Mánudagur 16.04.2012 - 07:53 - Rita ummæli

10 milljarða lýtaaðgerð!

Það stefnir í 10 milljarða bruðl íslenska ríkisins en svo virðist sem fjármálaráðuneytið ætli að veita fjármagni sem nemur kostnaði við Norðfjarðargöng í óþarfa lýtaaðgerð á Íbúðalánasjóði. Það sorglegasta er að engin haldbær rök hafa komið fram sem styðja þetta rugl.

Það er engin ástæða til að bæta krónu við eigið fé Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði. Núverandi 2,3% CAD hlutfall er alveg glimrandi gott og er í takt við það sem sérfræðingar Deutsche Bank töldu hæfilegt fyrir ríkistryggðan sjóð þegar breytingar voru gerðar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins árið 2004. Fyrir þann tíma voru engar kröfur um eigið fé Íbúðalánasjóðs.

Ástæða þess að núverandi reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs sem einfalt er að breyta gerir ráð fyrir 5 í CAD var varúðarráðstöfun fjármálaráðuneytis sem vildi með því koma í veg fyrir að RÍKISSJÓÐUR ÞYRFTI AÐ LEGGJA SJÓÐNUM TIL FÉ!!!!

… og ekki gleyma að það er MARKMIÐ ekki skylda.

Það er engin sérstök ástæða til að CAD hlutfall ríkistryggðs Íbúðalánasjóðs sé 5% hvað þá hærra. Allra síst ef það á að færa dýrmætt fé úr ríkissjóði sem annars hefði verið unnt að nota í eitthvað annað. Eins og td. Norðfjarðargöng eða heilbrigðiskerfið.  Nema stefna ríkissjóðs sé að einkavæða Íbúðalánasjóð í kjölfar fjárframlags. En þá þarf CAD hlutfallið að fara yfir 8.

Ef marka má svar fjármálaráðuenytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, þá  ætlar ríkisstjórnin ekki að fara einföldu og eðlilegu leiðina og gera breytingar á reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóði og breyta langtímamarkmiði sjóðsins um CAD hlutfall úr 5 í 3. 

Nei frekar skal dæla nýjum 10 milljörðum inn í sjóðinn í lýtaaðgerð bara til að uppfylla óþarflega hátt markmið í reglugerð – markmið sem sett var tvöfalt hærra en færustu sérfræðingar Deutsche Bank töldu hæfilegt árið 2004 –   markmið sem á sínum tíma var einungis til þess að koma í veg fyrir að ríkissjóður þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til fé!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur