Miðvikudagur 22.01.2014 - 19:31 - 6 ummæli

Skaginn skákar ASÍ!

Dagar Gylfi Arnbjörnssonar hjá ASÍ eru brátt taldið. Skaginn skákar honum út. Næsti forseti Alþýðusambands Íslands verður Vilhjálmur Birgisson. Kosinn af grasrótinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Tja….gott ef ekki.
    Annað mál, hver er tenging þín við,Tryggva, nýja verkefnastjórann ?
    Sé hér á vefnum að þú verð hann eð kjafti og klóm.
    Mitt mat á Tryggva er að það sé töluvert í að hann sé að mæta á Bessastaðina að,fá orðu fyrir sín umdeildu störf.
    Hvert er þitt mat á Tryggva og hvað hefur hann annað en að taka þátt í óútfyltum tékka vegna Vaðlaheiðgangna?

  • Þeir sem ekki standa sig fá skellinn fyrr en síðar. Það á við um forseta ASÍ og fátt bendir til annars en að ríkisstjórnarflokkarnir gjaldi afhroð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ástæður liggja í augum uppi. Ríkisstjórnin er ekki að standa sig. Engin snerpa, enginn kraftur, leikskipulagið í vörninni afleitt og sóknarleikurinn veikburða og skorið þar af leiðandi langt undir væntingum.
    Stjórnarandstaðan er ekki fyrirstaðan heldur afleikir stjórnarflokkanna, aðgerðarleysið og andleysið.
    Langt er liðið á janúar og þingið verður stutt vegna sveitarstjórnarkosninganna. Samt gerist ekkert og forsætisráðherra sér ekki ástæðu til þess að lyfta græna spjaldinu og taka leikhlé; kalla liðið saman og skerpa á leikkerfunum sem boðuð voru í stjórnarsáttmálanum. Boðaðar lækkanir á húsnæðisskuldum eru enn í skötulíki, ekkert heyrist um afnám verðtryggingar eða lyklalög. Húsnæðismálin horfin inn í svarthol nefndafargans, utanríkismálin í undarlegu tómarúmi þar sem enn eru gerðar gælur við ESB þvert á allar stefnuyfirlýsingar og á sama tíma daðrað í austur og vestur. Ekkert heyrist af viti úr viðskiptaráðuneyti og innanríkisráðuneytið í heljargreipum DV þrátt fyrir að hafa sýnt nokkuð góða takta og sóknartilburði. Það eru helst umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sem sigla þægilegan sjó enda er stefnufestan þar nokkurn veginn samkvæmt bókinni og leikskipulaginu.
    Ef ekki verður gripið til róttækrar stefnubreytingar af hálfu ríkisstjórnar á næstu vikum; vörn snúið í blússandi sókn með allt það góða sem lofað var í stjórnarsáttmála mun vegferð hennar enda með skelli líkt og virðist ætla að verða örlög forseta ASÍ og þá munu frambjóðendur framsóknar og sjálfstæðisflokks til sveitarstjórna heyja vonlausa baráttu á vori komanda, varnarlausir og án nýtilegra vopna.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þú veist það Hallur að það er fulltrúalýðræði í verkalýðshreyfingunni. Það þýðir að á ársfundi ASÍ er kosinn forseti hreyfingarinnar.

    Mér hefur ekki sýnst að Villi Birgis hafi mikið fylgi á þeirri samkomu og er hann þó ötull að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.

    Þannig að ég á satt að segja ekki von á því að Villi verði kosinn forseti ASÍ á næsta ársfundi en hver veit svo sem hvað framtíðin ber í skauti sér?

  • Hallur Magnússon

    Sigfús. Ég hef bara enga tengingu við Tryggva!
    Hef oft verið mjög gagnrýninn á hann og hans afstöðu.

    En þrátt fyrir það þá er algerlega ljóst að maðurinn er hæfur til þessa verks. Algerlega. Menntunarlega og reynslulega séð.

    Hann var mjög góður „prsojektleader“ þegar hann var hjá Hagfræðistofnun og Askar Capital.

    Er bara löngu búinn að fá nóg af því að það sé ráðist að fólki sem hefur tekið þátt í stjórnmálum þegar það fær síðan starf við hæfi.

    Þá skiptir ekki málið hvort ég er þeim sammála eða ekki.

    • Takk fyrir þetta Hallur. Kannski hæfur en nýtur hann trausts ? Ekki hjá mér , að er ljóst. Tenging hans við Apotekarasynina og það bix, ásamt mörgum ummælum, þá niðrandi um stéttir fólks, afneitun hrunsins „hér varð ekkert hrun“ gera manninn ótreystandi fyrir jafn viðkvæmum málum og niðurfelling verðtryggðra skulda heimilanna, ef af þeim verður.

  • Hallur Magnússon

    GSS. Algerlega sammála þér!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur