Miðvikudagur 20.02.2013 - 19:08 - 7 ummæli

Saari styrkir stjórnarflokkana

Þór Saari virðist ekki með langt pólitískt nef. Vantrauststillaga á ríkisstjórnina í dag er vanhugsuð vitleysa. Verði vantraust samþykkt mun það styrkja núverandi stjórnarflokka verulega fyrir komandi kosningar.

Almenningur veit að það er ekkert nema fíflagangur að hrekja ríkisstjórnina frá rétt fyrir boðaðar kosningar. Ríkisstjórnin getur hvort eð er ekki gert mikið meira af sér á þessum stutta tíma fram að kosningum. En upplausnin sem verður fram að kosningum ef núverandi ríkisstjórn er hrakin frá völdum getur hins vegar orðið dýrkeypt.

Verði vantraust samþykkt á ríkisstjórnina er það himnasending fyrir nýja formenn Samfylkingarinnar og VG. Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen eru hálf vængbrotin í kosningabaráttunni meðan hálfdauð ríkisstjórn flokka þeirra leidd af nú aflóga stjórnmálamönnum fortíðar lafir. Ríkisstjórn sem í ofanálag er afar óvinsæl.

En ef ríkisstjórnin hefur verið hrakin frá völdum þá munu nýju formennirnir hafa sviðsljósið fyrir sig einir og sér.  Óbundnir af daglegum gjörðum vanmáttugrar ríkisstjórnar. Þeir munu fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína meðan hjákátleg vinnustjórn situr í stjórnarráðinu og geta rekið öfluga kosningabaráttu þar sem undirstrikuð er sú breyting sem verður á vinnulagi og pólitískri nálgun í Samfylkingu og VG með nýrri ferskri forystu nýrra tíma.

„Gömlu“ flokksformennirnir þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben munu hins vegar eiga erfiðara með að ná vopnum sínum.

… og Dögun Hreyfingarinnar mun verða að kvöldi komin.

Já, Þór Saari er með frekar stutt pólitískt nef!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ég held reyndar að fátt getur verið betra fyrir hag landsins enn að hafa verklausa „vinnustjórn“ fram að kosningum. Þá gæti eitthvað alveg nýtt gerst í íslenskri pólitík. Gríðarleg skuldbinding ríkisins af ráðherrum og loforð um milljarða framkvæmdir og annað myndi hverfa.

    Það væru ekki lengur stjórnmálamenn í ráðherrastólum að keyra um allra trissur með RíkisTékkheftið á lofti á atkvæðaveiðum.

    Held að það yrði holt og gott fyrir ríkiskassann að losna við pólitíkusa úr stjórnarráðinu fyrir kosningar.

  • Hallur Magnússon

    Fannar. Kosningafjárlög fyrir árið 2013 eru þegar samþykkt af Alþingi – þannig stjórnarskipti breyta engu hvað það varðar.

  • Hafa fjárlög á Íslandi fyrir árið einhverntíman stoppað ráðherra til að bæta við útgjöldum og skuldbindingum sem síðan er bætt inn í aukafjárlög? Þú ert nú nokkuð eldri en ég og þar með reyndari og ætti því að muna og vita hvernig fjárlagagerð á Íslandi hefur gengið fyrir sig hingað til. Hvernig lög eru brotin og svo gerð lögleg eftir brot með aukafjárlögum.

  • þú ert aftur byrjaður á þessum leiðindaósið þínum að rangnefna fólk. Ertu virkilega svo aumkunarverður að þú getur ekki hafið þig yfir þessi barnalegu leiðindi?

  • Hallur Magnússon

    Jón. Hvern er ég núna að rangnefna?

  • „Heldur þann versta en næstbesta.“ Er eiginlega það sem Þór Saari er að segja. Jú frekar Davíð og Hannes Hólmstein til valda en endurbætur á stjórnarskránni. En við sjáumst hvað gerist.
    Yfirlýsingar Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga eru yfirleitt loft sem ekki er hægt að taka á eins og reynt hefur verið að undanförnu í frágangi draga að stjórnarskrá.

  • kristinn geir briem

    gétur gert heilmikið af sér fiskistjórnunarfrumvarpið nátúrverndarlög ymis önnur lög.Ef hún fer frá þá geta þyngmenn einbeit sér að stjórnarskráni
    en það er rétt ef að stjórnarslit verða þá géta stjórnarliðar leikið lausum hala það verður ekki bæði slept og haldið ég kís frekar stjórnarslit sagan á svo eftir að dæma hvað er rétt

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur