Fimmtudagur 20.09.2012 - 14:53 - 2 ummæli

Vilja ójafnrétti til náms!

Það er athyglisvert hversu mikinn stuðning LÍN fær til að ganga fjárhagslega í skrokk á gamalmennum sem jafnvel fyrir áratugum gengust í ábyrgð fyrir námslánum barna sinna ef marka má athugasemdir við pistil minn „Aðför LÍN að öldruðum“.  Það þykir sjálfsagt að „félagslegur“ lánasjóður sem á að tryggja jafnrétti til náms skuli koma tekjulitlum gamalmennum fyrir fjárhagslegan ættarstapa nú í kjölfar mesta efnahagshruns þjóðarinnar.

Tökum dæmi:

„Það skiptir engu máli hvort um er að ræða konu eða gamla konu eða hvað annað. Ef viðkomandi er sannarlega í ábyrgð fyrir skuldinni þá á að innheimta hana og ef þurfa þykir ganga að eignum.“

Þessi harka er áhyggjuefni.

Auðvitað á meginregla í fjármálum að veta sú að hafi einstaklingur gengist í ábyrgðir þá skuli hann standa við þær.

En í tilfelli námslána LÍN er málið ekki svo einfalt. Annars vegar var um að ræða skuldbindingar ábyrgðaraðilja sem voru algerlega ótímabundnar vegna eðlis endurgreiðslu námslána. Slíkar ótímabundnar skuldbindingar sem geta staðið til áratuga eru ósiðlegar og opinberum aðiljum ekki sæmandi að standa fyrir.

Hins vegar er og var um að ræða þvingað val.  Þau ungmenni sem ekki áttu því betur stæða foreldra áttu ekki kost á háskólanámi nema með tilstuðlan námslánanna. Foreldra þeirra ungmenna höfðu því val um það að börnin þeirra fengju ekki notið menntunnar vegna fjárskorts og þar af leiðir nánast dæmd til að verða undir í lífsbaráttunni – eða að gangast í áratuga ábyrgðir til að tryggja framtíð barnanna sinna.

Gegnum tíðina hafa flestir getað greitt námslán sín til baka á skemmri eða lengri tíma þannig það reyndi ekki á ábyrgðir aldraðra foreldra. En það efnahagshrun sem Ísland gekk í gegnum árið 2008 var ekki eðlilegt ástand. Það var í raun „force major“ ástand. Efnahagshrunið varð til þess að ákveðinn hluti þeirra sem áður gátu staðið í skilum með námslánin sín gátu það ekki langur.

Í eðlilegu samfélagi hefðu verið tekið tillit til þess og ekki gengið að ábyrgðarmönnum námslána.

Þeir sem vilja sýna fulla hörku eru talsmenn ójafnréttis til náms.  Þeir telja greinilega að börn hinn ríku eigi að hafa enn meira forskot til framhaldsmenntunar en börn hinna sem lægri tekjurnar hafa.  Það viðhorf er hreinlega siðferðislega rant.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anna María Sverrisdóttir

    Núna lánar Lín þeim sem eru á vanskilaskrá ef það er einhver sem ábyrgist lánið. það er í sjálfu sér gott mál. Betra en áður allavega og gefur því fólki möguleika sem annars hefur enga. það er svo aftur annað mál að meðan ábyrgðardæmið var í gildi (og er enn að hluta til) tók fólk þettta einfaldlega á sig einsog aðrar ábyrgðarskuldbindinar burtséð frá aldri. Ég veit ekki hvernig á að hafa þetta meðan við tökum ekki bara af skarið og breytum kerfinu og gerum það að styrkjakerfi í stað lánakerfis. Ég gæti trúað að það breytti litlu um stöðu Lín þar sem svo lítill hluti námslána innheimtist hvort sem er, bara vegna dauðsfalla og annarra orsaka.

  • Kári Geir

    Þú ert svo málefnalegur og háttvís Hallur, haltu þínu striki og þér mun ganga vel í lífinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur