Laugardagur 11.01.2014 - 14:28 - Rita ummæli

Ísland endurvakti glóðina!

Íslenska „mentalítetið“ leikur mikilvægt hlutverk í knattspyrnuliðinu Start í Kristiansand sem spilar  í efstu deild í Noregi.  Það er ekki einungis að tveir lykilmenn Start séu Íslendingar, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson, heldur hafa tveir aðrir leikmenn liðsins bakgrunn frá Íslandi. Það eru þeir Babacar Sarr frá Senegal og Norðmaðurinn Robert Sandnes sem eiga það sameiginlegt að hafa leikið með liði Selfoss. Robert Sandnes átti gott tímabil með Stjörnunni síðasta sumar og gekk til liðs við Start nú í vetur.

Ísland endurvakti glóðina hjá Robert Sandnes sem þakkar það Íslandsdvölinni að hann sé nú kominn á mála sem atvinnumaður hjá efstudeilarliði í Noregi:

„Félagaskiptin til Íslands hafa hjálpað mér ótrúlega mikið“ segir Robert í samtali við Fædrelandsvennen i Kristiansand, en leikmaðurinn gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Selfoss árið 2012 nítján ára gamall, en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðasta keppnistímabil.

Robert telur Íslandsdvölina hreinlega hafa bjargað knattspyrnuferlinum, en hann taldi sig hafa staðnað sem knattspyrnumaður þar sem hann fékk ekkert að spila með úrvaldsdeildarliði Álasunds í norsku deildinni þótt hann hafi verið á samningi hjá félaginu árin 2009 – 2011.

„Í versta falli hefði ég farið að spila með 2. deildar liði og fljótlega hætt að spila fótbolta“ vill Robert meina.

„Fleiri ungir leikmenn ættu að kannske að reyna fyrir sér á Íslandi. Ég held það gæti verið mjög gott fyrir einstaka leikmenn sem eru hættir að taka framförum“ segir hann. „Ég tók stórt skref og tók miklum framförum á stuttum tíma“.

Það var þáverandi knattspyrnustjóri Álasundsliðsins sem hvatti Robert Sandnes til þess að reyna fyrir sér á Íslandi.

„Hann þurfti að endurræsa knattspyrnuferil sinn og það gerði hann. Ég vil ráðleggja ungum leikmönnum sem verma varamannabekkinn í Noregi að reyna það sama“ segir Reidar Vågnes fyrrum knattspyrnustjóri hjá Álasundsliðinu.  „Fyrir Robert var þetta allur pakkinn frá fyrsta degi. Hann spilaði mikið, æfði vel og fékk nokkra skammta af íslenska mentalítetinu“.

Það var einmitt blandan af senegalska og íslenska mentalítetinu sem var ein ástæða þess að Babacar Sarr var fenginn til liðs við Start fyrir síðasta leiktímabil.

Það skyldi þó ekki vera að á næstu árum ekki einungis uppeldisstöð íslenskra atvinnumanna erlendis – heldur líka norskra!

(Pistill þess byggir á grein í Fædderen (Fædrelandsvennen) sem gefinn er út hér í Kristiansand. Slóð á netútgáfu umfjöllun Fædderens er hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur