Föstudagur 20.02.2015 - 19:26 - 8 ummæli

Sprengir fjalldrottning sig fyrir ISIS?

Er raunveruleg hætta á því að íslensk „fjalldrottning“ sprengi sig í loft upp í sjálfsmorðsárás fyrir ISIS?

Veit að þetta er viðkvæmt umfjöllunarefni. En það er staðreynd að ungar konur – þess vegna vel menntaðar og uppaldar í Evrópu – eru reiðubúnar að fórna lífi sínu í sjálfsmorðsárás. Þeim er „launað“ með því að vera hampað sem hetju í ákveðnum hryðjuverkakreðsum!

Margir á Vesturlöndum undrast þetta. Margir á Vesturlöndum benda á slíkar stúlkur og telja þær merki um „hættuleg trúarbrögð islam“.

OK.

Nálgumst þetta aðeins öðruvísi. Hvað margar íslenskar stúlkur íhuga sjálfsmorð vegna ýmissa ástæðna?

Hvað margar íslenskar stúlkur reyna að fremja sjálfsmorð þó oftast til að kalla á hjálp – en stundum klárlega vegna þess að þær vilja ekki lifa lengur af ýmsum ástæðum?!

Hvað ef þessar stúlkur hefðu þann kost að sjálfsmorð væri eðlileg leið út úr hugarkrísu og til viðbótar þá fengju þær sérstakan sess í því samfélagi sem þær eru að kynnast eða eru uppaldar í – þær fengju mikla athygli – sem þær kannske skorti áður?

Væri þá ekki „skárri“ kostur fyrir þær að fremja sjálfsvígsárás sem þær eru hylltar fyrir en að skera sig hljóðlátt á púls!

Er þetta kannske ástæðan fyrir því að það virðist tiltölulega auðvelt fyrir hryðjuverkamenn að fá ungar konur í sjálfsmorðshugleiðingum að fremja sjálfsmorð í misskilinni „trúarlegri“ árás fyrir  „trúarlegu pimpin“ sem stjórna þeim?  Dólga sem ekkert hafa með neina trú að gera heldur völd og auð – sem er hinn raunverulegi grunnur ISIS – ekki íslömsk trú sem eru potkemintjöld dólganna.

Eigum við ekki að líta okkur nær áður en við fordæmum um of „trúarleg“ sjálfsmorð kvenna og frekar að reyna að skilja af hverju konur eru reiðubúnar að taka eigið líf til þess að öðast „góðan“ orðstí í því samfélagi sem þær tilheyra eða vilja tilheyra?

Ég veit það ekki sjálfur. En hef hugsað töluvert um það undanfarið. Og tel rétt að opna umþetta umræðuna.

Hér er tengill á frétt sem tengist þessari pælingu minni:

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/terrorisme/venner-om-terrormistenkt-ble-plutselig-veldig-religioes/a/23400217/

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • ,,Taka“ eigið líf? Hvaðan ,,taka“ menn eigið líf? Og setja það hvert? Til að öðlast góðan orðstír?

    Hvorki er þetta skrifað af samúð né skilningi á hlutskipti þeirra sem sjá ekki aðra leið en svipta sig lífi. Undarlegur kaldrani að tarna.

  • Hallur Magnússon

    Takk fyrir innleggið. Þessi pistill er skrifaður til að taka umræðu um þessa stöðu sem við stöndum frammi fyrir.

    En bíddu! Ber mér skylda til að „skrifa af samúð og skilningi á hlutskipti þeirra sem ekki sjá aðra leið en að svipta sig lífi“ þegar ég er að velta því upp að það kunni að vera önnur skýring en „trúarleg“ á því að konur fremji hermdarverk með fjálfsmorðsárás í misskilningi fyrir islam og vísi til þeirrar sorglegu staðreyndar að allt of margar konur – (og reyndar einnig karlar) . sjá enga útleið aðra en sjálfsvíg?

    Ég hef mikla samúð og óþægilega mikinn skilning á hlutskipti þeirra sem sjá ekki aðra leið en að svipta sig lífi. En sú samúð og skilningur er bara ekki efni þessa pistils. Ég er að fjalla um allt annað! Getur vel verið að ég fari yfir þann þáttinn síðar …

  • Jakob Andersen

    „það virðist tiltölulega auðvelt fyrir hryðjuverkamenn að fá ungar konur í sjálfsmorðshugleiðingum að fremja sjálfsmorð…“ Einmitt, og þú helst að hryðjuverkamenn eru út um allt á Íslandi? Sem bara biða eftir ungar konur, eða hvað?

  • Hér er stokkið á „hljómsveitarvagninn“ fyrir lestur og músarýt..

    Afhverju er spurningin ekki, munu ungir heimskir íslenskir strákpiltar og stuttingjar fremja sjálfsmorðsárásir á næstu misserum.. Þú sérð eina létta frétt um einhverjar píur sem skella sér til Sýrlands til þess að berjast fyrir IS og það er hent í click bait færslu..

    Hér eru menn að grátbiðja um klikk á færsluna sína með þessum auma pistli.

    Aumt…

  • Góður pistill hjá þér Hallur, auðvitað er það ekki trú eða trúarofstæki sem rekur ungt fólk út í sjálfsmorðshugleiðingar.

    Fólk sem hugleiðir sjálfsmorð hlýtur að vera fullt af vonnleysi og ekki sjá lengur tilgang með lífinu, það er kanski ástæðan fyrir að ungt fólk frá Gaza fremur oft sjálfsmorð og reinir að taka einhverja með sér í dauðan sem orsaka að lífið á Gaza er vonnlaust.

    Vonin um eitthvað betra hlýtur að vera drifkrafturinn í lífinu, þegar Ísraelsmenn tóku þessa von frá fólkinu á Gaza og vesturbakkanum þá bjuku þeir til sjálfsmorðskandídata.

    Rétt hjá þér Hallur, þetta hefur ekkert með trú að gera.

  • Sjálfsmorðstíðnin er mest meðal ungra karlmanna án vonar um bærilega framtíð, mjög há meðal þeirra sem lent hafa í afbrotum og neyslu. Ungar konur og reyndar fólk á öllum aldri verður líka þunglynt. Sumir trúaðir telja sjálfsmorð synd. Í einhverjum trúarbrögðum er það ekki synd sé það gert fyrir málstað eða jafnvel trúna sjálfa.

    Ég sé ekki skort á samúð og skilningi í þessum pistli heldur þvert á móti, verið að reyna að skilja. Ég er sjálf þunglynd. Sprengjubelti væri snögg og örugg leið ef ég vildi enda líf mitt, mun skárri leið en þær sem ég hef íhugað á mínum svörtustu stundum. Þó hef ég aldrei íhugað að taka aðra í leiðinni.

    En það er eflaust hægt að heilaþvo ungt fólk í andlegu vonleysi til þess. Þau leita og leita að tilgangi með lífinu, inní trúfélög og allskonar sellur. Sterkir leiðtogar með illan hug geta hæglega misnotað örvæntingarfullt fólk í eitt og annað, það eru ótal dæmi um það. Sjálfsmorðssöfnuðurnir í Bandaríkjunum t.d. stúlkurnar sem sem fóru illa útúr samskiptum sínum við Byrgið og Krossinn…

  • Grétar Thor Ólafsson

    Hér gætir smá misskilnings. Það, að múslimar sprengi sig í loft upp í sjálfsmorðsárásum, hefur ekkert með sjálfsmorð eða sjálfsmorðshugleiðingar að gera. Né heldur stúlkur.

    Þetta hefur allt að gera með það að komast til himnaríkis vegna morðs (síns sjálfs og á öðrum) í þágu Islam og Allah. Drepa hina vantrúðu í nafni Islam í heilögu stríði.

    Sam Harris fer vel yfir þetta, á yfirvegaðan og rökstuttan máta á mörgum videóum á youtube.

    Hér er t.d. eitt: https://www.youtube.com/watch?v=emiwacyap0Q
    Sam Harris kemur inn á 3 mín: 45 sek.

  • Þurfum við endilega að efast mikið um einlæga trú hryðjuverkamanna af báðum kynjum um píslarvætti og umbun í næsta lífi? Hvers vegna gæsalappir um trúarlegan drifkraft árásanna?
    Hallur, ég mæli með fyrirlestri Ayaan Hirsli Ali frá Sómalíu um þá hugmyndafræði sem hún ólst upp við og tengist vangaveltum þínum. Hér er tengillinn: http://youtu.be/fe_cuzsmmHU
    Geri ráð fyrir að þú þekkir til hennar, ef ekki skaltu lesa um bakgrunn hennar. Í hnotskurn má segja að áhersla Íslam (og reyndar líka Kristni) á að lífið sé prófraun en hið raunverulega innihaldsríka líf hefjist handan grafar sé ekki til þess fallið að fæla menn frá því að deyja í þágu baráttu við villutrúarmenn eða meinta andstæðinga heilagra kenninga.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur