Miðvikudagur 02.12.2015 - 17:32 - 3 ummæli

Styrkir Sóley stöðu mannréttindaráðs?

Sjaldan eða aldrei hefur mikilvægi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar verið meira en nú þegar Íslendingar standa með Evrópu allri gagnvart mesta flóttamannavanda undanfarinna áratuga.  Hins vegar hefur staða mannréttindaráðs verið frekar veik. Því miður hefur ráðið verið frekar ráð upp á punkt þar sem fulltrúar neðarlega á listum stjórnmálaflokkanna hafa setið.

Stórlaxarnir sem leiða listana hafa leitast eftir setu í „valdaráðum“.

Gæti það verið að Sóley Tómasdóttir hafi sem oddiviti Vinstri Grænna í borgarstjórn viljað auka styrk og veg mannréttindaráðs með því að taka nú við formennsku í ráðinu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigfinnur Schiött

    Nei, hún gerir það ekki. Hún er bara að sækjast eftir völdum valdanna vegna.
    Svona vinna lifibrauðspólitíkusar.

    Í raun ætti að leggja mannréttindaráð niður, því það mætti nota gríðarlegu fjármuni sem fara í þennan málaflokk í eitthvað annað.

  • Mæðgur sem segja sex. Orka og kraftur, aðdáanleg fórnfýsi í þágu almannahagsmuna og þrátt fyrir stöku mótbyr hefur feðraveldið ekki náð að buga þær. Þvert á móti hert þær í lífsbaráttunni og hvika ekki frá settum markmiðum. Sóley yfirtekur mannréttindaráðið, ýtir burt liðsmanni sem engu hefur áorkað og hyggst með því lyfta ráðinu uppá hærra plan. Er að vísu upptekin um þessar mundir við önnur mikilvæg störf í París en mannréttindi í Reykjavík eru engu að síður tryggð.
    Þóra ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Vill gamla karlinn á Bessastöðum burt í þágu lýðræðisins. Fimmtíu ára og eldri eru óhæfir til flestra verka, drepa niður allt frumkvæði í þjóðfélaginu og hefta frelsi unga fólksins til athafna. Baráttukona sem bráðum sest í ritstjórastól og verkefnið „við þurfum lýðræði“ er í góðum höndum.
    Móðirin lætur ekki sitt eftir liggja. Lögreglan og dómsmálin eru í lamasessi og allir sem koma þar að málum eru óhæfir. Hún krefst róttækra umbóta og ekki seinna en strax.
    Kjarnorkukonur þessar mæðgur og þjóðargersemar og án þeirra væru framtíðarhagsmunir þjóðarinnar í uppnámi.

  • Lesið eftirfarandi afhjúpun á vinnubrögðum Sóleyjar, og spyrjið ykkur svo að því hvort að þetta sé sá kalíber af fólki sem Mannréttindaráð þarf á að halda:

    http://forrettindafeminismi.com/2015/12/02/soley-tomasdottir-um-kaeru-fyrir-meinta-naudgun/#comment-1343

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur