Laugardagur 15.09.2012 - 10:05 - 1 ummæli

Gutti stimplar sig út!

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur að líkindum stimplað sig út úr baráttunni um að verða næsti formaður Samfylkingarinnar með dýrustu launahækkun ársins.  Launahækkun forstjóra LSH sem slík skiptir ekki sköpum fyrir fjárhag ríkisspítalana. En afleiðingar launahækkunarinnar munu  meðal annars verða verulegt fjárhagslegt tjón í rekstri LSH .

Starfsfólk LSH hefur á undanförnum misserum af miklum faglegum metnaði staðið ótrúlega saman í að reka hágæða heibrigðisþjónustu í blóðugum niðurskurði. Starfsálag hefur aukist verulega, starfsumhverfi hrakað og tækjabúnaður oft rekinn á lyginni einni. Nú var svo komið að ekki er unnt að ganga lengra í niðurskurði og vanrækslu á endurnýjun tækja án stórslysa.

Þrátt fyrir þá stöðu hefur starfsfólk LSH staðið sína plikt og rúmlega það. Það stefndi í að starfsfólkið héldi áfram fórnfúsu starfi sínu næstu misserin þrátt fyrir þrengingarnar.

En nú er ævintýrið búið. Gutti velferðarráðherra rústaði vinnumóral á LSH með vanhugsaðri launahækkun. Starfsfólk LSH hefur ekki lengur geð á því að fórna sér nú þegar forystusauðurinn er genginn úr takti við annað starfsfólk ríkisspítalana. Það mun verða LSH  dýrt.

Og að líkindum verða til þess að Gutti getur gleymt frama sínum í forystu Samfylkingarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Fannar Hjálmarsson

    stóra spurningin er hvort að Ólína muni geta skákað honum úr 1. sætinu í NV kjördæmi. Eins og staðan er í dag í því kjördæmi getur Samfó aðeins verið öruggt með eitt sæti enda bara 7+1 uppbótar þingsæti í boði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur