Miðvikudagur 23.10.2013 - 21:27 - 2 ummæli

Er búseturéttarformið sagnfræði?

Nú þegar Búseti í Reykjavík minnist þess að félagið hefur starfað í 30 ár þá er ekki úr vegi að taka stöðuna í rekstri og umhverfi húsnæðissamvinnufélaga með búseturéttarformi. Staðan er ekki góð þrátt fyrir að búseturéttarformið sé að mörgu leiti snilld. Reyndar er staðan þannig að búseturéttarformið er nánast sagnfræði á Íslandi.

Ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árunum 1995 – 2008 tóku því miður ekki nægilega afgerandi skref í að styrkja búseturéttarformið og húsnæðissamvinnuformið í endurskipulagningu húsnæðiskerfisins þegar reynt var að bjarga því sem bjargað varð í á núvirði 40 milljarða gjaldþroti Byggingasjóðs verkamanna.  En því miður hafði Jóhanna Sigurðardóttir skilgreint búseturéttarformið sem „félagslegt“ búsetuform en ekki almennt eins og rétt hefði verið. Því „sökk“ hluti búseturéttarformsins með gjaldþroti félagslega kerfisins áður en Íbúðalánasjóður var stofnaður.

Það verður þó að halda til haga að Páll á Höllustöðum lét endurskoða löggjöf um húsnæðissamvinnufélögin en því miður hafði „sérfræðingur“ félagsmálaráðuneytisins og aðrir þeir sem komu að endurskoðun laganna ekki hugmyndaflug til að skilgreina búseturéttarformið og húsnæðissamvinnufélögin sem almennan húsnæðiskost heldur sem „félagslegan“ með þeimvandamálum sem því fylgdi.

Það sem verra var – húsnæðissamvinnufélögin voru í lögum um húsnæðismál flokkuð sem leigufélög en ekki eignarréttarfélög – væntanlega þökk sé „sérfræðingi“ félgsmálaráðuneytisins um húsnæðismál.

Með öðrum orðum þá var lagaumhverfið sem búseturéttarforminu var skapað með lögum um húsnæðismál frá árinu 1998 afar óhagstætt húsnæðissamvinnufélögunum og búseturéttarforminu og þegar tækifæri gafst til að rétta hlut búseturéttarforminu með endurskoðun laga um húsnæðisamvinnufélög þá var það tækifæri ekki nýtt.

Við efnahagshrunið og í því endurreisnarstarfi í húsnæðísmálum sem með réttu hefði átt að vinna að í kjölfarinu – gafst gullið tækifæri til þess að rétta hlut búseturéttarformsins og gefa því þann sess að það form væri raunverulegur valkostur fyrir venjulegt fólk. Það sem meira var – þáverandi félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason lét vinna umræðuskjal um húsnæðismál þar sem lögð var áhersla á að búseturéttarformið yrði einn af þremur meginstólpum framtíðarhúsnæðiskerfis Íslendinga.

En þar sem Árni Páll varð á tímabili undir í valdabaráttu Samfylkingarinnar, honum hent úr félagsmálaráðuneytinu og síðar úr ríkisstjórn – þá þótti Steingrími J, Jóhönnu Sig. –  og Sigríði Ingibjörgu sem tók við keflinu í „framþróun“ húsnæðiskerfisins – rétt að skola tillögunumút með skolvatninu.

Það sem verra var – Íbúðalánasjóður hreinlega vann gegn búseturéttarfélögunum sem nú fjármagna sig annars staðar. Reyndar vann ÍLS  í skjóli gallaðrar löggjafar – en hefði getað túlkað ákvæði laga og reglugerða búseturéttarforminu í hag ef áhugi hefði verið til þess þar innanhúss.

Þrátt fyrir fagurgala á fundum félagsmálanefndar og víðar þá vann ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – með dyggum stuðningi ASÍ – gegn búseturéttarforminu og húsnæðisfélögunum.

4  ár töpuðust í uppbyggingu heilbrigðs framtíðarhúsnæðiskerfisins þar sem búseturéttarformið hefði getið leikið lykilhlutverk. Líklega vegna innanhúsátaka í Samfylkingunni.

Ný ríkisstjórn hefur tækifæri til að leiðrétta mistökin. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagst vera samvinnumaður. Hún talaði áður um búseturéttarformið sem vænlegan framtíðarkost. Ég hef hins vegar ekki séð nein merki um að hún hyggist í alvöru ætla að byggja upp búseturéttarformið og húsnæðissamvinufélögin. En ég ætla að láta hana njóta vafans enn um sinn…

En tillögurnar má sjá hér: „Húsnæði fyrir alla“  

http://blog.pressan.is/hallurm/2011/04/04/husnaedi-fyrir-alla/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Stefán Benediktsson

    Af því að ég hef ekki fylgst nógu vel með. Geturðu skýrt aðeins betur þennan vanda sem „félagslegt“ og „leigufélag“ skapar.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Búseturéttur er góður valkostur fyrir þá sem geta (fjárhagslega ) og vilja búa í eigin íbúð í fjölbýli. Í umræðihópi leigjenda á Facebook hefur hins vegar komið fram að fólk geti þurft að reiða af hendi uppundir 7 miljónir til að komast yfir búseturétt.

    Þetta eru uppundir árslaun hjshópumá vissum þóðfélagshópum og búseturéttur leysir ekki vanda þeirra. Stærsta áskorun í Íslenskum húsnæðismálum er að koma þessu fólki í skjól, Og til þess þarf alveg nýja hugsun í húsnæðismálum. Það vantar þúsundir leiguíbúða í Reykjavík. Leigumarkaðurinn er Í dag kallaður villta vestrið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur