Færslur fyrir október, 2012

Fimmtudagur 18.10 2012 - 17:20

Nær 30% forskot Árna Páls

Árni Páll Árnason er með 28% meira fylgi meðal þjóðarinnar til að verða formaður Samfylkingarinnar en keppinautar hans. Næstur honum er hinn geðþekki Guðbjartur Hannesson og fast á hæla honum hin knáa Katrín Júlíusdóttir. Allt flott fólk! Þetta er eitt af því merkilega við niðurstöðu skoðanakönnunar MMR og Viðskiptablaðsins um hvern þjóðin vill fá sem formann Samfylkingarinnnar þegar Jóhanna Sigurðardóttir […]

Miðvikudagur 17.10 2012 - 10:01

Svíður undan Talsmanni neytenda?

Talsmaður neytenda er eins manns skrifstofa.  Reyndar hefur Talsmaðurinn verið í krafti embættis síns mun meira áberandi í hagsmunamálum neytenda en 14 manna Neytendastofa.  Þá er ég ekki að gera lítið úr Neytendastofu. Hún vinnur eflaust mikið og þarft verk þótt neytendur taki ekki sérstaklega eftir því. Mér hefur þótt með ólíkindum hversu miklu þetta […]

Mánudagur 08.10 2012 - 14:43

Mikilvægt val Samfylkingarfólks

Samfylkingin hefur val.  Val um að verða breið fjöldahreyfing til framtíðar eða lítill vinstriflokkur sem þess vegna getur gengið inn í flokksbrotaflokkinn VG.  Átök um hvora leiðina skal fara eru hafin. Þau átök endurspeglast hjá Stefáni Ólafssyni sem reynir í Eyjupistli sínum að gera talsmann breiðfylkingarleiðarinnar tortryggilegan. Stefán vill greinilega fara vinstri leiðina. Líkt og Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi […]

Föstudagur 05.10 2012 - 10:48

Höft veita pólitísk völd

Höftum og einangrunarstefnu fylgja völd. Pólitísk völd. Gæti það verið skýringin á því að margir stjórnmálamenn sem ættu að vita betur vilja ríghalda í íslensku krónuna sem ekki getur þrifist án óheilbrigðra gjaldeyrishafta?

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur