Miðvikudagur 27.03.2013 - 18:12 - 7 ummæli

Takk Jóhanna Sigurðardóttir

Nú eru margir þingmenn að hætta á Alþingi eftir áralangt illa metið starf. Flestir hafa staðið sig vel – þótt ég sé þeim ekki endilega sammála um allt!

Ég vil sérstaklega nefna Siv Friðleifsdóttur sem er í hópi farsælustu þingmanna sem við höfum átt. Einnig Þuríði Backmann sem er með heiðarlegri þingmönnum þótt ég hafi oftar en ekki verið henni ósammála. Þá má nefna vinkonu mína Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur sem –  þráttt yrir einstaka bjöllutónleika – hefur skilað afar góðu starfi sem forseti Alþingis.

En auðvitað stendur upp úr að Jóhanna Sigurðardóttir er að ljúka löngum þingmannsferli sínum.

Vil því birta aftur pistil sem ég skrifaði um þessa merku konu þegar hún gaf út að hún ætlaði að hætta á Alþingi.

Takk Jóhanna fyrir óeigingjarnt starf þitt í þágu þjóðarinnar!

JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR

„Jóhanna Sigurðardóttir er að stíga sín síðustu skref í stjórnmálum eftir langan og viðburðaríkan feril. Hvað sem fólki finnst um þá pólitík sem Jóhanna hefur staðið fyrir þá verður ekki frá henni tekið að hún hefur gefið líf sitt og sál í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Því Jóhanna er hugsjónamanneskja.

Ég hef átt nokkur samskipti við Jóhönnu gegnum tíðina.  Ekki hvað síst sem starfsmaður Íbúðalánasjóðs þar sem ég iðulega vann upplýsingar um húsnæðismál fyrir Jóhönnu bæði þegar hún var þingmnaður og þegar hún var ráðherra. Þótt það hafi oft verið mikil vinna að vinna þær upplýsinga sem Jóhanna óskaði eftir þá var það ánægjuleg vinna. Því Jóhanna tók við þeim upplýsingum með þakklæti og lét vita að hún kunni að meta vinnuna.

Við Jóhanna  höfum ekki verið samherjar í póltík. Við erum oft ósammála um stjórnmál en reyndar stundum sammála.

En það breytir ekki því að ég ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu sem stjórnmálamanni og vil þakka hennar framlag til stjórnmálanna gegnum áratugina. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að fólk gefi líf sitt og sál í stjórnmálastarf fyrir þjóðina á grundvelli hugsjóna sinna. Þá skiptir það mig engu hvort ég sé sammála slíku fólki eða ekki.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Takk Jóhanna Sigurðardóttir fyrir að hætta,,loksins,

  • Takk fyrir hvað ?? svíkja og ljúga að þjóðinni ? undarleg þessi minnimáttarkend og rassasleikjuháttur sem einkennir Íslendinga í garð þessara pólitíkusa sem jafnvel eftir tugi ára á alþingi skilja ekkert eftir sig nema sviðna jörð og svikin loforð….

  • Eggert Herbertsson

    Ótrúlegt að lesa sumar athugasemdir. Sammála þér Hallur, ég hef ekki alltaf verið sammála Jóhönnu, en þakka henni af heilum hug fyrir hennar framlag.

  • Þú kippir í kynið alltaf heill Hallur.

  • Já ég vil taka undir með þér Hallur. Ég vil og þakka Jóhönnu fyrir óeigingjarnt starf. Hún hefur barist fyrir lítilmagnann alla tíð og nú síðustu 4 árin hefur hún mátt þola mjög ósanngjarna umfjöllun og árásir. Hún tók við stjórn þegar búið var að brenna allt og meira að segja seðlabankinn tómur.
    Við þær aðstæður gat hún eðlilega ekki uppfyllt allra væntingar en miðað við allt og allt hefur hún unnið þrekvirki. Svo góðu búi skilar hún að Framsóknarmenn telja fært að leiðrétta skuldir heimilanna. Það er mikið afrek hjá Jóhönnu á einungis 4 árum.

  • Ég get tekið undir flest allt með þér nema ummælin um Siv Friðleifsdóttur. Siv lýsti því yfir um daginn að hún væri tilbúin til að drepa allt líf í Lagarfljóti og vatnasviði þess aftur ef hún fengi annað tækifæri til þess. Þetta lýsir gjörspilltu hugarfari hjá einhverjum versta og ógeðfelldasta umhverfisráðherra sem Ísland hefur haft. Í mínum huga er hún umhverfisníðingur af verstu gerð.

    • Árni Gunnarsson

      Sérstakar þakkir fær Jóhanna fyrir að kveikja á kerti friðar og samkenndar í tengslum við umsóknina í ESB! -eða var það ekki einstakt innlegg til sameiningar við erfiðustu aðstæður á lýðveldistímanum? Síðan hefur samfélagið logað stafnanna á milli í báli heiftar og tortryggni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur