Fimmtudagur 26.09.2013 - 18:23 - 6 ummæli

Mannréttindabrot RNA á ÍLS

Það er engum vafa undirorpið að Rannsóknarnefnd Alþingis á Íbúðalánasjóði braut gróflega á mannréttindum Guðmundar Bjarnasonar fyrrum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þegar rannsóknarnefndinn hafnaði Guðmundi um andmælarétt við skýrslu nefndarinnar. Skýrslu þar sem vegið var alvarlega að æru Guðmundar með rangfærslum og dylgjum sem þegar hafa verið hraktar.

Sem betur fer sá Alþingi sóma sinn í því að veita Guðmundi Bjarnasyni tækifæri á að verjast illfýsi rannsóknarnefndarinnar og veitti honum tækifæri til andmæla – þótt seint sé og að mörgu leiti sé skaðinn skeður eftir harkalega aðför fjölmiðla að þessum sómamanni – aðför sem byggði í tilfellum á meðvituðum rangfærslum nefndarinnar. Í öðrum tilfellum vanþekkingu nefndarmanna.

Það vekur athygli að sumir þeirra fjölmiðla sem grófastir voru í aðförinni gagnvart Guðmundi – aðför byggðri á rangfærslum – reyna að þegja í hel þann merkilega atburð að Alþingi sjónvarpaði beint frá nefndarfundi þar sem Guðmundi var veittur andmælaréttur – og minnast ekki einu orði á vandaða skýrslu Guðmundar þar sem fjölmargar rangfærslur RNA á ÍLS eru hraktar.

Það er því ekki úr vegi að vekja athygli almennings á skýrslu Guðmundar þar sem hluta rangfærslna RNA á ÍLS eru hraktar. Því ekki munu þeir fjölmiðlar sem harðast réðust að Guðmundi gera það – virðist vera.

Skýrsla Guðmundar er hér: http://www.althingi.is/pdf/Greinargerd_til_%20nefndar.pdf

Upptaka af fundinum er hér: http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=20

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Það er háttur „búllía“ að sparka í liggjandi mann.

  • Skoðaðu talnarununa Hallur. Þetta er hlutfall staðgreiðsluverðs fermeters í fjölbýlishúsi samkv. kaupsamning og byggingarkostnaðar fermeters í fjölbýlishúsi. Tölur frá Þjóðskrá annarsvegar og Hagstofu hinsvegar.

    Bólan sem byrjar að myndast 2003 er mjög greinileg. Hvað gerðu stjórnvöld þ.m.t. ÍLS til að halda aftur af þróuninni? Hækkun lánshlutfalls ofan í þennsluna sem var til staðar þegar Kárahnjúkar voru í byggingu var olía á fasteignabólubálið, ótvírætt. Það er ekki hægt að benda bara bankana, segja þá bera ábyrgðina. Stjórnvöld hefðu átt að fylgjast grant með og grípa inn í en gerðu þveröfugt með sinni nálgun. Voru liðónýt.

    Auglýsing sem birtist nokkrum sinnum í des. 2004:
    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265059&pageId=3744744&lang=is&q=SPRON

    Sé miðað við normal verðlag fyrir árið 2003 og eftir hrun má segja að þeir sem keyptu 2005 til 2008 hafi tapað þriðjung þess sem þeir lögðu út í eigin fé (hafi það ekki komið til vegna sölu fasteignar) og lánum teknum. 110% leiðin leiðrétti að hluta hjá þessu fólki sem í alvöru mátti þola forsendubrest. Mannréttindabrot?

    Ég lýsi ábyrgð á hendur ÍLS, Framsóknar vegna óábyrgra loforða f. kosningar 2003 og stjórnvalda sem hefðu átt að vera á verði en brugðust almenningi vegna frjálshyggjuóra eða okkur kemur þetta ekki við hugsunar, markaðurinn ræður.

    _Ár___Stuðull
    1985__1,14
    1986__1,05
    1987__1,25
    1988__1,41
    1989__1,26
    1990__1,12
    1991__1,13
    1992__1,2
    1993__1,22
    1994__1,21
    1995__1,12
    1996__1,1
    1997__1,05
    1998__1,08
    1999__1,22
    2000__1,38
    2001__1,38
    2002__1,33
    2003__1,45
    2004__1,56
    2005__1,96
    2006__2,03
    2007__2,06
    2008__1,88
    2009__1,54
    2010__1,36
    2011__1,35
    2012__1,36

    Fram til þessa hefur íslenskum stjórnvöldum, sérstaklega stjórn Sjalla og Framsóknar, ekki verið treystandi þegar kemur að hagstjórn. Grunar að engin breyting hafi orðið þar á.

  • Hallur Magnússon

    Þetta hefur ekkert með ÍLS að gera gæskurinn:)

    • Þetta er ekki benda á mig svar Hallur. ÍLS er hluti stjórnsýslunnar sem brást. Afleiðingar slæmrar stefnumótunnar og hagstjórnar eru skýrar.

      Liður c) um réttmætar athugasemdir í greinargerð Guðmundar er athyglisverður í þessu sambandi.

  • Hallur Magnússon

    Viltu ekki lesa þetta – og skoða tölulegar staðreyndir. Ef þú finnur ietthvað sem ekki stenst – semengum hefur tekist hingað til – láttu mig vita 🙂
    http://ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Skyrslur/A%C3%B0dragandi%20innlei%C3%B0ing%20og%20%C3%A1hrif%20breytinga%20-.pdf

  • Þú mannst það Hallur, að þú ert ekki lengur á launum við að réttlæta allar gerðir stjórnanda ÍLS. 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur