Föstudagur 25.10.2013 - 15:43 - 6 ummæli

Lesbían Jóhanna Sigurðardóttir

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Sem embættismaður átti ég í nokkrum samskiptum við hana – oftast þegar hún var að leita eftir upplýsingum. Mér fannst hún kröfuhörð en samt sanngjörn. Mat það greinilega ef hún fékk upplýsingarnar betur unnar en nauðsynlegt var.

Hrós frá henni skipti mig meira máli en frá mörgum öðrum. En ég hef oft gagnrýnt Jóhönnu Sigurðardóttur hart pólitískt þegar ég hef ekki verið sáttur við hana. Hrósað henni þegar mér hefur hún þótt það skilið. Jóhanna hefur tekið hvorutveggja með jafnaðargeði og í okkar samkiptum engu breytt hvort ég hef gagnrýnt hana eða hrósað.

Mér hefur alltaf þótt ósanngjörn gagnrýni frá sumu samkynhneygðu fólki sem hefur talað niður til Jóhönnu fyrir að vera ekki „Páll Óskar“ á útopnu í baráttu fyrir réttindum samkynhneygðra. Mér fannst yfirdrifið nóg að Jóhanna sem áberandi stjórnmálamaður hafi opinberlega viðurkennt samkynhneygð sína og kvænst Jónínu Leósdóttur. Það „statement“ þurfti ekkert að úttala sig meira um!

Það var að mínu mati STERKARA en orðagjálfur – fyrir stjórnmálamann eins og Jóhönnu sem í pólitík sinni átti ekki að skipta máli hvort hún er samkynhneygð eða ekki. Og Jóhanna var fyrst og fremst í pólitík á grundvelli eigin hugsjóna – sem ég er ekki alltaf sammála – en ekki kynhneygðar!

En það lýsir Jóhönnu vel að nú þegar starfi hennar á vettvangi stjórnmálanna er lokið – þá leggur hún aftur sitt þunga lóð á lóðaskálar baráttu fyrir réttindum samkynhneygðra.

Þær hjónin Jóhanna og Jónína eiga heiður skilið fyrir bókina um samband þeirra.

Bókin kemur á réttum tíma. Mátti allavega ekki koma fyrr – því þá hefði bein þátttaka Jóhönnu í stjórnmálum litað viðbrögð við bókinni. Nú þvælist pólitíkin ekki fyrir merku framlagi til réttindabaráttu samkynhneygðra.

Eða ég vil frekar segja – almennri réttindabaráttu – því réttindabarátta samkynhneygðra er óaðskiljanlegur hluti almennrar mannréttindabaráttu fólks!

Kærar þakkir Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Takk fyrir þennan pistil Hallur.
    Gaman að sjá fyrrverandi pólitíska andstæðinga geta talað vel um hinn.
    Það minnir mig svo aftur þá illa innrættu menn sem hafa einmitt ekki getað sé, í þessu tilfelli persónu Jóhönnu í friði á meðan hún var í pólítk.
    T.d núverandi ritstjóri MBL gat til að mynda ekki gert eina af auglýsingum MBL nema að þar var tekið fyrir kynferði Jóhönnu.
    Afar smekklegt eða þannig.
    Enda finnst mér það sem háttvirtur Kakastan hefur mátt þola síðustu daga vera guðspjall miðað við það sem núverandi og fyrrverandi FLokksmenn gátu gert á hlut Jóhönnu Sigurðardóttir í ræðu og riti.

  • Matthías Matthíasson

    Ágætt Hallur að þú talar fallega til Jóhönnu og Jónínu enda eiga þær það báðar fyllilega skilið.

    Ég held þó ekki að margir samkynhneigðir hafi krafist þess að Jóhanna kæmi fram fyrir okkar hönd. Þvert á móti var það DV sem fór þann leiðangur þegar í ljós kom á Alþingisvefnum að Jóhanna og Jónína væru í hjónabandi. DV spurði hvort Jóhanna yrði ekki næsti formaður Samtakanna ’78. Pínulítið kjánalegt og fáránleg einföldun á þvi hvað það er að vera hinsegin manneskja.

    Ég hef sjálfur verið formaður Samtakanna ’78 og sat þar í stjórn um árabil. Við höfðum um það hugmynd að Jóhanna væri okkar megin en aldrei hvarflaði að okkur að ónáða hana með það mál.

    Fólk kemur út úr skápnum þegar það vill og á eigin forsendum. Það er gaman að þær gefa nú út bók um samband sitt en tímasetning slíkrar bókar á algerlega að vera í þeirra höndum. Ég hef ekki barist fyrir réttindum hinsegin fólks til þess að í því felist einhver ánauð þann hóp um að hegða sér á tiltekinn hátt eða eins og mér hentar.

    Okkar markmið hefur aldrei verið það að safna fólki í einhvern sértrúarhóp um kynhneigð eða kynímynd. Fólk er frjálst að lífi sínu, en við gerum einmitt kröfu um að fólk virði líf annarra. Það hefur Jóhanna alla tíð gert enda frábær baráttukona fyrir bættum aðstæðum fólks í samfélaginu öllu.

  • Hallur Magnússon

    Matthías.

    „Mér hefur alltaf þótt ósanngjörn gagnrýni frá sumu samkynhneygðu fólki …“ segi ég.

    Svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um Samtökin 78 sem hafa unnið frábært starf – einmitt oftast í anda þess sem ég segi:

    „Eða ég vil frekar segja – almennri réttindabaráttu – því réttindabarátta samkynhneygðra er óaðskiljanlegur hluti almennrar mannréttindabaráttu fólks!“

  • Gísli Einarsson

    Ertu að vísa í eitthvað ákveðið þegar þú talar um „orðagljáfur?

  • Matthías Matthíasson

    Það sem ég á við Hallur, en sagði mögulega ekki nægilega skýrt er að ég þekki alveg merkilega stóran hóp af hinsegin fólki og hefur ekkert þeirra andað út úr sér við mig þeirri hugmynd að þess væri vænst af Jóhönnu að vera málsvari okkar á neinn hátt, hvorki í anda Páls Óskars eða á annan máta. Mér finnst hugleiðing þín um meintar óskir einhverra óskilgreindra samkynhneigðra einstaklinga því pínulítið villandi.

    Nú þekkir þú eftilvill samkynhneigt fólk sem ég þekki ekki (reyndar eru tölfræðilegar líkur á því) en mig grunar að þessi furðulega gagnrýni komi frekar frá straight fólki, sbr. brölt DV þegar þeir vildu hefja Jóhönnu til áhrifa í Samtökunum.

    Líklega finnst mér óþarfi að þú vísir til kynhneigðar þegar þú talar um ósanngirni þeirra sem hafa talað niður til Jóhönnu.

  • hneigð

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur