Föstudagur 17.02.2012 - 20:07 - 14 ummæli

Tapsárir Kastljóssmenn

Það fór ekki fram hjá neinum að Árni Páll Árnason rúllaði yfir Helga Seljan í Kastljósinu í gær. Sem er sjaldgæf sjón þegar Helgi Seljan á í hlut. Alveg óháð því sem fólki finnst um réttmæti laga þeirra sem Árni Páll hafði forgöngu um að setja. Það sáu það allir sem vildu sjá að það voru öflug málefnaleg rök fyrir lagasetningunni og að hún gekk ekki lengra í þágu lántakenda en raunin varð.

Í kvöld sáum við tilraun tapsárra Kastljóssmanna til að koma Árna Páli á kné að honum fjarstöddum með afar leiðandi spurningum og sérstakri úrklippu úr löngu viðtali gærdagsins.

Sem betur fer voru viðmælendur Kastljóssins – sem báðir hafa frá upphafi verið á öndverðu meiði við Árna Pál varðandi lögin sem hann setti – vandaðir og heiðarlegir menn. Þeir féllu ekki í freistnina að fylgja „settöppi“ Kastljóssins heldur héldu sig við málefnalega og uppbyggilega umræðu – stjórnandanum til mikillar arðmæðu virtist.

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda sem lengi hefur barist gegn verðtryggingu – of stundum farið offari að mínu mati í þeim slag – stóð sig frábærlega. Hann kom rökum gegn verðtryggingu afar vel á framfæri, hann kom rökum sínum gegn lagasetningu ákveðið en hóflega á framfæri – en féll ekki í þá gildru sem Kastljósið hafði egnt – að halda út í ómálefnalegan slag við Árna Pál og varfærnislega lagasetningu hans á sínum tíma.

Sveinn kom reyndar á framfæri kjarna málsins um verðtrygginguna – verðtrygging er eðlileg í íselnsku efnahagslífi þar sem við þurfum að lifa við ónýtan gjaldmiðil – en GRUNNUR verðtryggingar lána er ekki eðlilegur. Það er nefnilega allt annað mál.

Sigurvegarar kvöldsins voru Gísli Tryggvason, Sveinn  viðskitpafræðingur og Árni Páll Árnason lögfræðingur fyrir málefnalega umræðu síðustu tvo daga. Allir þessir menn eiga erindi á Alþingi. En tapararnir eru… já, hverjir ætli þeir séu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Veit ég nú vel að til einskins er að segja satt á stað þar sem trúarbrögðin eru æðri því sem rétt er.
    En jú, Árni Páll sagði örugglega fleiri orð í þættinum en Helgi.
    Hann hafði líka hærra en Helgi.
    Og jú, hann fór með langt um fleiri rangindi en Helgi. Reyndar svo mörg að skömm var að. Líklega met í jafn stuttum þætti.
    Látum duga eitt dæmi hér.
    Í fyrsta lagi:
    Fullyrðing um að enginn hafi orðið fyrir tjóni vegna laganna stenst ekki þar sem nokkur fjöldi bæði einstaklinga og fyrirtækja hafa tapað heimilum og eigum vegna innheimtu sem grundvölluð er á reiknireglu laganna.
    ERGO=> Lagasetning Árna Páls færði ábyrgð af tjóni af bönkunum yfir á ríkissjóð.

  • Hákon Hrafn

    Ég tek undir með Guðmundi Andra. Árni Páll talaði og talaði en sagði ekki neitt af viti. Hann fór ítrekað með rangt mál, annað hvort af einskærri heimsku eða vísvitandi. Hvort er verra veit ég ekki en slíka menn þarf þjóðin ekki á Alþingi.

    Það er ákveðin taktík hjá mönnum sem eru með uffa í bleyjunni að reyna að tala svo mikið og hátt að spyrillinn kemst ekki að með allar spurningarnar og er svo settur út af laginu með absúrd svörum. ÁPÁ er sennilega meistarinn í þessu.

    Árni Páll væri fínn sem landsliðsþjálfari í fótbolta. Hann gæti talað mikið og lengi við blaðamenn eftir tapleiki og dásamað leik íslenska liðsins.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Eins og ég sá þetta var Árni Páll að hvítþvo sig með hártogunum.

    Enginn orðið fyrir tjóni vegna laganna, bara vegna dóms Hæstaréttar. My ass!

    Sorry.

  • Gunnar Gunnarsson

    Hef nú aldrei tekið sérstaklega eftir Árna Páli áður eða lagt mig eftir að hlusta á hann en hann var afburða góður í gærkvöldi. Held að Jóhanna hafi engin mistök gert á við þau og að setja hann hún. Held ég myndi kjósa Samfylkinguna verði hann formaður.

  • Gunnar Gunnarsson

    þarna átti að standa út (ekki hún)

  • Thorsteinn

    Aumt er að sjá þann arma mann
    aulann Helga Seljan.
    Ef eitthvað fengist fyrir hann
    mér félli best að selj’ann.

  • Þórður Áskell Magnússon

    Ég er svolítið hneykslaður á þér Hallur. Ekki vegna þess að ég sé ósammála þér um Árna Pál – sem ég er, mér fannst hann standa sig hörmulega. Nei ég er ekki hneykslaður út af því.

    Hvernig dettur þér í hug að vera að ráðast á fréttamann sem er bara að vinna vinnuna sína, hvernig getur þetta verið „einvígi“ milli fyrrverandi ráðherra og fréttamanns??? Ef fréttamaður á slæmann dag þá hvað? Þá eru gerðir ráðherra í lagi – hann vann kappræðuna?
    Þarna er ráðherra í sjónvarpi allra landsmanna að svara þjóðinni. Helgi Seljan er ekki aðalatriðið. Vísa Thorsteins ber þess merki að hann, og þú líka Hallur, hefur ekki grunnskilning á því um hvað þessi kastljós þáttur var. Þetta er ekki kappleikur og sá vinnur ekki sem hraðast talar, hæst eða getur „spælt“ andstæðinginn.

    Um rökfræði Árna Páls er það að segja að fullt af fólki, ég meðal annarra, töpuðum stórum fjárhæðum á lögum nr 151, 2010. Ég mun fá talverðar fjárhæðir endurgreiddar. Ég er hins vegar svo heppin að ég gat alltaf staðið í skilum. Sumir voru ekki svo heppnir, sumir urðu gjaldþrota. Ég er viss um að þeir sem í því lentu voru forviða þegar þeir hlustuðu á fyrrverandi ráðherrra.

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Í hvaða atriðum stóð ÁPÁ sig vel, jú í að yfirtala þáttastjórnandann, en var eins og trúður í tilsvörum og ég missti algjörlega trú á honum og hefur mér þó fundist hann einn af þeim heiðarlegri af þingmönnum Samfylkingarinnar.

  • Engin varð fyrir tjóni…einmitt það, talaðu við fólkið sem hefur misst allt sitt og fyrirtækin sem fóru á hausinn….bein afleiðing af þessum ólögum þessarar misheppnuðustu ríkisstjórnar frá upphafi….nú er ágætt að það sé búið að virkja Landsdóm.
    Draga þarf þetta landráðapakk fyrir dóm og dæma til fangavistar í samræmi við glæpinn.

  • Halldór Agnarsson

    Hæ hæ

    Væri ekki ráð fyrir þátt eins og kastljós að hafa innan handar 10 til 15 lausráðna spyrjendur sem kalla má inn eftir því hvaða málefni er til umfjöllunar hverju sinni?

    Það er morgunljóst að núverandi spyrlar kastljóss eru algerlega óhæfir og kannski ekki von því ekki er hægt að ætlast til að 2 til 3 aðilar séu inní öllum málum.

    Helgi hefði samt átt að lesa dóminn áður en hann fór að spyrja Árna Pál.

    Bestu kveðjur

  • Hrekkjalómur

    Mér sýnist Hallur hafa hitt naglann á höfuðið. Og sýnist að gagnrýnendur ÁPÁ hér að ofan vera mjög ósanngjarnir. Hvað hefðu þeir gert í sporum ÁPÁ? Þegar ákvörðunin um lögin var tekin var tiltekin staða í þjóðfélaginu sem verið var að leysa úr. Það varð að gera án þess að skapa áhættu fyrir ríkissjóð – sem er bannað að gera skv. lögum. Hæstiréttur bendir nú á að það að breyta vöxtum eftirá sé andstætt stjórnarskrá og þeir sem sóttu málið vinna. Áhættan í þessu tilfelli er öll bankanna, en ekki ríkissjóðs. Ef hin leiðin hefði verið farin hefði áhættan öll verið ríksins. Niðurstaðan er semsagt að ríkissjóður sleppur, lántakendur fá sitt en bankarnir greiða.

    Þetta hefur vissulega skapað óþægindi fyrir lántakendur en menn verða samta að sýna sanngirni í gagnrýni sinni á yfirvöld. Halda menn virkilega að ÁPÁ sé svo illa innrættur að hann vilji lántakendum illt?

    Hvað Helga Seljan varðar þá var hann hreinlega kjánalegur. Hlustaði ekki á viðmælenda sinn og var endurtekið að reyna að koma höggi á hann með einhverjum svívirðingum. Sama tækni var notuð á Ögmund („2.5 milljónir í laun!“) og Bjarna Ben. Hún virkar ekkert sérstaklega vel þessi tækni. Betra er að vera vel undirbúinn. skilja málið og sögu þess og rekja hana. Það er jú ekki alltaf þannig að allir hlustendur hafi söguna á hreinu.

    Hrekkjalómur

  • Sælir.
    Það sem sló mig mest í þessu viðtali var sú ræða sem Árni sagði um ríkið.

    Hann sagðist hafa gert allt svo ríkið stæði ekki uppi með skaðabótaskyldu gagnvart kröfuhöfum, en hvað með skaðabóta kröfu lántakenda sem fengu ólögleg lán, úldin hrísgrjón.

    Hann lagaði byrðarnar á heimilin að leita réttar síns. í stað þess að vernda heimilinn.

    En og aftur sýndi hann okkur fram á að ríkið er ekki við heldur er ríkið verndari elíturnar og fjármagns.

    Með kosningum erum við ekki að kjósa fólk sem hugsar um okkar hag, hag almennings, heldur erum við að kjósa fólk sem hugsar um hag ríkisins, hag þeirra sem eiga.

    2009 vonaði maður að það yrði nýtt ísland, en það er borin von meðan ríki er að vernda þá sem eiga skuldirnar gagnvart almenningi.

  • Er þetta einhver keppni?

    Einhvernvegin efast ég um að Helgi Seljan sé að taka menn í viðtal til að „taka þá niður“ eða vinna einhverja ímyndaða baráttu.

    Er ekki bara verið að spyrja af því sem fólk vill vita og heyra og ef viðkomandi hefur góðan málstað að verja að þá kemur hann vel út úr viðtalinu, ef ekki að þá hitt.

    Að gera þetta að einhverri baráttu milli viðmælenda kastljóssins og spyrla þess finnst mér hálf einkennilegt.

    kveðja
    Einar

  • Af hverju horfa allir bara til ríkisstjórnarinnar?

    Staðreyndir málsins.

    Engin tók til máls í þriðju umræðu.
    Birkir Jón Jónsson tók til máls, en þó ekki í atkvæðagreiðslu
    Bjarni Benediktsson tók aldrei til máls
    Höskuldur Þórhallsson tók aldrei til máls
    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók aldrei til máls
    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók aldrei til máls
    Margir aðrir tóku ekki til máls.

    Fyrir utan Hreyfinguna voru mjög fáir sem tóku til máls í atkvæðagreiðslu til að gera grein fyrir atkvæði sínu.

    Niðurstaðan er einföld. Þingmönnum gafst tækifæri til að tjá sig í þremur umræðum, þeim gafst tækifæri til að tjá sig í atkvæðagreiðslu og þeim gafst líka tækifæri til að greiða atkvæði gegn þessum lögum og þar með að fella þau. Þau gerðu ekkert af þessu.

    Að lokum vil ég benda á eina dapra ræðu Tryggva Þórs Herbertssonar við lokaatkvæðagreiðsluna. Hún er lýsandi fyrir hvernig þingmenn vinna taktískt í stað þess að vera málefnaleg.

    ,,En við sjálfstæðismenn getum ekki staðið að þessu máli vegna þess að frumvarpið, sem verður eflaust að lögum innan skamms, er það illa úr garði gert, það er ekki nógu vel unnið….Við munum ekki þvælast fyrir þar þannig að við munum sitja hjá.“

    Þeir vildu semsagt ekki þvælast fyrir máli sem þeir telja vera mjög illa unnið og var búið að vara við að gæti verið stjórnarskrábrot.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur