Færslur fyrir mars, 2012

Laugardagur 17.03 2012 - 09:15

Lýkur útgjaldaþenslu Íbúðalánasjóðs?

Nú fer að styttast í ársuppgjör Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2011. Það verður spennandi að sjá hvort nýjum stjórnendum sjóðsins tekst að koma böndum á þá gífurlegu útgjaldasprengju sem varð hjá sjóðnum eftir að Guðmundur Bjarnason hætti sem framkvæmdastjóri. Í árshlutauppgjöri Íbúðalánasjóðs vegna fyrstu 6 mánuða ársins 2011 kom í ljós að rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hafði hækkað […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 20:45

Gullkálfarnir í Landsdómi!

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fyrrum gullkálfum sem komið hafa hver á eftir öðrum fyrir Landsdóm. Af þessu tilefni langar mig að endurbirta pistil sem ég skrifaði fyrir nokkru og bar heitið  „Þegar gullinu rigndi“. Pistillinn byggir á klárum tölfræðilegum staðreyndum og sýnir hvernig gullkálfarnir settu efnahagslífið á hvolf  með glópagulli  – meðan Seðlabankinn sat hjá og […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 09:04

Seðlabankinn var hrunbankinn!

Aftur og aftur kemur fram að alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabankans eiga ekki hvað sístan þátt í efnahagsbólunni 2004 – 2006 og í hruninu 2008.  Seðlabankinn var gersamlega ráðalaus haustið 2004 þegar íslensku bankarnir sprengdu efnahagslífið með því að dæla óheftum, hundruð milljarða ófjármögnuðum fasteignatryggðum lánum inn á lánamarkaðinn. Milljörðum sem Seðlabankinn gerði bönkunum kleift að dæla inn á […]

Mánudagur 12.03 2012 - 17:19

Enn staðfest að ISK er ónýt

Enn einu sinni er það staðfest að íslenska krónan er ónýt. Nú er ríkisstjórnin að keyra í gegnum þingið frumvarp sem herðir enn á gjaldeyrishöftunum en eins og alþjóð veit gengur krónan ekki án harðra gjaldeyrishafta.

Laugardagur 10.03 2012 - 13:47

Stefán Jón gegn Ólafi Ragnari

Forsetaframboð hins ópólitíska Ólafs Ragnars Grímssonar 2012 er hápólitískt. Á meðan forsetaframboð hins hápólitíska Ólafs Ragnars Grímssonar árið  1996 var ópólitískt. Hápólitískt framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nú hefur þegar breytt stöðu forsetaembættisins. Ólafur Ragnar er strax búinn að fá ágjöf sem hefðí áður verið óhugsandi. Ágjöf sem líkur eru á að felli Ólaf Ragnar í forsetakosningunum þrátt fyrir það […]

Föstudagur 09.03 2012 - 11:15

Kampavínsliðið í KSÍ

Nú er kampavínsliðið í KSÍ búið að tryggja sér áframhaldandi veisluhöld um víða veröld með því að selja allan rétt á umfjöllun um íslenska knattspyrnu til útlendra peningamanna. Útlendu peningamennirnir selja hæstbjóðanda og taka ekki tillit til aðgengis almennings að knattpyrnuefninu. Það þýðir að börnin mín og margra annarra fara á mis við umfjöllun um sitt […]

Fimmtudagur 08.03 2012 - 19:25

Konur óhæfar í stjórnir!

Margar konur eru óhæfar til að sitja í stjórnum íslenskra fyrirtækja. En málið er að margir karlar eru líka óhæfir að sitja í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Því miður sitja margir slíkir óhæfir karlar í stjórnum íslenskra fyrirtækja en það er undantekning að óhæfar konur hafi náð svo langt að sitja í slíkum stjórnum. Margir af […]

Fimmtudagur 08.03 2012 - 10:39

Guðni Ág. á skilda afsökunarbeiðni!

Guðni Ágústsson var hafður að háði og spotti fyrir að halda því fram í janúar 2008 að efnahagsleg óveðurský væru að hrannast upp, bankarnir stefndu í vandræði og að stjórnvöld yrðu að taka í taumanna. Vitnaleiðslur í Landsdómsmálinu sýna að Guðni á skilda afsökunarbeiðni frá afar mörgum!

Þriðjudagur 06.03 2012 - 19:22

Bezta einkavinavæðingin í OR?

Einkavinavæðing í OR varð fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að falli á sínum tíma. En sú einkavinavæðing er líklega ekki sú bezta. Bezta einkavinavæðingin var líklega nýlega að fara fram í kyrrþey! Bezti og Samfó – „flokkar gagnsæjis 🙂 “  voru nefnilega að brjóta eigin góðu prinsipp með samningum í reykfylltum bakherbergjum þar sem afar dýrmætir eignarhlutar […]

Mánudagur 05.03 2012 - 21:16

Stöðvum Landsdóm strax!!!

Stöðvum Landsdóm strax!!!  Setjum hann ekki á aftur fyrr en tryggt er að frá Landsdómi sé útvarpað og sjónvarpað. Það er ólíðandi að láta afar mistæka blaðamenn – sem eiga ekki hvað sístan þátt í hruninu – túlka það sem fram fer án þessa að almenningur geti tekið hlutlæga afstöðu til þess sem fram fer. 19. […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur