varðhundar flokkana eru á móti einhverju sem ákveðið er á hinu lága alþinigi, má gera ráð fyrir að vilji þess sé hundsaður.

    Eða…?

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Stjórnlagaþing var kosið í persónukjöri. Ef frá er talið ákveðið „vandamál“ sem skapaðist vegna mikils fjölda frambjóðenda, sýndu kjörnir fulltrúar og sönnuðu að hægt er að komast að sameiginlegum niðurstöðum um sjóðheit pólitísk álitamál, og á sama tíma að ástunda opin og gagnsæ vinnubrögð.

    Vandinn með Alþingi er að hluta til vegna kosningakerfisins en hugsanlega ekki síður vegna þeirra starfshátta sem þar hafa tíðkast og nýjum þingmönnum er áskilið að tileinka sér.

  • Sigurður, Stjórnlagaþing var ekki kosið. Þar voru engir kjörnir fulltrúar. Hæstiréttur dæmdi þá kosningu ólöglega. Jóhanna Sigurðardóttir skipaði Stjórnlagaráð.

    Stjórnlagaráð var frekar einsleit samkoma þekktra einstaklinga.
    Að nota sama flókna vonda kerfi, sem enginn skilur til fulls nema einn maður, til að kjósa til þings er afleit hugmynd.

  • Allt rétt hjá þér Hallur. Við þurfum nýtt fólk á Alþingi eins og fiskar þurfa vatn. Gefur Fjórflokknum frí næstu árin eða jafnvel næstu áratugina.

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    @Friðjón. Hæstiréttur felldi sinn dóm, þá sögu þekkja flestir allt of vel. Það er ekki þar með sagt að dómurinn hafi verið réttmætur eða réttlátur. Rökstuðningur stærðfræðingsins Reynis Axelsonar fyrir því hefur enn ekki verið hrakinn:

    http://silfuregils.eyjan.is/2011/02/02/reynir-axelsson-rokleysur-haestarettar/

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Kostir eða gallar persónukjörs snúast ekki um lagahyggju. Kostirnir eru að kjósendur fá aukið vald á kostnað stjórnmálaflokka. Það er lýðræðislegt og að mínu mati skynsamlegt. Atkvæði hvers og eins nýtast auk þess betur og vilji kjósenda endurspeglast því betur í niðurstöðunni:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

  • Þetta er afleit hugmynd, sannaðist best á Stjórnlagaráðinu.

    Enda er svona kerfi eins og þú stingur hér upp á hvergi notað í af neinum lýðræðis ríkjum hinns vestræna heims !

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Jú, Gunnlaugur. Bæði Írland og Malta nota svona kerfi. Skoðaðu tengilinn:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

  • Pétur Páll

    Rétt hjá þér að það þarf nýtt þing og nú með víðsýnu fólki, hægri sinnuðu með réttlætis- og samfélagstilfinningu.

    Góð byrjun að losa okkur við svika-VG eins og það leggur sig.

    Kosningar takk – strax.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur