Þriðjudagur 10.04.2012 - 11:47 - 40 ummæli

Framsókn Þóru Arnórsdóttur

Framsókn Þóru Arnórsdóttur sem öflugur forsetaframbjóðandi hefur verið kröftug og hröð. Staða hennar er sterk gagnvart sitjandi forseta og þá hefur hún náð öruggu forskoti á annan glæsilegan forsetaframbjóðanda – Herdísi Þorgeirsdóttur. Nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir fleiri öfluga forsetaframbjóðendur.

Það er annað athyglisvert við framsókn Þóru Arnórsdóttur. Það er sá fjöldi vina minna úr Framsóknarflokknum sem styður framboð hennar. Bæði fólk sem er í Framsóknarflokknum og fólk sem sagt hefur skilið við Framsóknarflokkinn á undanförnum misserum.

Á sama tíma er áhrifafólk úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum meðal stuðningsmanna Þóru. Líka lykilfólk úr nýju framboðunum. Það sýnir að Þóra höfðar þverpólitískt til fólks. En styrkur hennar virðist þó vera sterk höfðun til almennings ekki síst yngra fólks. Fólks sem hefur snúið baki við hefðbundinni flokkapólitík.

Mér sýnist framsókn Þóru Arnórsdóttur geta endað á Bessastöðum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (40)

  • Þóra er eflaust yndælis stúlka en HVAÐ hefur hún fram að færa?
    Get alls ekki séð að hún hafi nokkuð fram yfir þúsundir kvenna – nema þá að vera þekkt úr sjónvarpi. Hefur hún gert nokkuð sem skiptir máli fram yfir fólk á hennar aldri? Held ekki.

  • Haukur Kristinsson

    Það er engin spurning að mikill meirihluti kjósenda vill Ólaf Ragnar burt frá Bessastöðum. Það hefur að vísu ekki komið fram í skoðanakönnunum, þar sem enginn alvöru frambjóðandi var sýnilegur. Þetta hefur breyst. Þjóðin er orðin langþreytt á hégóma og stórmennskubrjálæði óheillarkrákunnar.

  • sæmundur

    En eru það ekki aðallega esb sinnaðir sem hafa verið að fylkja sér á bak við Þóru ásamt flokksvél Samfylkingar allavega var einhver kosningavél í gangi í undirskrifasöfnunni

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Höfðar Þóra ekki aðallega til fólks vegna þess að hún er fyrst og fremst manneskja?

    Svo er hún ekki með pólitísk lík í lestinni eins og sumir.

  • Sæmundur: hvað hefur ESB umsókn með framboð Þóru að gera

  • Ef bæði Framsókn og Samfylking vilja Þóru mun ég ekki kjósa hana. Aldrei.

  • Þorsteinn Ólafsson

    Hver konar ofbeldi er það að splæsa framboði Þóru svona við Framsóknarflokkinn? Er Framsókn ekki á móti ESB? Ætlar Framsóknarflokkurinn að styðja yfirlýstan ESB sinna og krata á Bessastaði? Ætlar fólk í honum að sitja þegjandi undir þessu ósvífna áróðursbragði hjá Halli?

  • Ibba Sig.

    Sæmundur, það var engin kosningavél í gangi. Fólk gat skrifað sig á lista og fékk svo tölvupóst um hvar ætti að mæta til að sækja meðmælendablöð. Það gerði ég, bara svona af því að mig langaði að taka þátt. Veit svo að það gerðu líka allir aðrir sem ég hitti þennan dag.

    Ég er ekki í Samfylkingunni og því síður hluti af kosningamaskínu hennar. Það sama á við um þá fjölmörgu aðila sem þekktir eru úr Framsóknarflokknum, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum sem tóku þátt. Svo maður tali nú ekki um alla þá sem eiga sér hvergi stað innan flokka.

  • Ég finn ekkert innihald í þessu framboði hennar.

    Kannski vegna þess að þetta embætti hefur ekkert innihald?

    Hvað með málskotsréttinn?

    Hvernig hefði hún beitt honum í fjölmiðlamálinu og Icesave I og II?

    Er ekki eðlilegt að spurt sé að þessu?

    Og að hún svari?

    Hvers vegna spyrja fjölmiðlar hana ekki um þetta?

    Kannski vegna þess að spurningarnar eru óþægilegar?

    Eða kannski vegna þess að hún vill ekki segja frá því hvernig hún hefði brugðist við?

    Ég bara finn ekkert innihald í þessu framboði.

    Sit heima.

  • Hjartanlea sammála Rósu – ekkert innihald – HVAÐ hefur hún að bjóða okkur?
    Hún verður að sverja af sér þessa flokka ætli hún í það minnsta að vera trúverðug og þá um leið segja okkur HVAÐ hún hefur fram að færa.
    Herdís fær mitt atkvæði enda með fullt fram að færa og sterk kona, sem lætur ekki vaða ofaní sig á skítugum skónum. Samfylking hefur ekkert í hana að segja og raunar ekki nokkur flokkur.

  • Ingibjörg

    Fullyrðingar sumra hér að ofan eru fráleitar.
    Framboðið hefur ekkert innihald, ég spyr á móti hvert er innihald ÓRG?

    Spurningunni um málskotsréttinn hefur Þóra svarað á FB síðu sinni: „Þetta er góð spurning. Í stjórnarskránni er ekki að finna nein viðmið um hvenær forseti eigi eða megi beita synjunarvaldinu. Það má segja að núverandi forseti hafi sett sér sín viðmið árið 2004, þegar hann ákvað að beita því í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveldisins og neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þá bárust honum tæplega 32 þúsund undirskriftir. Þær voru svo töluvert fleiri í næstu tvö skipti.

    Þetta eru hins vegar hans viðmið og þau eru ekki greypt í stein. Þetta mál snýst að miklu leyti um traust. Að þjóðin treysti því að forsetinn meti það hverju sinni hvort rétt sé að taka fram fyrir hendurnar á löggjafanum. Það er vald sem aðeins skyldi beitt í neyðartilvikum. Það er í raun ómögulegt að segja til um það fyrirfram hvenær því yrði beitt. Að gefa út um það reglur eða viðmið myndi veikja þetta vald. Þó hef ég nefnt eitt ímyndað dæmi sem væri þess eðlis að forsetinn þyrfti að nýta þennan neyðarrétt. Það snýst um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Alþingi hefur þegar ályktað að leggja skuli væntanlegan aðildarsaming fyrir þjóðina, náist samningar við sambandið. Ef svo ólíklega vildi til að Alþingi ætlaði einhvern veginn að reyna að fara framhjá því að þjóðin ætti lokaorðið um aðild að Evrópusambandinu í hreinni og beinni atkvæðagreiðslu væri komið að forsetanum að grípa inn í.

    Í grunninn snýst þetta um traust til þess sem embættinu gegnir. Sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn er það skylda forsetans að beita dómgreind sinni, samvisku og siðferðisvitund til að vera málsvari þjóðarinnar og hugsa eingöngu um hag hennar og heill.“

    Mér finnst hreint ekkert vit í því að spyrja hana um afstöðuna til Icesave – af hverju horfa menn ekki fram á veginn. Hún skýrir afstöðu sína til málskotsréttarins hér að ofan og segist muna beita honum telji hún þess þurfa.

    Svo finnst mér alveg óþarfi að fara algjörlega á taugum yfir framboðinu og heimta svör. Þau munu örugglega koma og ég er viss um að fjölmiðlar munu hafa „kjark“ til að spyrja hana og aðra frambjóðendur þegar þar að kemur.

    Ég mun styðja Þóru í kosningunum – ég þekki hana og veit að hún hefur að geyma góða og heilsteypta persónu. Persónu sem ég treysti til að hafa embætti forseta Íslands upp úr þeim pólitíska hráskinnaleik sem það virðist nú vera komið í. Það er mál að linni – áfram Þóra.

  • Ég hafði hugsað mér að kjósa Ólaf í annað sinn en eftir að hafa fylgst með þessari rógsherferð gegn henni Þóru þá hef ég ákveðið að kjósa hana í staðinn. Og mig grunar að ég verði ekki einn um að kjósa Þóru af þessari ástæðu.

  • Þessi langi þvælingur frá Þóru Arnórsdóttur um málskotsréttinn segir nákvæmlega EKKERT um hvernig hún hefði brugðist við í fjölmiðlamálinu og Icesave I og II.

    Hvers vegna má ÞJÓÐIN ekki fá svar við þessari spurningu?

    Ömurlegt að fylgjast með þessu.

  • Ingibjörg

    Rósa – af hverju er þér svona mikið í mun að vita afstöðu hennar til þessara mála.
    Eina ástæðan sem ég sé er sú að draga hana niður í drullupoll stjórnmálanna og ég ætla rétt að vona að hún muni ekki svara þessari spurningu. Það er kominn tími til að koma forsetaembættinu uppúr svaðinu og hefja það yfir dægurþras stjórnmálanna.

  • Ingibjörg.

    Þessi spurning er kjarni málsins.

    Ég vil vita hvernig Þóra hyggst nota málskotsréttinn.

    Við höfum þrjú dæmi um notkun hans.

    Því er eðlilegt að spurt sé hvort hún hefði beitt honum í þessum tilvikum.

    Það skýrir málið og myndina.

    Skilurðu?

    Eða er ekki gott að valkostir séu á hreinu og allt uppi á borðinu?

    Hvað mælir ámóti því?

    Er ekki bara best að segja satt?

    Leggja kannski grunn að Nýja Íslandi?

    Með sannsögli og heiðarleika?

    Hvernig væri það?

  • Ómar Kristjánsson

    þetta með svokallaan ,,málskotsrétt“ er jafn miki rugl og orðskrípið gefur tilefni til.

    Ef innbyggjar vilja fá að kjósa og hringla með öll mál sjálfum sér til stórtjóns og skaða – þá á það að vera inní stjórnrskrá að hægt sé að knýja fram þjóðaratkvæði samkv. ákv. skilyrðum ss. undirskift ákv. fjölda kjósenda.

    það á ekkert að vera a blanda Forseta í það. Til hvers? Forsetinn er ábyrgðarlaus samkv. stjórnskipan.

  • Mál málanna HLÝTUR að vera að væntanlegur forseti hafi EITTHVAÐ til brunns að bera annað en að vera heiðarleg og yndælis stúlka.
    Við þurfum manneskju sem þorir og tekur ekki 180 gráðu beygju og breytir þessu embætti í Ken og Barbie með börnin dæmi. Hún þarf að vera með bein í nefinu og þora – þora að taka afsöðu og þora að standa með þjóðinni. Þóra er ekki þessleg. Það er Herdís hins vegar.

    Það virðist engin sem styður Þóru geta bent á EITTHVAÐ sem hún hefur umfram aðrar „yndælar, heiðarlegar og snotrar“ konur fram að færa. Með hún getur það ekki einu sinni sjálf er fáránlegt að kjósa hana.

  • Ingólfur

    Hanna það er vissulega margir innan Samfylkingar og Framsóknar sem styðja Þóru, en það er bara vegna þess að það eru margir innan allra flokka, og margir utan flokka, sem styðja hana. Hún hefur á innan við viku náð að heilla landsmenn óháð flokkum og óháð afstöðu til ESB aðildar.

    Ef þú ætlar að finna frambjóðenda sem enginn styður innan þessarra flokka, að þá stendur þú líklega uppi með frambjóðenda sem mjög fáir styðja.

  • Rétt hjá þér Ingólfur en manneskja sem hefur ekkert áþreifanlegt að bera annað en að vera ljúf og yndæl hefur bara ekkert að gera í þetta embætti. Til þess er það allt of mikilvægt fyrir okkur.

    Hins vegar er því hvíslað að hún hafi farið fram að áeggjan áhrifamanna innan ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst.
    Við skulum sjá hvort hún ber það af sér.

    Mál málanna er bara að hún hefur EKKERT umfram það að vera yndæl, ljúf og sæt. Ef fólki finnst það nóg til að gegna þessu embætti þá auðvitað kýs það hana – ekki flókið mál.

    Má þá líka benda þeim á að þessi sem býr í Noregi hefur nákvæmlega það sama að bera – ljúfur, sætur og yndæll.

  • Ómar Kristjánsson

    Já, við skulum fá ljótan og leiðinegan mann í þetta mikilvægi embætti.

    Haha þvílík umræða.

    þetta embætti er ekki mikilvægara en það stjórnskipunarlega séð – að það er ábyrgðarlaust með öllu samkv. stjórnarskrá!

  • Já – lífið er annað hvort svart eða hvítt hjá fólki eins og Ómari. Annað hvort skal Barbie eða Mr. Ugly í þetta embætti! ekkert annað í boði ekki satt?

    Lestu stjórnaskránna betur, svo ekki sé nú talað um tillögur stjórnlaganefndarinnar.

    Annars getur forseti haft mikil áhrif þó hann eigi að vera áhrifalaus. Þú hefur kannski ekki kynnt þér neitt um embættisfærslur Ólafs?
    Ef svo væri myndir þú ekki segja að þetta embætti sé bara uppá punt og það skipti engu máli hvern eða hverja við veljum.

  • Ómar Kristjánsson

    það ert þú ,,hanna“ sem fitjaðir uppá fríðleika í sambandi við þetta embætti. Not me. þýðir ekkert að skríða í skúmaskot þegar þér er bent á fáránleikann í málflutningi ykkar öfgaþjóðrembinga.

    Samkv. þínu bjánauppleggi hlýtur að vera kostur að vera ljótur í þessu embætti! Og leiðinlegur enn betra.

    þar fyrir utan er fegurð afstæð. Innri fegurð er betri enn hin innri. það er vera með leiðinlegheitin. þið öfgaþjóðrembingar eruð td. aldrei neitt anað en boring.

  • Ómar Kristjánsson

    Edit: ,,Innri fegurð er fagurri en hin ytri“.

  • Þeir sem hér bulla og rugla um ópólitískan forseta, nýja framtíð og allt það forðast að ræða kjarna málsins.

    Forsetaembættið er pólitískt embætti.

    ÓRG breytti því illu heilli.

    Málskotsréttur verður alltaf pólitískur.

    Sé honum beitt gengur það gegn vilja meirihluta alþingis.

    Þetta hefur þrívegis gerst í ömurlegri embættistíð ÓRG.

    Því er eðlilegt að ALMENNINGUR spyrji:

    Hvað hefði Þóra Arnórsdóttir gert sem forseti í sporum ÓRG?

    ÞJÓÐIN sem kýs forsetann á rétt á svari.

    En þetta stórmál forðast frambjóðandinn og hjörðin sem safnast hefur í kringum hann.

    Kannski ætlar hin ÓPÓLITÍSKA Þóra að hafna málskotsréttinum og túlkun ÓRG á stjórnarskránni?

    Þá mun ég kjósa hana.

    En ekki fyrrr en hún SKÝRIR mál sitt fyrir ÞJÓÐINNI.

  • Ómar Kristjánsson

    það er búið að svara þessu. þessum ,,málskotsrétti“ verður beitt af hvaða forseta sem er í framhaldinu að öllu óbreittu. það segir sig sjálft og alir sammála um það.

    það sem þjóðin hérna þarf að ákveða er, hvernig hún ætar að hafa þetta. Hvað þarf margar undirskriftir o.s.frv. og hvort yfirleitt þurfi að blanda forseta inní málið.

    þessi þjóð þarf að ákveða hvort hún vilji fara að greiða atkvæði um öll mál sjálfri sér til stórtjóns og skaða.

    það er umræða sem er beisiklí alveg fyrir utan þetta forsetaembætti.

  • Ingólfur

    Hanna kíkjum aðeins á þetta EKKERT sem þú talar um:
    Þóra er hámenntuð m.a. í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði. Nógu dugleg til þess að byggja upp fjölskyldu á meðan hún hefur sinnt mjög kröfuhörðu starfi nógu vel til þess að fá edduna tvesvar held ég.

    Hún tala fjölmörg túngumál og þekkir landið okkar betur en margur landinn.

    Þegar kemur að forsetaembættinu hefur hún sjálf talað um sína sýn á það og hefur líka svarað greiðlega spurningum fólks um einstök atriði. Það er ef fólk spyr hana í stað þess að hvísla uppspunnar gróusögur út í bæ.

    Fyrir utan þetta að þá hefur hún kjörþokka, þ.e.a.s. fólki líkar vel við hana og treystir henni. En það er líklega það sem þú kallar „að vera yndæl, ljúf og sæt“. Ég mundi alls ekki vanmeta þann kost vegna þess að forseti þarf líka að sameina þjóðina, sérstaklega miðað við ástandið í dag.

  • Ekki EIN manneskja hefur stigið fram hér á blogginu eða öðrum bloggum og getað bent á HVAÐ Þóra hefur fram að færa.
    EKKI ein manneskja !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Meir að segja á faccebook segir fólk bara að hún sé svo yndæl, sæt, venjuleg, og bara af því bara!

    Ekki ein einasta ástæða sem skiptir máli – bráðskondið í raun og sýnir bara hvað við Íslendingar viljum hafa allt slétt og felt á yfirborðinu þó ekkert búi að baki.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Er dálítið hissa á þessum ofsafengnu viðbrögðum margra við framboði Þóru Arnórsdóttur, við hvað er fólk svona hrætt? Hér hafa verið fimm forsetar síðan lýðveldi var stofnað árið 1944, allir verið þjóð sinni til sóma og staðið sig vel í embætti. En, þeir hafa samt sem áður verið afskaplega ólíkar persónur með ólíkan bakgrunn. Þrír voru stjórnmálamenn, einn var fræðimaður og einn kom úr leikhúsheiminum. Bæði fræðimaðurinn og leikhússtjórinn voru líka þekktir úr fjölmiðlum. Held að ekki sé hallað á neinn þó að ég fullyrði að þessir tveir hafi verið vinsælustu forsetarnir meðal þjóðarinnar. Það að Þóra hafi aðallega vakið athygli sem fjölmiðlakona dregur alls ekki úr verðleikum hennar og hæfni til að gegna hlutverki forseta Íslands nema síður sé. Ég held að hún myndi einmitt gegna því með miklum sóma. Þó að ég hafi kosið Ólaf Ragnar árið 1996 hef ég þá skoðun að fjögur kjörtímabil séu feykinóg fyrir hvaða forseta sem er.

  • Jóhann Einarsson

    Það er ansi áhugavet að sjá viðbrögðin við framboði Þóru. Það er ekki liðin vika frá því hún tilkynnti framboð. Hví ekki að bíða og sjá hvað hún hefur að segja og hvað hún hefur fram að færa áður en byrjað er á sleggjudómum?

  • jónas einarsson

    Hanna ef þú hefur eitthvað fylgst með þá ættir þú að vita að Þóra er velmenntuð og margtyngd manneskja.
    Ef þú ert ekki ánægð með hana Þóru Arnórsdóttur þá einfaldlega lætur þú annan frambjóðanda fá þitt atkvæði.
    Flókið?

  • Leifur A. Benediktsson

    Hönnu og Rósu dreymir um átakastjórnmál.

    Blautum Kaldastríðsdraumum þeirra fer senn að ljúka,er ÓRG verður flengdur í kosningunum í sumar.

    Þóru á Bessastaði, Ólaf Ragnar í Mosó.

  • Ég sendi hér inn svar við bullinu í Rósu en það er enn óbirt. Hvað er það?

  • Alla vega, hér er svar Þóru varðandi þjóðaratkvæði um ESB, birt á FB síðu hennar:

    „Alþingi samþykkti árið 2009 að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Viðræður hafa staðið yfir síðustu ár og ef samningar nást og nefndin kemur heim með aðildarsamning, þá afgreiðir Alþingi hann fyrst frá sér og leggur hann síðan í þjóðaratkvæði. Forsetinn hefur því engin áhrif á þá framvindu. Það sem ég hef sagt er að ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum dytti í alvörunni í hug að reyna að fara framhjá því að þjóðin eigi lokaorðið í algerlega hreinni og beinni atkvæðagreiðslu (þ.e. bara já eða nei), þá væri það dæmi um neyðartilvik þar sem forsetinn grípur inn í. Þannig að ég get fullyrt að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um mögulega inngöngu Íslands í ESB.“

  • Vandinn við þína spádóma Hallur minn er líklega sá hve sjaldan þeir rætast. Sem betur fer kunna einhverjir meira að segja að segja. Ætli við spyrjum ekki einhvern annann trúverðugri „sérfræðing“ 🙂

  • Ragnar S Rögnvaldsson

    Hallur ég hef á undann fornum dogum verið að tala við mikið að ungu fólki sem bæði er flokksbundið (í alla flokka) og svo utann flokka ég sé því miður ekki betur en svo að það verður mikið af eldra fólki sem mun kjósa Þóru sem annars er mjög frambærilegur frambjóðandi því flest allir eða svona 8 af 10 sem ég talaði við sögðu að hun væri ekki manneskja sem þau myndu treista til að standa með þjóðinni þegar uppi væri staðið

    Ég tel reyndar Þóru vera góðann og skemmtilegann fultrúa Evrópukrata en það er annað mál 😉

  • Örn Úlfar Sævarsson

    Mér sýnist að þeir sem þekki Þóru minnst dæmi hana harðast – rétt eins og það eigi að kjósa á morgun. Nú eru hins vegar um 11 vikur þar til gengið verður að kjörborðinu og það verður spennandi að fylgjast með hvernig frambjóðendur kynna sig – ekki síst þessi sem nú situr í embættinu. Þóra hefur farið vel af stað, það er greinilega kunnáttufólk í hennar herbúðum og fagmannlega að verki staðið. Framhaldið verður spennandi.

  • Eygló Aradóttir

    „tekur ekki 180 gráðu beygju og breytir þessu embætti í Ken og Barbie með börnin dæmi“ Hm. Hvað gerði ÓRG ef ekki einmitt þetta?

  • Miðað við það sem maður les hér hafa þeir sem sögðu nei við síðasta Icesave ekki enn gert sér grein fyrir mistökum sínum.

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Rósa o.fl.

    Það er tilgangslaust að spyrja forsetaframbjóðendur að því hvað þeir HEFÐU GERT í sporum ÓRG, t.d. í sambandi við fjölmiðlafrumvarpið eða Icesave.

    Það er vegna þess að þetta er liðin tíð, afleiðingarnar eru komnar fram (og sitt sýnist hverjum um þær). Frambjóðendum væri í lófa lagið að taka mið af afleiðingunum í svörum sínum. Þannig að það væri nákvæmlega ekkert að marka það sem þeir segðu!

    Það er ekki réttlátt að krefja frambjóðendur um þessi svör. Enginn þeirra GETUR sett sig í spor ÓRG á þessum tímapunktum, það er bara ekki mannlega hægt.

  • Ef Icesave deilan hefði aldrei orðið ætti ÓRG engan möguleika, það eitt segir manni að hanns tími er liðinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur