Mánudagur 18.03.2013 - 21:04 - 7 ummæli

400000 stk Boeing 737

Bjórdósir og gosdósir sem Bandaríkjamenn hentu í ruslið á síðasta áratug í stað þess að endurvinna þær hefðu dugað í 400 þúsund Boeing 737 farþegaþotur. Í eina fullkomna farþegaþotu undir hvern og einn lifandi Íslending og Færeying. Það sem meira er. Þessi gegndarlausa sóun kostaði 94% meiri orku við að bræða sambærilegt ál frá grunni en ef áldósirnar hefðu verið endurunnar.

Mig langar ekki einu sinn að vita hvað þessi óþarfa orkunotkun kostaði okkur í sóun orkulinda og óþarfa útlosun gróðurhússloftegunda.

Þetta var bara álið.

Sama lögmál gildir með endurvinnslu járns. Það þarf 74% meiri orku í að bræða járn úr meðalgóðu járngrýti en að endurvinna járn.

Við eigum ekki að henda áli. Ekki einu sinni álinu utan um teljósin litlu.

Við eigum ekki að henda öðrum málmum heldur. Ekki einu sinn sardínudósum eða sultulokum.

Því margt smátt gerir eitt stórt. Jafnvel heljarstórt. Svona eins Boeing 737 farþegaþotu. Jafnvel 400 þúsund stykki!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Jon Erlingur Jonsson

    Algerlega sammála þessu.

  • Bandaríkjamenn frameiða um sjöhundraðþúsund tonn er notað í áldósir í Bandaríkjunum af því magni er endurunnið um 50 % sem þýðir að eftir standa um 350 þús tonn .
    Boeing 737 farþegaþotu í hana fara um 60 til 70 tonn af áli fyrir utan önnur efni. Svo að einhverstaðar er kommu villa.

  • Jón Páll Garðarsson

    Er þetta ekki bara fínt, aðeins minna af ál til að úða yfir okkur í formi veðurstýringar.

  • Bjarni Gunnlaugur

    Mikil er viska þín Hallur,ertu búinn að uppgötva þetta allt sjálfur með eigin rannsóknum?!
    Væri ekki smekklegra að geta heimilda?

  • Bjarni þetta er allt rétt hjá Halli eina villa er kommu villa um fjölda farþegaþota.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Sammála þér og langar að benda á sóunina á gleri. Hvað skyldu margar glerkrukkur vera urðaðar hér árlega? Ekki tekur Sorpa við þeim.

    Mér hefur virst að bæði í Svíþjóð og Danmörku sé mest allt gler endurunnið.

  • Hallur Magnússon

    Bjarni. Aftenposten 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur