Mánudagur 30.11.2015 - 13:38 - Rita ummæli

Íslensk jól, Yom Kippur og Ramadan!

Þið verðið að afsaka.Það er mikilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem er í þróun á Íslandi að viðhalda heimsóknum skólabarna í kirkjur kring um jól. Það er skylda okkar að kynna börnum þá menningu sem við höfum lifað við gegnum tíðina.

Kristin jól er óaðskiljanlegur hluti okkar sögu og menningar. Á sama tíma á að kynna börnunum jólin eins og þau voru í norrænum sið og mikilvægi jólahátíðarinnar fyrstu alda Íslandsbyggðar.

Einnig hvernig sambærilegar „ljósahátíðir“ er að finna í mismunandi menningarheimum.

Til viðbótar fjalla um gildi og mikilvægi trúarhátíða í öðrum trúarbrögðum. Ramadan, Yom Kippur og svo framvegis.

Sjónarhornið á að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir menningu og trúarbrögðum hvers annars.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur