Færslur fyrir janúar, 2012

Miðvikudagur 18.01 2012 - 00:03

Sjálfstætt Skotland með evru

Það skyldi þó ekki enda með því að við sjáum sjálfstætt Skotland sem taki upp evru í kjölfar aðskilnaðar frá Englandi og þétta samvinnu Íslendinga og Skota innan Evrópusambandsins?

Þriðjudagur 17.01 2012 - 11:17

Velgir vaxtalækkun ÍLS markaðinn?

Lækkun vaxta Íbúðalánasjóðs ætti að velgja loppinn fasteignamarkað svo fremi sem Íbúðalánasjóður veiti eðlilega lánafyrirgreiðslu. Sem starfsmenn sjóðsins eru ekki alltaf reiðubúnir að gera varðandi lán til leiguíbúða. Reyndar er of  lágt hámarkslán almennra íbúðalána sjóðsins vandamál. Hámarkið þarf að hækka. Staða efnahagsmála er þannig að slík hækkun er til bóta frekar en hitt. Annað vandamál á markaðnum er yfirveðsetning fasteigna. […]

Mánudagur 16.01 2012 - 22:36

Er úti er svalt og svell um allt …

Er úti er svalt og svell um allt á svellið set ég Maldon-salt. Er mat ég bý til fyrir börn ég brúka kryddið Hálkuvörn. Þessi skemmtilega vísa er eftir Huga Ólafsson – stal henni af fésbókinni og varð að koma henni á framfæri!

Mánudagur 16.01 2012 - 21:29

Heilagir dómarar?

Ég ætla ekki að setja út á dómarana í leik Króata og Íslendinga. Þessi pistill fjallar ekki um þá. Þeir voru góðir  – en gerðu einnig ein og ein mistök. Eins og leikmenn. Það er nefnilega ekki hægt að fara í gegnum handboltaleik án þess að gera einhver mistök. Hvort sem um er að ræða […]

Mánudagur 16.01 2012 - 19:05

Quis custodiet ipsos custodes?

Iðnaðarsalt. Brjóstastækkanir. Verðirnir hafa brugðist. Quis custodiet ipsos custodes? Greinilegt að það geta það engir nema við sjálf! Það er rétt hjá Talsmanni neytenda að eftirlitsaðiljar sem standa sig ekki eru verri en engir. Það þarf að tryggja okkur lagalega tryggar leiðir til að geta gætt varðanna!

Mánudagur 16.01 2012 - 08:05

Feilskot Ögmundar

Fumvarp Ögmundar Jónassonar um skotvopn er feilskot. Ef frumvarpið verður að lögum leggjast niður þrjár viðurkenndar  íþróttagreinar.

Sunnudagur 15.01 2012 - 19:18

Þórhildur Friðriksdóttir frábær!

Afmælisbarn dagsins Þórhildur Friðriksdóttir er bara frábær!

Föstudagur 13.01 2012 - 20:13

Ógisslega hæfur!

Ég er búinn að fara aftur yfir málin. Mér finnst ég ógisslega hæfur. Í hvað sem er. Eins og síðast. Enda hvernig ætti ég svona ógisslega hæfur að geta haft rangt fyrir mér síðast?

Fimmtudagur 12.01 2012 - 14:55

Gnarr og embættismannakerfið

Jón Gnarr hefur sannað að embættismannakerfið í Reykjavík er öflugt og fullkomlega sjálfbært.

Fimmtudagur 12.01 2012 - 08:45

Þögn á Alþingi

Hefur enginn annar en ég tekið eftir því hvað þægileg þögnin á Alþingi er? Þjóðin þarf á löngum jóla og sumarfríum Alþingis að halda ekki síður en alþingismennirnir sjálfir!

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur