Færslur fyrir mars, 2015

Föstudagur 27.03 2015 - 08:08

Kristnir, arískir hryðjuverkamenn

Á meðan múslimar sæta nánast ofsóknum á Íslandi og víða um Evrópu vegna trúar sinnar og undir því yfirskyni að það sé hætta á því að þeir fremji hryðjuverk í nafni Íslam þá eru það kristnir aríar sem hafa framið mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu undanfarin ár. Norðmaðurinn Anders Behring Breivik sem myrti 69 manns árið […]

Föstudagur 20.03 2015 - 19:52

Launsátur í Samfylkingunni

Samfylkingin á greinilega í miklu meiri tilvistarvanda en ég hélt. Óháð því hvað fólki finnst um Árna Pál Árnason og störf hans, hlýtur vandi þessum fyrrum breiðfylkingar að vera mikill fyrst Sigríður Ingibjörg átti að vera lausnin. Sigríður Ingibjörg er ekki lausnin. Hún er hluti vandans. Samfylkingin á erfitt uppdráttar vegna þess að henni mistókst […]

Föstudagur 13.03 2015 - 16:14

Bjargar Gunnar Bragi Framsókn?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gæti verið að bjarga Framsóknarflokknum frá algjöru afhroði í næstu Alþingiskosningum um leið og hann kemur höggi á samstarfsflokkinn sem hefur nýtt sér erfiða stöðu Framsóknar eftir galnar gælur lítils hóps flokksmanna við kynþáttaöfgar og múslimahræðslu. Það sjá allir sem vilja sjá að póstkort utanríkisráðherrans til ESB um „afturköllun“ aðildarumsóknar hefur […]

Föstudagur 06.03 2015 - 17:55

Túlkunarsvigrúm ESB/EES og Sigrúnar Magnúsdóttur

Flest öll ríki innan EES – Evrópska efnahagssvæðisins – nýta sér það svigrúm sem túlkun á reglum og tilskipunum ESB/EES gefur – ríkjum sínum í hag. Eðlilega. Það hefur ekkert með málfræðilega túlkun að gera. Enda þarf ekki að leita út fyrir íslenskuna og Ísland til að sjá mismunandi túlkun á lögum og reglugerðum. Það […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur