Laugardagur 08.12.2012 - 09:09 - 3 ummæli

9% raunvextir Jóhönnu!

 Eru menn búnir að gleyma að raunvextir húsnæðislána í húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur voru allt að 9%!  Já, 9%vextir UMFRAM VERÐBÓLGU!!!  Algengasta vaxtastig í húsbréfakerfinu var á milli 6% og 7% raunvextir UMFRAM VERÐBÓLGU!

Ef hugmyndir Gylfa  Arnbjörnssonar forseta ASÍ og fulltrúa hans á Alþingi – Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur – ganga eftir mun raunvaxtastig á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs hækka verulega.  Það er óumflýjanlegt. 

Skötuhjúin átta sig greinilega ekki á því að danska húsbréfakerfið byggir á því að hver húsbréfaflokkur er gríðarstór og danska krónan er tengd evru.  Íslensku húsbréfaflokkarnir voru allt of litlir og íslenski gjaldmiðillinn ónýtur.

Upptaka „danska kerfisins“ á Íslandi mun hafa þær afleiðingar að raunvextir húsnæðislána munu óumflýjanlega hækka verulega! 

Menn benda nú á lága óverðtryggða vexti íslenska bankakerfisins.  Menn gleyma því að núverandi vaxtastig byggir á ófjármögnuðum, niðurgreiddum lánum bankakerfisins.  Nákvæmlega eins og var þegar bankakerfið setti íslenskt efnahagslíf á hausinn með ófjármögnuðum, óheftum, niðurgreiffum og ólöglegum fasteignalánum haustið 2004.

Núverandi vaxtastig bankanna á óverðtryggðum lánum mun hækka verulega á næstu misserum. Nema bankarnir ætli að fara á hausinn – aftur.

Hafa menn ekkert lært?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Hlynur Jörundsson

    Hafa menn ekkert lært ? spyrð þú.

    Stupid question !

    Sérðu nokkur merki þess menn læri af reynslunni ?

  • Gleymið því ekki svo voru afföll þegar maður seldi bréfin, sem maður varð að gera til að fá peninginn og borga bankanum!!
    OG alls ekki má gleyma að hætt var m.a. við þetta kerfi því útlendingar voru að kaupa bréfin og voru erlendir sjóðir allt í einu orðnir stóreigendur með kröfur á íslenska ríkið.
    Þetta kerfi var ALGERT rugl en þótti kannski slarkfært því það var ekkert kerfi áur – nema víxlar og bankavinabönd.

  • Ef bankar mæla með og bjoða upp á óvertryggð lán, í stað verðtryggðra lána, þá hlýtur það að vera til þess að „stækka efnahag“ bankanna, en ekki tryggja hag viðskiptavinanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur