Laugardagur 02.02.2013 - 08:58 - 4 ummæli

Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir er að stíga sín síðustu skref í stjórnmálum eftir langan og viðburðaríkan feril. Hvað sem fólki finnst um þá pólitík sem Jóhanna hefur staðið fyrir þá verður ekki frá henni tekið að hún hefur gefið líf sitt og sál í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Því Jóhanna er hugsjónamanneskja.

Ég hef átt nokkur samskipti við Jóhönnu gegnum tíðina.  Ekki hvað síst sem starfsmaður Íbúðalánasjóðs þar sem ég iðulega vann upplýsingar um húsnæðismál fyrir Jóhönnu bæði þegar hún var þingmnaður og þegar hún var ráðherra. Þótt það hafi oft verið mikil vinna að vinna þær upplýsinga sem Jóhanna óskaði eftir þá var það ánægjuleg vinna. Því Jóhanna tók við þeim upplýsingum með þakklæti og lét vita að hún kunni að meta vinnuna.

Við Jóhanna  höfum ekki verið samherjar í póltík. Við erum oft ósammála um stjórnmál en reyndar stundum sammála.

En það breytir ekki því að ég ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu sem stjórnmálamanni og vil þakka hennar framlag til stjórnmálanna gegnum áratugina. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að fólk gefi líf sitt og sál í stjórnmálastarf fyrir þjóðina á grundvelli hugsjóna sinna. Þá skiptir það mig engu hvort ég sé sammála slíku fólki eða ekki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Vel mælt.

  • Jóhönnu verður fyrst og fremst minnst fyrir fals. Öll hrópin og ópin í pontu á Alþingi þegar hún var í stjórnarandstöðu og síðan hin himinhrópandi þögn hennar á meðan hún sveik málstað jafnaðarmanna og allan almenning.

    Hennar verður líka minnst sem tortímanda Samfylkingarinnar.

    Við sem kusum hana í þessa ríkisstjórn skömmumst okkar fyrir hana sem forsætisráðherra.
    Skömmumst okkar fyrir öll sviknu loforðin hennar, þögnina, þjónkun hennar við bankakerfið og peningafólkið.

    En fyrst og fremst skömmumst við okkar fyrir að hún eyðilagði flokkinn okkar.

    • Guðrún J.

      Vel mælt Hanna. Tek ofan fyrir þér. Hef aldrei áður hitt á SF kjósanda sem hefur betur áttað sig á hvað JS hefur gert. Hún fékk einstakt tækifæri, alveg einstakt en tókst ekki að nýja það.

  • Nei kallinn minn – þið farið ekki einn hring enn á þjóðinni með þessi loforð í farteskinu.

    Ykkar tími er liðinn!!!

    http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/02/03/arni-pall-i-stefnuraedu-vid-lok-landsfundar/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur