Miðvikudagur 05.09.2012 - 06:33 - 2 ummæli

Íhaldsstrákarnir óttast Hönnu Birnu!

Strákagengið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins óttast greinilega Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem gæti ef hún vildi rúllað upp prófkjöri í Reykjavík og tekið fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Það er hin rökrétta skýring á því að þingflokkurinn kasti duglegri konu sem þingflokksformanni og geri umdeildan fyrrum bankastrák og hrunliða að formanni þingflokks.

Það virðist reyndar vera að myndast óttabandalag innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins leitt af Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Óttabandalag sem hangir saman á óttanum við Hönnu Birnu og sameinar strákana sem fyrrum áttu í átökum.

Það er nefnilega pólitískt lífsspursmál fyrir strákagengið að halda Hönnu Birnu frá leiðtogasætinu í Reykjavík. Ekki síst er það pólitískt lífsspursmál fyrir Bjarna Benediktsson því það er ljóst að Hanna Birna í leiðtogasæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun verða dagleg ógn við leiðtogahlutverk Bjarna Benediktssonar. Hlutverk sem hann leikur reyndar frekar ósannfærandi þessi annars ágæti og geðþekki drengur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sverrir Hjaltason

    Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn vilji bæta ímynd sína með þessum gerningi í aðdraganda kosninga. Framganga Ragnheiðar Elínar og Gunnars Braga í embættum sínum hefur verið umdeild vægast sagt. Þar vísast m.a. til skipulags málþófs í því skyni að hindra eðlileg þingstörf. Virðing Alþingis hefur sett ofan vegna þeirra vinnubragða þó margt fleira hafi komið til. Er þetta ekki líklegri skýring en fram kemur að ofan?

  • Sigurjón

    Augljóslega eru menn byrjaðir að flétta sitthvað fyrir prófkjör.

    En Sjallar eru mjög sundruð hjörð. Það togast á frjálslynd öfl og svo mjög patríótísk. Bjarni Ben og Illugi eru í raun í frjálslynda arminum ásamt Hönnu Birnu en þingmenn Suðurkjördæmis í hinum patríótíska. Þó skiptast málsmetendur Engeyinga í Reykjavík á báða arma (sbr. Björn Bjarna og Benedikt Jóhannesson.) Og á fjósbitanum situr Davíð Oddsson og hefur haft mikil áhrif á haturspólitík þingflokksins á liðnum vetri.

    En mikið á enn eftir að gerast áður en þessar línur skýrast og í ljós kemur hver endar í bandalagi með hverjum í prófkjöri.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur