Fimmtudagur 10.01.2013 - 07:34 - Rita ummæli

Svört leiga í sókn

Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir svarta leigu. Á meðan skattur á leigutekjur voru hóflegar þá var það allra hagur að þinglýsa leigusamningi. Nú munar leigusala um þá fjárhæð sem fer í skatt af leigutekjum. Auk þess sem leigutekjurnar geta haft áhrif á tekjuskattsþrep viðkomandi og hækkað skattaálögur hans þess vegna.

Því kemur ekki á óvart að þinglýstum leigusamningum hafi fækkað um 9% á síðasta ári. Það er ekki vegna þess að leigumarkaðurinn er að skreppa saman eins og Morgunkorn Íslandsbanka virðist halda fram ef marka má frétt á visir.is. Það er vegna þess að útleiga húsnæðis er í sífelldu mæli orðin svört.

Eins og vinna margra iðnaðarmanna – en hefðbundin svört vinna þeirra var nánast úr sögunni – fyrir tíma þessarar ríkisstjórnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur