Þriðjudagur 09.04.2013 - 07:12 - 2 ummæli

Þegar samfélag nauðgar

Það er með ólíkindum hvað við mannfólkið getum stundum látið múgæsingu ráða gjörðum okkar. Besta fólk getur missti sig í stundargeðshræringu og unnið öðru fólki óbætanlegan skaða. Þessa dagana erum við að rifja upp eitt slíkt tilvik þar sem almennt gott samfélag missti sig í nauðgunarmáli fyrir 13 árum. Það var ekki nóg að ung stúlka yrði fyrir nauðgun af manni. Samfélagið kom í kjölfarið og nauðgaði henni með ósmekklegum undirskriftalista þar sem lýst var stuðningi við ofbeldismanninn.

Flestir þeir sem skrifuðu undir sjá eftir gjörðum sínum. Það breytir því ekki að stór hópur fólks fylgdi múgæsingunni og framdi ódæði.

Þessi saga sem nú hefur verið rifjuð upp þegar hugrökk kona stígur fram og tjáir sig um nauðgunina – nauðgun mannsins og nauðgun samfélagsins – á að vera okkur víti til varnaðar. Við eigum að hafa þennan atburð í huga næst þegar við erum í tilfinningaróti og viljum hrífast með hópnum í fordæmingu fjöldans gagnvart einstaklingi eða litlum hóp fólks. Við eigum að hugsa okkur tvisvar um og spyrja okkur „Er rétt af mér að taka þátt?“.

En aftur að nauðguninni. Dóttir mín Álfrún Elsa Hallsdóttir sagði það sem segja þarf varðandi nauðganir í fésbókarfærslu sinni:

Flott kona 🙂 ! Las listan er verulega brugðið … vona að þeir sem ekki eru þegar búnir að biðjast afsökunar sjái sóma sinn í þvi að gera það núna ! Ætla fara með sömu gömlu tugguna því hún skiptir  verulega miklu máli. Vonandi tekur einn, tveir það til sín. Nauðgun er ekkert nema valdníðsla og hræðilegt ofbeldi , það er EKKERT sem afsakar nauðgun , það er ALLTAF rangt að nauðga , fólk er EKKI að bjóða upp á að láta nauðga sér útaf það er of drukkið , í aðsniðnum fötum eða engum fötum ef út í það er farið!! Ef þú reynir að koma fram vilja þínum og hinn einstaklingurinn vill ekki sofa hjá þér og þú heldur samt áfram þá ert þú að nauðga ! NEI ÞÝÐIR NEI!   Það vill enginn láta nauðga sér og það er orðið smá þreytt að koma með afsakanir um að eithver maður eða kona séu bara svo fín að þauhafi ekki getað nauðgað! Það er til fullt af  „fínum“ ofbeldismönnum, morðingjum,ræningjum sem samt sem áður brjóta á öðru fólki. Þannig er það bara . Eitt í lokin ég er viss um að viðbrögð þeirra sem skrifuðu undir þennan lista hefðu ekki verið þau sömu ef þetta hefði verið stelpan þeirra eða strákurinn þeirra sem hefði verið nauðgað !! Hefðu þau þá skrifað undir listan hefði drengurinn þá enþá verið „saklaus“ ….

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Haukur Kristinsson

    Ísland er lítið samfélag, „mikro kosmos“. Líklega á mörkum þess að geta verið alvöru lýðræði. Múgæsingar verða frekar við slíkar aðstæður, eins og ótal dæmi sanna. Sumt getur verið fyndið og meinlaust eins og visst neyslumynstur; nuddtæki fyrir fætur eða sóda stream tæki á öllum heimilum. En neysluæðið getur einng farið algjörlega úr böndum eins og gerðist á mölinni fyrir sunnan fyrir Davíðshrunið. Þá varð einnig múgæsing vegna Icesave samninganna með eftirminnanlegri blysför á Bessastaði. Og nýjasta vitleysan er svo fylgisaukning hækjunnar, spilltasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar. Farið að minna á múgæsingar sunnlenskra bænda gegn símanum..

  • Takk fyrir pistilinn Hallur og þér fyrir bloggið Haukur. Sammála.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur