Miðvikudagur 08.08.2012 - 13:30 - 3 ummæli

Að kyrkja kýr

Sú árátta stjórnvalda að kyrkja allar mjólkurkýr Íslands nálgast blæti. Nú á að þrengja að ferðaþjónustunni með grófri hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Hækkunin – ef af verður – mun annars vegar lækka heildartekjur Íslands af ferðaþjónustu og hins vegar hækka vertryggð langtímalán fjölskyldnanna í landinu.

Hvernig væri að ríkisstjórnin einbeiti sér að auka tekjur íslenska ríkisins með því að stuðla að heildartekjuaukningu atvinnugreina sem skilar sér til ríkisins, atvinnulífs og almennings – í stað endalausrar skattpíningar – sem mögulega en ekki örugglega eykur tekjur ríkisins en dregur úr tekjum fyrirtækja og almennings?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Benedikt

    Að láta sér detta eitthvað nýtt og frumlegt í hug er vinna.
    Skattur er einfaldur og einstaklingur þarf ekki að leggja á sig mikla vinnu að finna upp nýjan skatt.

    Það má því segja að leti sé ástæðan fyrir þessum skatti.

    Allir vita að við verðum að selja verðmætari vörur úr landi en þau aðföng sem við flytjum inn til að vinna vörunar. Það er eina leiðinn úr kreppunni.

    En það krefst mikilar vinnu af einstaklingum að koma upp verðmætasköpun, ríkistjórnin á ekki að finna upp verðmæta sköpun, en hún leggur marga steina í götu þeirra sem reyna.

    Ferðalöngum hefur fjölgað svo letihaugnum dettur í hug að skattleggja ferðalangin meira til að þurfa ekki að finna aðrar leiðir sem gætu skilað meiri verðmætum.

    Þetta er allt = leti+haugar.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Þetta er eina aðferðin sem vinstriflokkarnir kunna til að búa til peninga, þ.e. að skattleggja meira og finna upp nýja skatta.

    Núverandi stjórnarflokkar eru í stríði við atvinnulífið og vilja því refsa öllum þeim fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaði með því að skattleggja þessi fyrirtæki meira en góðu hófi gegnir.

  • Það sitja tómir landráðamenn í ríkisstjórn Íslands og hafa gert í 30 ár – við hverju búist þið? Allt er annað hvort arðrænt eða kæft – fer eftir ríkisstjórn hverju sinni. Það ætti að reka þetta fólk úr landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur