Þriðjudagur 19.03.2013 - 07:56 - 15 ummæli

Öflug miðjustjórn

Það er grundvöllur fyrir öflugri miðjustjórn eftir kosningar. Viðhorfsbreyting almennings gagnvart aðildarviðræðum að Evrópusambandinu þar sem rúm 60% vilja klára aðildarviðræður og tæp 40% slíta þeim gefur Framsóknarflokknum leið til þess að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu og Bjartri framtíð undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Framsóknarflokkurinn getur beitt  þeim rökum að rétt hefði verið að kjósa um það samhliða Alþingiskosningunum  hvort halda beri aðildarviðræðum áfram. Það hafi „því miður“ ekki verið gert. Því sé rétt að fara leið Vinstri grænna, gefa aðildarviðræðunum ár til viðbótar og leggja málið þá í dóm þjóðarinnar óháð því hvort aðilarsamningur liggur fyrir eða ekki.  Það ár einbeiti ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sér að endurreisn heimilanna. Þar megi engan tíma missa.

Staða Sigmundar Davíðs er nefnilega sterk svo fremi sem Framsóknarflokkurinn verði stærri en Samfylking og Betri framtíð.

Á þá stöðu Sigmundar Davíðs benti ég á ÁÐUR en Framsóknarflokkurinn tók risastökk í skoðanakönnunum.

Sjá pistilinn „Sjálfstæðisflokkurinn er patt!“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Haukur Kristinsson

    Jæja, Hallur góður. Þú leggur sem sagt til að formaður hækjunnar, spilltasta flokks sögunnar, Kögunar krakkinn, verði okkar næsti forsætisráðherra.

    Ekki er öll vitleysan eins. Have a nice day!

  • Hallur Magnússon

    Ég er ekki að leggja neitt til. Ég er einungis að greina stöðuna eins og hún er er 🙂

    En Haukur. Er svona orðbragð þér sæmandi?

  • Haukur Kristinsson

    Hvað áttu við með ljótu orðbragði Hallur?
    Að ég noti orðið „hækja“ fyrir Framsóknarflokkinn?
    Að sá flokkur eigi sér all hrikalegan og langa spillingarsögu?
    Að Sigmundur Davíð væri mjög líklega ekki formaður hækjunnar, hefðu ekki digrir kögunarsjóðir, tilkomnir með „dirty“, en að því er virðist löglegum en siðlausum innherjaviðskiptum, verið opnaði til að fjármagna, ekki nám hans, heldur för hans í formannsstól flokksins?

    • kristin geir st briem

      HAUKUR
      heldurðu ekki eftir að allir E.B .sinnarnir hafa yfigefið flokkin hafi mínkað spillíngin

  • Sammala en spurningin er mun SDG sætta sig vid samskonar stjorn undir odru forsæti (teas ef S stærri)

  • Sverrir Hjaltason

    Það eru nákvæmlega engar líkur á að Sigmundur Davíð geri neitt annað en að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum ef þingstyrkur verður nægur. Bjarni Ben og Sigmundur hafa verið eins og eineggja tvíburar í stjórnarandstöðunni. Engin málefnaleg samstaða er milli Framsóknar og vinstri flokkana.

  • Egill Helgason

    Þessir flokkar munu tæplega hafa þingstyrk til að mynda ríkisstjórn.

  • kristin geir st briem

    þettað verða erviðar stjórnarmindanir fyrir framsókn . það er greinilegt að sjlfstæðisflokkurinn vill ráða ef framsókn fer til hægri.
    ef hann fer til vinstri þar er hann kallaður þjófsnautur skil ekki að vinstrimenn vilji vera með glæpamömnum í stjórn. Svo þettað verður erfitt fyrir framsókn að mynda stjórn með nokkrum

  • Einungis þeir sem lifa í sjálfsblekkingu halda að Framsókn muni mynda stjórn með Samfylkingarflokkunum eftir kosningar.

  • Þetta er ágætis greining hjá þér.
    En innan Framsóknar leynast Vigdís, Frosti og Ásmundur Einar.

    Vilja þau taka þátt í þessu?

  • Heimir L Fjeldsted

    Samfylking og Bj. Ertu nokkuð að spauga?

  • Háká er dæmigerður vinstri grænn. Orðbragðið sótt í hannaða frasa á þeim bæ og eru fyrirmyndir hans nærtækar í þeim Birni Val, Álfheiði Inga og Steingrími J.
    Ekki beint góðar fyrirmyndir í fáguðu orðavali um pólitíska andstæðinga. En svo læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau ekki þess umkomin að greina á milli þess hvað rétt er og hvað rangt.
    En Hallur, er ekki rétt að staldra aðeins við. Það er meira en mánuður í alþingiskosningar og kosningabaráttan tæpast hafin. Framsókn stendur vel um þessar mundir í skoðanakönnunum en margt hefur nú gerst í íslenskri pólitík á skemmri tíma en einum mánuði.

  • Haukur Kristinsson

    Golf-Sierra-Sierra (14:31). Miklir hræsnarar eru þið sjallabjálfarnir.
    Þegar ykkar maður, afglapinn hann Dabbi, kallaði sína andstæðinga “kommatitti”, klöppuðu þið honum lof í lófa. Hann varð ykkar fyrirmynd um “fágað orðval”, sem og góða stjórnsýslu, þótt hann hafi valdið íslensku þjóðinni stærra tjóni en nokkur annar embættismaður á skerinu. Líklega fyrr og síðar.
    “Rétt og rangt” gleymdist, í staðinn kom “grilla og græða”, eftir kokkabókum greysins HHG.
    Nú er ég skammaður fyrir ljótt orðbragð, frasa, þegar ég kalla Framsóknarflokkinn hækju Íhaldsins og minni á þá miklu spillingu sem hefur einkennt framsóknarmenn, síðan Maddaman skreið í sæng með Íhaldinu. Þó er þessi spillingarferill alþjóð kunnur, óþarfi að nefna nöfn etc.
    Ófáir framsóknarmenn, ófáir sjallar, græddu mjög í ruglinu fyrir hrunið. En nær undantekningarlaust fékkst þessi gróði með innherjaupplýsingum eða í gegnum nepotisma, en ekki á eigin verðleikum.
    Annars undir minni virðingu að ræða við svona ignoranta eins og þig, Golf-Sierra-Sierra.

  • Innflytjandi

    Það eru engir flokkar aðrir en miðjuflokkar með neitt fylgi á Íslandi. Annað er ímyndun Íslendinga. Í raun og veru er Sjálfstæðisflokkurinn hálfgerður kommúnistaflokkur í samanburði við Bandaríska demókrataflokkinn og vinstrisinnaðri en breski verkamannaflokkurinn. Samfylkingin og allt það heila klabb; Björt Framtíð, Dögun og hin afbrigðin, er svo mun hægrisinnaðra en gengur og gerist um svipaða flokka í nágrannalöndum okkar og sannkallaðir Thatcheristar í samanburði við svipaða flokka á Norðurlöndunum. VG nær því að verða eðlilegur semi-vinstrisinnaður flokkur á Skandinavíska vísu í orði, en varla á borði, þar sem hann er mun nær miðju en hann þykist vera. Framsókn er pjúra miðja, hvorki fugl né fiskur. Eini flokkurinn sem hefur komið fram á Íslandi og átt nokkurn séns og sýnt minnsta lit umfram misgrátt miðjumoðið eru Píratar. Þeir eru vinstramegin við vinstriflokkana þegar kemur að áherslu á velferðarmál, en aðhyllast um leið meiri frjálshyggju á öllum öðrum sviðum en nokkur meintur íslenskur „hægri“flokkur hefur nokkurn tíman gert. Vel gert Píratar! En kannski eru Íslendingar of leiðinlegir og mikil chicken fyrir ykkur. Þetta eru óttalega mikil hæsn stundum…Kemur í ljós!

  • Innflytjandi

    Þið megið annars hafa ykkar stjórnarfar eins og ykkur sýnist. Ég flyt hvort sem er heim til mín aftur bráðum! En gætuð þið sparað mönnum bjánahrollinn með að þykjast ekki að hér séu „hægri“ og „vinstri“ flokkar. Fyndnast af öllu er þegar VGistar og Samfó menn fagna til dæmis sigri Obama, sem er mun meiri hægrimaður en Sjálfstæðisflokkurinn eða Breska Verkamannaflokksins, sem er sömuleiðis hægramegin svið Sjálfstæðisflokk gerfi-hægrimanna. Hlægilegast alls er þó þegar veruleikafirrtar týpur eins og Hannes Hólmsteinn gleðjast yfir sigri Íhaldsflokksins og þannig flokka, þegar hans flokkur nær Verkamannaflokknum á allan hátt. Íslendingar eru of lítil, fábreytt og leiðinleg þjóð fyrir alvöru stjórnmál. Þeim hentar best miðjumoð. Allir sammála en þykjast samt vera ósammála og gera úlfúð úr smáatriðum til að koma á þeirri blekkingu hér séu stunduð stjórnmál eins og í öðrum löndum. Hér er ekkert nema leiðinda miðjumoð og hefur aldrei verið. Allir aðrir sem þekkja til og hafa búið í löndum þar sem eru stjórnmál, ekki bara misleitt gagg í sömu hænsnahjörðinni, hlægja bara að vitleysunni í ykkur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur