Laugardagur 21.11.2015 - 16:17 - 16 ummæli

Umdeildur dómur vegna hópkynlífs

Sýknun fimm drengja af ákæru um nauðgun þar sem þeir stunduðu hópkynlíf með ungri stúlku hefur eðlilega vakið ahygli.

Ég ætla ekki að ræða lagatæknileg atriði og ekki einu sinni drengina.

Heldur samfélagið!

Hvar erum við stödd sem samfélag ef tiltölulega venjulegir strákar á þessum aldri telja það fullomlega eðilegt að stunda kynlíf á þennan hátt sem lýst er í málsgögnum? Fimm með margvíslegar kynlífsathafnir gagnvart 16 ára drukkinni stúlku!

… og að taka upp myndband af atburðinum og sína öðrum í ofanálag.

Hvert erum við komin sem samfélag?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • 1. Þú ert að gera alla seka um upptökuna á myndbandinu þegar staðreyndin er sú að einungis einn tók upp myndbandið og það í óþökk annara. Viðkomandi var kærður fyrir brot sitt og dæmdur.

    2. Þú ættir kannski að lesa þér til um kynlífsfantasíur og þá kynlífsfantasíur kvenna og þá þær sem fjalla um hópkynlíf. Ég ætla að skilja þig eftir með ekki betri heimild en dagblaðsgrein en þú ættir að geta lesið þér frekar til um þetta.

    http://www.telegraph.co.uk/women/sex/10268770/Top-5-womens-sexual-fantasies-in-2013.html

    3. Þú og aðrir eru hér að falla í þá gryfju að dæma einhverja hegðun sem fer fram í svefnherbergjum annara sem nauðgun eða ofbeldi vegna þess að þið samþykkið ekki slíka hegðun í ykkar svefnherbergjum.

    4. Í tilvikum þar sem slíkt hópkynlíf er stundað á eitthvað meira að fordæma karlmenn sem taka þátt í hópkynlífi með einni konu frekar en konu sem tekur þátt í kynlífi með mörgum körlum?

  • Baldur Ás

    Skorturinn á gildum er ekki þessum piltum að kenna og skýringin á spilltu hugarfari þeirra liggur þeim sjálfum fjarri. Sú var tíð að eldri karlmenn – afar, feður, frændur, bræður – kenndu þeim yngri að ekkert væri svívirðilegra en nauðgun, auk fjölda annarra góðra gilda sem í einu orði kölluðust karlmennska. En í hálfa öld hefur hún ekki þótt hundum bjóðandi og er nú varla nefnd á nafn. Sagt er að austur í löndum sé körlum kennt að óttast og hata konur og trúa á þær öllu illu. Sé það satt þá sýnist mér hin hliðin á sömu fölsku myntinni sé uppi fyrir vestan.

  • Ég tel afar hæpið að þetta tiltekna mál gefi einhver færi á að fella dóma um samfélagið, þróun þess og vegferð.

    Mér finnst sú ályktun sannast sagna mjög vafasöm og kýs að kveða ekki sterkar að orði.

  • Hefði ekki verið nær að spyrja hvernig samfélag það er þar sem allir helstu fjölmiðlar landsins fjalla um málið eins og þeir viti betur um sekt og sakleysi heldur en dómstólar, þar sem fyrrverandi utanríkisráðherra fellur dóma um sekt og sakleysi þvert á niðurstöðu dómstóla, þar sem samtök með rekstrarfé frá almenningi krefst þess sí og æ að vestræn mannréttindi verði þverbrotinn og sakborningi beri að sanna sakleysi sitt fyrir dómi frekar en ákæruvaldi að sanna sekt, þar sem safnað er undirsriftum þar sem þess er krafist að bann verði lagt við því að brotaþolar geti kært upplognar sakargiftir, þar sem verjendum meintra brotamanna er hótað öllu illu á samfélagsmiðlum fyrir það eitt að standa vörð um mannréttindi umbjóðenda sinna, þar sem lögreglustöðin er grýtt eggjum af ofstopaliði fyrir að fara ekki að vilja meints almennings, þar sem það virðist vera eina vörn sakborninga að geta lagt fram myndband af verknaði til að sanna sakleysi sitt og vera síðan dæmdur fyrir, þar sem ábyrgð af eigin gjörðum ræðst af því af hvaða kyni viðkomandi er?

    En nei, í stað þess er skrifaður einhver klisjukenndur pistill sem er eins og bergmál af öllu því kjaftæði sem hefur verið ritað af „virkur í athugasemdum“, án innihalds eða dýptar, að því er virðist eingöngu hnoðaður saman til að skora punkta hjá fólkinu með heykvíslarnar.

  • Framsetningin: Hvert erum við komin sem samfélag, er ekki viðeigandi í þessu samhengi. Framferði þessara fimm drengja er ekki lýsandi dæmi um unglinga almennt í okkar samfélagi.
    Sem betur fer er um einstakt atvik að ræða sem gefur ekki tilefni til alhæfinga. Drengirnir voru sýknaðir fyrir dómi en hafi þeir einhverja glætu af sómakennd í kollinum vita þeir, að framkoma þeirra var röng og óafsakanleg.

  • Maður hefði haldið að hópkynlíf væri eitthvað sem öðrum kemur bara ekkert við.

    Það er 2015 er það ekki?

  • Tilfiningaklám hjá þér Hallur.

  • Hver á fætur öðrum stekkur nú á vagninn, slær sér á brjóst (eða þurrkar tár af hvarmi) og reynir að slá sig til riddara út á þetta ömurlega mál.

  • Jóhann Pétursson

    Hvar erum við stödd sem samfélag ef fullkomlega eðlilegir dómarar og virðulegir lögfræðingar á besta aldri telja það fullkomlega eðilegt að stunda kynlíf á þennan hátt sem lýst er í málsgögnum? Eru þeir að stelast á klámsíðurnar í vinnunni?

  • Skoðun dómaranna á því hvað telst eðlilegt kynlíf og hvað ekki kemur sýknunni ekkert við þar sem sýknan byggði á því að ekki hefði verið sýnt fram á sekt hinna kærðu.

  • Jóhann Pétursson

    Í þessu tilviki er það skoðun dómaranna sem ræður. Það eru engin lög til um það hvað telst eðlilegt kynlíf.

  • Jóhann annar

    „Það er mat dómsins að hvorki gögn um skoðun á neyðarmóttöku né önnur gögn málsins, svo sem vitnisburður, styðji vitnisburð X þannig að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni, gegn eindreginni neitun allra ákærðu frá upphafi, og gegn því sem rakið hefur verið að framan og er að mati dómsins til þess fallið að veikja og draga úr trúverðugleika vitnisburðar hennar. Vitnisburður X fær því ekki næga stoð af öðru því sem fram er komið í málinu til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn eindreginni neitun ákærðu.

    Samkvæmt þessu er ósannað að ákærðu hafi gerst sekir um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og ber að sýkna þá. “

    Guðjón St. Marteinsson

    Arngrímur Ísberg

    Barbara Björnsdóttir

    http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201500335&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

  • Ingunn Loftsdóttir

    Mér finnst merkilegt að lesa ummæli fullorðinsfólks sem finnst ekkert eðlilegra en að börn séu að stunda hópkynlíf …. börn!!!

    Já það er eitthvað fullkomlega óeðlilegt sem á sér stað í íslensku samfélagi – og kannski það sem birtist hvað best í íslenska réttaríkinu.

  • Jóhann Pétursson

    Hvaða neitun eru þeir að vísa til? Sakborningar játuðu allir að hafa stundað hópkynlíf með 16 ára stúlkubarni. En það er víst ekki nægjanlegt samkvæmt íslenskri hefð (og það hefur ekkert með lög að gera).

  • Hver segir að þetta hafi verið hópkynlíf? Jú, piltarnir sem sakaðir voru um nauðgun sögðu það, af því það hentaði þeim við að reyna að afsanna að um nauðgun hafi verið að ræða.

    Hvað er hópkynlif? Er það atburður sem meirihlutanum hentar að skilgreina sem frjása athöfn eða er það atburður sem allir eru ekki aðeins samþykkir heldur mjög svo viljugir að stunda? Og hvernig skýra þá drengirnir 5 það að eina stúlkan í hópkynlífinu upplifði það sem nauðgun? En já, alveg rétt hún er kvenkyns og þess vegna skiptir hennar skoðun ekki máli í þessu sambandi eða þannig!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur