Föstudagur 13.03.2015 - 16:14 - 13 ummæli

Bjargar Gunnar Bragi Framsókn?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gæti verið að bjarga Framsóknarflokknum frá algjöru afhroði í næstu Alþingiskosningum um leið og hann kemur höggi á samstarfsflokkinn sem hefur nýtt sér erfiða stöðu Framsóknar eftir galnar gælur lítils hóps flokksmanna við kynþáttaöfgar og múslimahræðslu.

Það sjá allir sem vilja sjá að póstkort utanríkisráðherrans til ESB um „afturköllun“ aðildarumsóknar hefur ekkert gildi annað en táknrænt fyrir núverandi ríkisstjórn Íslands. Ríkisstjórnin getur ekki á þennan hátt afturkallað aðildarumsókn að ESB – eins og ESB hefur þegar fattað – heldur einungis lýst yfir að ÞESSI ríkisstjórn muni ekki halda aðildarumsókn áfram. Sem var löngu ljóst.

Gunnar Bragi hefur skapað eðlilega reiðibylgju í samfélaginu. Ekki endilega fyrir það að segjast hafa „afturkallað“ aðildarumsóknina í póstkorti – heldur fyrir að að svívirða Alþingi með sniðgöngu sem ekki stenst lagalega.

En í þessu felst snilldin hjá Gunnari Braga. Hann veit að póstkortið hefur einungis táknrænt gildi og fjallar um huta af starfsáætlun núverandi ríkisstjórnar sem staðfestir að hún ætlið ekki að fylgja umsókninni eftir. Aðildarumsóknin liggur því bara á ís þar til næsta ríkisstjórn tekur við – því þingsályktun Aþingis um aðildarumsókn stendur.

Reiðibylgjan sem þetta lítt marktæka póstkort veldur þjappar stækustu andstæðingum ESB aðildar saman – um Framsókn! Flokkinn sem er reiðubúinn að ganga mjög langt til að stöðva aðildarferlið – í hugum fólks.  Það mun skila flokknum dýrmætum atkvæðum í næstu alþingiskosningum.  Atkvæði sem kunna að tryggja flokknum framhaldslíf – en kannske annað framhaldslíf en gömlu bæjarradikalarnir hefðu óskað sér …

En samstarfsflokkurinn liggur í því.  Væntanlega mun þetta endanlega hrekja nánast alla ESB sinna sem enn eru þar innandyra út úr flokknum.  Svik formanns Sjálfstæðisflokksins við þann hluta flokksins sem skilaði Sjálfstæðisflokknum góðri kosningu í síðustu Alþingiskosningum – með því að lofa þjóðaratkvæði um áframhald aðildarviðræðna að ESB – loka dyrunum fyrir þetta fólk. Og flokkurinn mun ekki bæta við sig atkvæðum stækra andstæðinga ESB. Þvert á móti munu þeir kjósendur frekar styðja Framsókn „sem þorir“. Þökk sé Gunnari Braga.

Og hver er fórnarkostnaður Framsóknar?

Enginn.

Eftir gegndarlausa aðför andstæðinga flokksins í aðdraganda og kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga þar sem flokkurinn í heild sinni var ómaklega sakaður um kynþáttahatur og múslimahatur þótt sumir hafi sýnt slíkar tilnheygingar – þá er staða flokksins veik. Smá táknræn aðför að þingræðinu breytir ekki þeirri stöðu til hins verra. Þvert á móti. Hún losar um þá pattstöðu!

Gunnar Bragi  hefur því að líkindum veitt Framsókn framhaldslíf.  Hvað sem okkur hinun finnst um aðferðafræðina …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Stefán Benediktsson

    Held að Hallur geti sér rétt til um tilganginn. Held þó að þetta efni sé ekki eins hrífandi og „leiðréttingin“. Það vita allir að þessi ákvörðun skilar engum krónum í vasa eina eða neins. Þetta er bara „lip service“ og „status quo“. Engin breyting. Sjálfstæðisflokkurinn skrifaði undir, sem er ákveðin áhætta fyrir hann og þaðan fer enginn í Framsókn, kannski eitthvað annað. Samfylkingarfólkið sem kaus „leiðréttinguna“ flýr flest og eftir standa einhverjir úr VG sem treysta Framsókn betur en eigin flokki í þessu máli. Kjósendum BF og Pírata finnst þetta held ég ekkert kúl og fara því hvergi. Kynþátta- og trúaröfgafólkið límist trúlega samt betur við þetta, það heldur jú hvort eð er flest að landinu sé stjórnað með tilskipunum.

  • Haukur Kristinsson

    Bullshit!

  • Búið er að magna almenning upp gegn ríkisstjórninni í heild sinni
    Almenningur gerir ekki upp á milli Bjarna Ben og Gunnars Braga , bréfbera
    Nú kl 14 á sunnudaginn verða fjöldamótmæli á Austurvelli gegn þessari ríkisstjórn og þau eiga bara eftir að magnast
    Við bætist svik hennar við launamenn og verkföll blasa við – harðari en við höfum kynnst í áratugi.

  • Hrekkjalómur

    KJánalegur pistill.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Það jákvæða er að líkkista stjórnarinnar tekur á sig skýrari mynd. Gunnar Bragi er með naglabyssuna.

  • Magnús Björgvinsson

    Held að Hallur gleymi að þetta voru samningaviðræður um inngöngu okkar í ESB! Þannig að það eru 2 aðilar að þessum samningi! Og þegar utanríkisráðherra og Fjármálaráðherra segja að bréfið þýði að við séum að draga umsóknina til baka hljóta ESB þjóðirnar að líta svo að við séum hætt viðræðum og viljum ekki vera umsóknarríki! Og ummæli Gunnars Braga um að talsmaður stækkunarstjóra að bréfið hafi verið tilkynning um að umræður færu ekki fram næstu 2 árin þ.e. fram að næstu kosningum, sé bara bull og þetta séu slit á umsókninni þá held ég að það fari ekkert á milli mála!

  • Hvaða kjósendur er Hallur að hugsa um ?

    Fólk er hætt að styðja fjórflokkinn, það sést í skoðanakönnunum .

    Er þér ekki boðið á fyllirí með félögunum í framsókn í kvöld ?

  • Baldur Steingrimsson

    Mer virdist sem Gunnar Bragi se ad ganga i gegnum erfida tima i sinu einkalifi, geri ser grein fyrir ad hann standi a timamotum, en viti ekki hvernig hann eigi ad hondla stoduna, og se i raun med oradi.

    Tha er betra ad taka ser einfaldlega fri, heldur en ad frika ut i starfi (og lata afleidingarnar bitna a islensku thjodinni).

    http://stundin.is/frett/utanrikiradherra-i-blokkina-til-pabba-og-mommu/

  • Held að bréfið hans hafi verið einkabréf sem lenti í rangar hendur. Í því stendur svona nokkurn veginn: Ég er hættur með þér en mín vegna getum við verið áfram vinir.

  • Ég hef trú á að í kjölfarið muni fylgja þingsályktunartillaga um að slíta viðræðum við ESB formlega.
    Svo munu stjórnarflokkarnir leyfa stjórnarandstöðunni að þusa um málið í nokkra daga og knýja svo fram atkvæðagreiðslu þegar nóg verður komið af „lýðræðistilburðum“ stjórnarandstöðunar sem mun að sjálfsögðu ekki virða Lýðræði, Þingræði né Alþingi í hamagangnum við að fá sínu fram.
    Því það er alveg öruggt að samfylkingin, BF og Píratar ætla ekki að hleypa neinni tillögu um viðræðuslit í gegnum Alþingi þó þau séu í minnihluta. þá upphefst baulið um að leyfa þjóðinni að kjósa þrátt fyrir að engar slíkar reglur séu í gildi.

  • Stjórnarandstaðan er aumkunarverð þessa dagana. Bréf utanríkisráðherra þar sem áréttuð er afstaða ríkisstjórnarinnar til ESB hefur valdið þeim hugarangri og depurð og sjá mátti tár á vanga talsmanna þeirra í sjónvarpi í gærkvöldi og helsta niðurstaða viðtalsins við Róbert og Svandísi var sú stóra bomba, að þau ætluðu að sniðganga þingmannaveisluna. Hverjum er ekki sama. Það sem vekur furðu er þekkingarleysi reyndra þingmanna á einföldustu staðreyndum m.a. þeim að reginmunur er á þingályktunartillögu og lagafrumvarpi. Í stað þess að leggja fram í þinginu nýja þingsályktunartillögu sem kveður á um, að Ísland verði áfram umsóknarríki eða fara fram með vantrauststillögu á utanríkisráðherra eða ríkisstjórnina í heild, sendir stjórnarandstaðan bænarskjal til yfirstjórnar ESB.
    Það er svo sem ekki nýtt í Íslandssögunni, að Íslendingar sendi erlendu valdi bænarskjöl, titrandi í undirlægjuhætti sínum. Það var á þeim tíma þegar Ísland var nýlenda og yfir grúfði svartnætti og fátækt. En að þingmenn sjálfstæðs ríkis leggist svo lágt sætir furðu. En það er því miður hin sögulega staðreynd, að vinstri menn hafa í tímans rás leitast við að koma þjóðinni undir verndarvæng erlendra afla og enn minnast menn þess, að helstu andstæðingar lýðveldisstofnunar á Íslandi voru Alþýðuflokksmenn.

  • Baldur Steingrimsson

    „En það er því miður hin sögulega staðreynd, að vinstri menn hafa í tímans rás leitast við að koma þjóðinni undir verndarvæng erlendra afla og enn minnast menn þess, að helstu andstæðingar lýðveldisstofnunar á Íslandi voru Alþýðuflokksmenn.“

    Her hefur GSS audvitad ekki fyrir thvi ad draga fram neinar tilvitnanir mali sinu til studnings.

    Vid nanari eftirgrennslan kemur i ljos ad thessar fullyrdingar eru alls ekki rettar, raunar naer thvi ad teljast uppspuni.

    „Sjö manna þingflokkur Alþýðuflokks var einhuga í stuðningi við Svein.“

    Ny Saga, 13. argangur 2001, fyrsta tolublad, bls. 4
    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=341101&pageId=5364359&lang=is&q=l%FD%F0veldisstofnun

    Vid skulum hafa thad er sannara reynist.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Mikið skelfileg þvæla er þessi pistill, svona vitleysisgangur hjá meintum utanríkisráðherra bjargar sko ekki neinu og verður bæði ríkisstjórn og þjóð til athlægis hjá nágrannalöndum okkar í Evrópu! Svo kórónar ráðherrann ruglið með því að hafa ekki hugmynd um hvað stendur í bréfinu og hvað það þýðir! Forsætisráðherranefnan bætir heldur ekki um með sínu vanalega skilningsleysi og sorglega skorti á jarðsambandi og heilbrigðri skynsemi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur