Miðvikudagur 21.03.2012 - 23:23 - 14 ummæli

Biðröð til Noregs

Einhver snillingur sagði fyrir nokkru síðan: „Fólk kýs með fótunum“.

Það eru kosningar í gangi. Ríkisstjórning er gersamlega fallin í þeim kosningum. Fólk er að kjósa með fótunum. Það kýs Noreg.

Ég hef undanfarna 3 daga verið að aðstoða norska starfsmannamiðlun við að leita eftir Íslendingum til starfa í Noregi. Við þurftum ekki að leita. Fólkið kom af sjálfsdáðum í tugatali. Stóð í biðröðum til Noregs. Fólkið er búið að kjósa með fótunum. Það er á leið úr landi – eins og fjárfestingar erlendra aðilja á Íslandi.

Ríkisstjórnin getur tímabundið tafið hrun íslensku krónunar með gjaldeyrishöftum „a la ráðstjórnarríkin“. En sem betur fer getur ríkisstjórnin ekki heft frjálsan flutning fólks – ekki einu sinni þótt Vigdís Hauks gangi í lið  með þeim 🙂

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Ó Guð – fallegt væri lífið ef allir gæti flúið þessa ógeðslegu kommúnistastjórn, sem hefur aðeins eitt markmið, útrýma frelsi og tilgangi lífsins.

    Nú horfum við fram á eitthvað það heimskulegasta og fáranlegasta moment sem hver þjóð getur „komið“ sér í. Seðlabankastjóri Fylkingarinnar hótar lífeyrissjóðum og forsætisráðherra setur allt í gíslingu með aðstoð og atbeina Svandísar.

    Steingrímur veður á súðum og frussar af frekju í allar áttir – hótar að beita fyrir sig Svavari og Indriða hvar sem hann kemur. Allt í rugli, ESB heimtar að ísland hlýði í makrílmálinu annars getum við gleymt inngöngu í gjaldþrota félag – æðislegt.

    Kosningar takk – STRAX

  • Arnar, ekki gleyma restinni af þessu liði sem er nú að skella sér í sparifötin fyrir næstu kosningar.

    VG er búið að vera, Samfylkingin er næstum án forystu, Breiðfylkingin er áttavillt með samviskubit og skömm upp á bak, Lilja Móses er með loforðafroðu, Guðmundur og Besti eru ávísun á vonbrigði, Hægri grænir með Gúnda Glæp og allt þetta lið gerir sér vonir um að þjóðin kjósi þá til að rífa upp viðkvæmasta hagkerfi vestur evrópu.

    Íslensk þjóð þarf að nýta þau tækifæri sem eru í boði, á hverjum degi renna í sjóinn mörg hundruð milljónir af óvirkjuðu vatni, af hverju eru þessum verndunarsjónarmiðum ekki ýtt til hliðar í nokkur ár og allt sem hægt er að virkja virkjað, selt úr landi eða notað hér heima fyrir álver eða helst eitthvað annað. Allaveganna virkjað.

  • Siggi Jóns.

    Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn hafa staðið eiðsvarnir frammi fyrir landsdómi og viðurkennt vanhæfni sína og einnig að hafa markvisst logið að þjóðinni.
    Svo standa fulltrúar svokallaðra hagsmunaafla og reyna að hindra allar breytingar til batnaðar.
    Það þarf engan að undra, að skynsamt fólk sem hugsar um framtíðarhagsmuni sína og barna sinna, yfirgefi landið. Annað væri heimska og ábyrgðarleysi.

  • Haraldur Ingi Haraldsson

    Hvaða starfsmannmiðlun var þetta? Getur þú sent mér upplýsingar um þá?

  • Ríkisstjórnin hefur og er að hrekja mikinn fjölda fólks úr landi.

    Fólk flýr ófrelsi, höft og kommúníska miðstýringu á öllum sviðum.

    Fólk skynjar enga von um breytingar.

  • Haukur Kristinsson

    Já, Hallur góður. Unga fólkið flytur búslóð sína til Noregs. Aðrir flytja milljónir til Luxemborgar. (Tóku 600 milljónir í arð til Lúxemborgar fyrir árið 2008. Gunnlaugur Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson græddu vel. DV ds. 21.3.2012). Varst þú nokkuð fenginn til að aðstoða þessa flokksbræður þína við „frjálsan flutning fjár“ til Lux? Af hverju fjárfesta þessir braskarar ekki hér á skerinu? Ég meina, í annað en flokksformannsembætti fyrir silfurskeiða guttanna. En engan þarf að undra að ungt fólk með fjölskyldu vilji ekki þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Svo nokkrar Sjalla- og Framsjalla klíkur geti lifað í vellystingum á mölinni fyrir sunnan.

  • Guðmundur Sigurðsson

    Sæll Hallur

    Ég gerist nús svo forvitinn líka og spyr: Hvaða starfsmannmiðlun var þetta? Getur þú sent mér upplýsingar um þá? Með fyrirfram þökk

    Guðmundur

  • Eyjólfur Kristjánsson

    Mikið á fólk bágt sem getur skrifa dellu eins og þessa:

    „Ó Guð – fallegt væri lífið ef allir gæti flúið þessa ógeðslegu kommúnistastjórn, sem hefur aðeins eitt markmið, útrýma frelsi og tilgangi lífsins. “ eða „Ríkisstjórnin hefur og er að hrekja mikinn fjölda fólks úr landi. Fólk flýr ófrelsi, höft og kommúníska miðstýringu á öllum sviðum.“

    Er fólk orðið svo heilþvegið að það trúir virkilega þessu bulli? Það má auðvitað gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir margt og mikið, en eru virkilega til einstaklingar sem ímynda sér að hér væri all í sóma og blóma, og eins og ekkert hrun hefði orðið ef það hefðu verið einhverjir aðrir í ríkisstjórn? T.d. ef silfurskeiðardrengirnir Bjarni og Sigmundur hefð verið í stjórn.

  • Björn S. Lárusson

    Farinn – til Danmerkur að vinna, kem aftur þegar óveðrinu slotar….

  • Já, ríkisstjórnin mætti örugglega gera meira – ekki er ég sérstakur stuðningsmaður hennar (þótt ég vilji halda brennuvörgum frá uppbyggingarstarfi), en því ber að halda til haga að hér varð eitt almesta efnahagshrun sem þróað hagkerfi hefur orðið fyrir á sögulegum tíma, ýkjulaust. Samtímis ríkir alvarlegasta efnahagskreppa í heiminum frá heimskreppunni 1929, alþjóðlegir fjárfesta halda að sér höndumm, neysla minnkar og bankar hika við að lána. Handan við hafið bíða hins vegar frændur okkar, ein allra ríkasta þjóð í heimi, með opinn arminn og bjóða okkur í veislu sína, því í Noregi er uppsveifla og skortur á vinnuafli, öfugt við nokkurt annað ríki á byggðu bóli. Þar eru það að auki hæstu laun í heimi, e.t.v. að Sviss undanskildu. Allur samanburður við Noreg er hlægilegur, við höfum ekkert í þá að gera, og skiptir þá engu máli hver fer með völd hér eða hvað verður gert. Það eru ekki bara Íslendingar sem sækja til Noregs, heldur öll Evrópa. Við skulum halda stjórnvöldum við efnið, þrýsta á að verkefnum sé komið af stað, höftum lyft o.fl., en að beita Noregi fyrir sig í umræðunni er fráleitt, hvernig sem á það er litið.

  • Einhvernvegin grunar mann að almenningur á Íslandi mundi helst vilja vera fylki í Noregi núna.
    Og ekkert frammundann nema áframhaldandi krónu ánauð fyrir almenning og flest í gamla einkavinafarinu..

  • Sæll væri einnig þakklát fyrir að vita hvaða miðlun þetta var.

  • Hallur Magnússon

    AM Direct

  • Hafliði G.

    Skildi þetta veri þessi „velferðarbrú“ sem Jóhanna og co. talaði um árið 2009, þ.e.a.s. velferðarbrú til Noregs?

    Nú skil ég þetta með hina „norrænu velferð“.

    Alla vegana hefur Jóhönnu og co. tekist að hrekja nær alla verklega þekkingu úr landinu með and-atvinnustefnu sinni.

    Það má ekki fara í neinar stórar verklegar framkvæmdir hér á landi segja stjórnvöld því þá:
    – fá bara karlmenn vinnu
    – gráðugir verktakar (sem flestir eru í Framsókn) græða
    – vondir útlendir kapítalistar koma með fé inn í landið
    – þetta eyðileggur landið

    Svona hugsar Norrænulausa Helferðarstjórnin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur