Föstudagur 09.11.2012 - 07:15 - 7 ummæli

Siðlaus Samfylkingarforysta?

Það er hætt við að það hefði hvinið í forystu Samfylkingarinnar ef Framsóknarflokkurinn hefði  ákveðið að spandera milljörðum úr ríkissjóði til að styrkja stöðu fjármálaráðherra  Framsóknar sem handgenginn væri fráfarandi flokksforystu korter fyrir prófkjör og hálftíma fyrir kosningarr

„Spilling! Siðleysi!  Óábyrg fjármálastjórn!“

Minnir að ég hafi heyrt slíkar upphrópanir frá Samfylkingarforystunni í garð Framsóknarflokksins af minna tilefni gegnum tíðina.

„Flokkseigendafélag að misnota almannafé til að tryggja krónprinsessuna í sessi!“

Upphrópun í þá áttina hefði verið líkleg ef Samfylkingin væri að horfa upp á flokksforystu Framsóknarflokksins grípa eins  gróflega inn í prófkjör og formannskjör  eins og flokksforysta Samfylkingarinnar gerir nú.

„Á blaðamannafundi í morgun kynntu fjármála- og efnahagsráðherra og varaformenn stjórnarflokkanna verkefni fyrir rúma sex milljarða króna sem fá viðbótarfjármagn á fjárlögum til að skapa störf og efla fjárfestingu og vaxandi atvinnugreinar“  las ég um blaðamannafund sem haldinn var í morgunn.

Hvað hefði  skinheilög forysta Samfylkingarinnar sagt um Framsóknarflokkinn ef fráfarandi forysta Framsóknarflokksins hefði  ákveðið að setja upp 6,5 milljarða flugeldasýningu kring um krónprinsessu sína á baráttu gegn öðrum góðum og gegnum flokksmanni?

Já, og hvað hefði núverandi flokksforysta Samfylkingarinnar og málpípur hennar sagt ef flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefði lagt Framsóknarflokknum lið í slíkri baráttu?

Því það er engin launung að Steingrímur J. Sigfússon er  á fullu með Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna að fella Árna Pál Árnason í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi – og þar með að koma í veg fyrir að Árni Páll verði formaður Samfylkingarinnar.

Það er ástæða þess að varaformaður VG og varaformaður Samfylkingarinnar eru sendir í klapplið fjármálaráðherra á blaðamannafundi rétt fyrir prófkjör. Því hin geðþekka Katrín Júlíusdóttir er krónprinsessa Jóhönnu og Steingríms J.

… og til að bíta úr nálinni er það ekki varaformaðurinn sem sendur er í Kastljós til að svara spurningum – því það er ekki gott ef fjármálaráðherrann fengi erfiðar spurningar um stóraukin útgjöld ríkissjóðs – korter fyrir prófkjör.  Því það er ekki alveg víst að allir kaupi ljómann af kosningaframlagi úr ríkissjóðsi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Sverrir Hjaltason

    Ertu að bera aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka atvinnu, styrkja samgöngur o.fl. saman við einkavinavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bönkum og fleiru? Á hún kannski að sitja með hendur í skauti af því að verið sé að velja fólk á framboðslista? Þetta er ljóta steypan hjá þér svo vægt sé til orða tekið.

  • Ég er nú einn af þeim síðustu sem hæla myndu Framsóknarflokknum þess vegna finnst mér þetta algjört hneyskli. Það er verið að blóðmjólka ákveðnar óvinsælar atvinnugreinar til að moka í blöndu af gæluverkefnum og atkvæðaveiðar.

  • Starkaður

    Hvað sem mönnum finnst um Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, almennt; þá er þetta hárrétt greining hjá Halli. Og sannari varð hún þegar Katrín spilaði því út í fréttum gærkvöldsins að þetta væri allt saman tilviljun. Hægri kratar Samfylkingarinnar munu enn og aftur þurfa að lúta í gras fyrir vinstri arminum. Stjórnmálamenn nota almannafé til að kaupa sér vinsældir, það er gömul saga og ný, en til að kaupa sér innanhússáhrif, það er nýlunda. En samt svo skelfilega lýsandi fyrir þankagang hluta Samfylkingarinnar; ekkert jafnast á við annarra manna fé. Sem leiðir okkur að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu, sem var svo vinsæl austar í álfunni á sínum tíma; FLOKKURINN FYRST FÓLKIÐ SVO. Annað var það þó sem vakti athygli í fréttum gærdagsins; það var þegar menn fóru að þakka Guðmundi Steingrímssyni fyrir sína „grænu tillögur“ í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Nú þegar harmonikkuleikarinn af Arnarnesinu mælist með 5 menn má ljóst vera að Samfylkingarmenn hugsa honum þegjandi þörfina, enda er hann að rífa þingsætin undan þeim. Og enn athyglisverðara er það að Samfylkingarmenn skuli treysta Guðmundi betur en sínum eigin fólki. Fór því ekki illa á því að fóstbróðir hans, Dagur B. Eggertsson, (hann er sá maður sem talar mest en segir minnst) skuli hafa verið fengin til að kynna bræðingin í RÚV.

  • Þetta er hárrétt hjá Halli.

    Enn og aftur sannast að þeir æpa hæst um spillunguna sem ekki eru í aðstöðu til að njóta hennar sjálfir.

    Og svo þegar tækifærið gefst er hvergi gefið eftir.

    Þetta er ógeðslegt og sjúkt.

    Hver hefur geð í sér til að styðja svona fólk?

  • Málið er að þegar stjórnmálaflokkar fara úr stjórn i stjórnarandstöðu og öfugt þá skiptast þeir á skoðunum og gjörðum.

  • Vandamálið í íslenskum stjórnmálum er líklega fjórflokkurinn, eða eru enn uppi hugmyndir og jafnvel væntingar um annað? Og af þessum fjórum flokkum er Árni Páll líklega í röngum flokki og á rangri hyllu, nema það fattast ekki vegna þess hversu líkir þeir eru og síst hann sjálfur.

  • Garðar Garðarsson

    Hallur þessar framkvæmdir voru kynntar í maí á þessu ári í Iðnó og þá var enginn að hugsa um prófkjör, og þessi kynning nú er ítarlegri og með tímaáætlanir og var einfaldlega að klárast eftir langt ferli og fjármagn hefur nú verið tryggt. Katrín Júlíusdóttir kemur inn í þetta í lokin og kynnir þetta sem fjármálaráðherra ásamt öðrum og það er það sem fer í taugar þínar vegna þess að þú styður Árna Pál í prófkjöri. Að undirbúningi og tillögum hafa komið þingmenn sem ekki eru í ríkisstjórnarflokkunum, t.d. Guðmundur Steingrímsson, þannig að um tillögurnar hefur verið breið sátt.
    Hver er nákvæmlega spillingin?
    Var það líka spilling þegar þetta var fyrst kynnt í maí? Og mótmæltir þú þá?

    Tökum þessar tillögur efnislega. Er einhverjar framkvæmdir eða uppbygging þarna sem þú ert ósáttur við? Og þá hvað?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur