Föstudagur 11.01.2013 - 18:05 - 10 ummæli

Leyfum fjölkvæni og fjölgiftingu!

Ef einhver karl eða kona er svo vitlaus að vilja kvænast eða giftast fleiri ein einum aðilja af hverju í ósköpunum ættum við að banna slíkt?

Persónulega finnst mér alveg nóg að eiga eina konu – og miðað við hvað ég get eflaust verið erfiður í sambúð á stundum þá geri ég ráð fyrir að konan mín hafi alveg nóg með mig.

En það er ekki málið. Málið er að ef fólk vill búa í „polygamy“ þá er engin ástæða fyrir okkur sem samfélag að  banna það.  Hvað þá að draga fólk fyrir dóm fyrir slíkt.

Úrlausnarefnið er að finna lausn á því hvernig réttindi fólks í slíkum hjónaböndum eru útfærð þannig það gangi ekki gegn jafnræði fólks í hefðbundinni sambúð.

Ekki það að í íslensku samfélagi er fólki stundum refsað fyrir að ganga í hjónaband og eignast börn innan þess – en látum það liggja milli hluta.

Ég er að ræða um hjónaband sem borgaralega stofnun – ekki trúarlega.  Ef fólk er raunverulega kristið og vill fylgja kristinni trúarkenningu þá fer hjónavígsla þess fram í kirkju og þá einungis í boði að eiga einn maka – í einu.

Ef fólk er td. múslimar sem leyfa fjölkvæni – þá eigum við að sjálfsögðu ekki að leggja stein í götu þess með því að banna fjölkvæni.

Ergo: Leyfum fjölkvæni og fjölgiftingu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Góð grein, í upplýstu nútíma samfélagi er frelsi sem þetta sjálfsagt en þetta er frjálslynt viðhorf þar sem einstaklingurinn er í öndvegi og ríkisstjórnir eiga hann ekki eða mega skerða frelsi hans sem skaðar ekki aðra. Fjölkvæni er dæmi um einmitt eitthvað sem storkar ríkjandi viðhorfi og er eitthvað sem er tabú, fólk hugsar strax um kvennabúr en þetta getur verið kona með gift 2 körlum þegar um nútíma samfélag er að ræða, eða 4 aðilar löggiftir og svo framv. Þetta er aðeins samkomulag hvers og eins og kemur engum í raun við nema þessum aðilum.

    Það er hins vegar langur vegur að þessu, fólki almennt finnst því koma við kynlíf annarra og þetta myndi ráðandi meirihluta eflaust finnast of skrýtið til að geta umborið það þó svo að í raun hefur engin maður leyfi til að segja öðrum manni hvernig hann eigi að haga sér í svefnherberginu sínu. Feminstar myndu eflaust líka hafa heilmikið neikvætt um að þetta að segja en þeir eru hvað duglegastir í forræðishyggju og skoðunarmótun og reynast ótrúlega gamal dags þegar á reynir.

    Giftingin á sér líka langa hefð úr rótum trúar sem enn er landlæg og myndu þeir sem giftast líklega telja þetta fyrirkomulag draga úr gildi og sérstöðu hefðbundinnar giftingar.

    Simon

  • Guðni Ólafsson

    Góður punktur, og ég skil ályktunina sem ögrun fremur en alvöru. Og í mínum huga styður hugmyndin þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskránni. Ef fjölkvæni verður leyft, geta menn séð fyrir sér annað en sama rétt konum til handa, fjölgiftingu? Svo gæti sami maður verið giftur nokkrum konum, og þær verið giftar mörgum mönnum, og hippamenningin sæti við völd og allir væru vinir, eða hvað……. Þetta væri kannski verkefni fyrir mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar?

  • Góður punktur og í raun alveg sjálfsagt ef þetta gengur upp lagalega – sérstaklega gagnvart börnunum. Jafnrétti á auðvitað að gilda í þessu sem og öðru.

  • Guðny Armannsdottir

    Karl sem ætti 4 konur væri talinn lifa gosenlifi en kona sem ætti 4 menn yrði alitin kynlifsþræll eins og viðhorfin eru nuna um feðraveldið og allt það.

    Samt gæti allt eins konan verið dekruð og karlinn þræll.

    Annars atti eg samtal um þetta við djakna um daginn. Hann sagði kirkjuna tilbuna ef krafan kæmi fra folkinu.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Vá, fjórar tengdamömmur? Mundi það ekki flokkast undir refsingu? Eða kannski afplánun, öllu frekar.

    Þetta flokkast sem tilraun til spaugs.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Það er ekkert í Biblíunni, sem bannar fjölkvæni. Í gamla testamentinu eru meira að segja fjölmörg dæmi um slíkt og í því nýja er það hvergi sagt óleyfilegt. Það sem Hallur segir um kristið hjónaband er því túlkun kirkjunnar hans á hjónabandi, en ekki útlegging frelsarans á því.

    Talað erum kjölkvæni (einn karl, tvær eða fleiri konur) og fjölveri (ein kona, tveir eða fleiri karlar).

    Ef þetta á að vera ádeila þá bregst Halli bogalistin eins og vanalega.

  • Einnig mætti hugsa sér hjónaband óháð kyni og fjölda til dæmis að 4 karlar, 5 konur eða 3 konur og 3 karlar stofni til hjónabands.
    Hugsanlegt er að stjórnvald skipti sér hreinlega ekkert af hjónaböndum nema að engan megi þvinga í hjónaband og að hjónabönd séu ekki fyrir börn.

  • Og bræður mættu giftast bræðrum sínum, feður ömmum sínum, mæðrum og dætrum, synir mættu giftast mæðrum sínum, systrum og feðrum sínum líka. Sjálfur myndi ég vilja giftast afa mínum.

  • Gunnar Waage

    Ég álít þetta tímaskekkju. Réttara væri að afnema hjónabönd með öllu, fyrirbærið er leyfar af þeirri tíð þegar að ekki var gert ráð fyrir að báðir einstaklingar væru fjárhagslega sjálfstæðir.

  • Bergsteinn Sigurðsson

    Þegar kona er gift fleiri en einum karli er það kallað fjölveri, ekki fjölgifting.

    http://is.wikipedia.org/wiki/Fj%C3%B6lveri

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur