Þriðjudagur 15.03.2016 - 17:51 - 6 ummæli

Vandræða úthverfið „101 Reykjavík“

Hér á árum áður var Breiðholtið úthverfi. Og í hugum margra „vandræðaúthverfi“. En nú er Breiðholtið löngu hætt að vera úthverfi. Og fjarri því að vera til vandræða. Breiðholtið með Fossvoginum, Smáíbúðahverfinu og Háaleitishverfinu með Kringlumýrina er orðin virk miðja á höfuðborgarsvæðinu.

En hvar liggja úthverfin?

Jú, erfiðustu úthverfin í öllum skilningi eru í póstnúmerum 101 og 107. Afskorin jaðarbyggð.

Á sama hátt og til dæmis hinn ágæti sjávarbær Siglufjörður sem fyrir 100 árum var í alfaraleið og miðju samgangna þar sem samgöngur á Íslandi á þeim tíma voru einungis greiðar á sjó hætti að vera í alfaraleið og bærinn varð skemmtilegur útkjálki með mikla sögu, þá eru póstnúmer 101 og 107 í Reykjavík orðinn útkjálki Reykjavíkur. Með mikla sögu.  Og niðurgreidd störf gegnum stjórnýslu landsins sem var flutt frá Kaupmannahöfn upp úr aldamótunum 1900 og komst aldrei til fólksins.

Vandræðaúthverfið 101 er hins vegar – ólíkt Siglufirði – með þá stöðu að það eru svo margir stjórnmálamenn og áhrifamenn úr atvinnulífinnu sem námu í tveimur ágætum framhaldsskólum, MR og Verzló, fastir í fortíðinni og gera allt til þess að viðhalda „fyrri stöðu“ þessa erfiða úthverfis í stað þess aðhorfa til heildarinnar. Heildarinnar á höfuðborgarsvæðinu og heildarinnar á Íslandi yfir höfuð.

Þessi fortíðarárátta sem jafna má við rómantíska sýn Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar um íslenska „þjóðveldið“ á Þjóðveldisöld, er löngu farin að vera hamlandi fyrir eðlilega þróun bæði höfuðborgarsvæðisins og landsins í heild.

Hvernig væri að ráðamenn í stjórn og stjórnarandstöðu sem aldir eru upp í MR, Verzló og lagadeild HÍ taki hausinn upp úr hlandkoppunum og fari að hugsa um heildina Ísland?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Ljòsmyndir voru fyrst teknar af hùsum ì Reykjavìk á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20.

    Þess vegna og bara þess vegna er þessi fàranlega fortíðarárátta um ad vernda alt frà þessu tìmabili.

    Ef ljòsmyndatæknin hefdi verid fundin upp 100 àrum fyrr, væri verndarstefna forsetisràdherra, med gòdum studningi frà Agli Helgasyni, um síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19.

    Þessir menn og fleiri, elska gamlar ljòsmyndir, ekki gømul hùs.

  • Ástvaldur Tryggvason

    Og hvaða breytingar leggur þú til?

  • Reynir Eggertsson

    Verkalýðsbaráttan fór líka fram í 101, spænska veikin, bóhemalífið, rónarnir og rómantíkin og rúnturinn og hvaðeina sem heita má samhliða borgarastéttinni og stjórnmálunum. Ég er þér sammála um að hugsa þurfi um heildina, rækta Breiðholtið og Grafarvoginn og hverja þá byggð þar sem mannlífið þrífst á hverjum tíma. En Kvosin og nærumhverfi hennar er einmitt söguhverfi sem skynsamlegt er og skemmtilegt að vernda sem hinn upprunalega kjarna einu borgarinnar sem til hefur orðið á Íslandi. Það er gild fjárfesting til lengri tíma að rækta þetta svæði á svipaðan hátt og gert er víðast hvar í borgum Evrópu.

  • Haukur Hauksson

    Hvaða rugl var ég að lesa?

  • Þetta er þvæla á mörgum levelum.

    T.d. mætti nefna að Hallgrímskirkja er jafn langt frá íbúamiðju höfuðborgarsvæðissins og mitt Breiðholt. Grunnforsenda þessa pistils, að 101 sé svo langt frá miðjunni landfræðilega en að t.d. Breiðholtið sé í iðandi borgarmiðju er því rangur. Bæði hverfi eru ca. jafn langt frá miðjunni.

    Annar punktur að 101 sé fyrst og fremst dauðar stofnanir er líka þvæla. Skólavörðuholtið er þéttbýlasta svæði landsins og í 101 eru tæplega 16.000 manns með lögheimili (Þá eru ekki taldir ferðamenn) á frekar litlu svæði og það skapar mannlíf. Mannlíf sem sést mun síður í öðrum dreifbýlli hverfum borgarinnar. Það er þannig ekki nóg að vera í miðjunni eins og löndin í Fossvogi þar sem mannlíf er ekki áberandi. Heldur þarf byggð að ná ákv. þéttleika til að virka lifandi og þjónusta þarf að blandast inn í íbúðarhverfi.

    Í 101, 105 og 107 búa síðan um 40.000 manns og mun fjölga mikið á næstu áratugum. Þessi hverfi eru komin til ára sinna og alveg eðlilegt að innviðum þar sé sinnt svo þeir séu á pari við önnur nýrri hverfi.

  • Bjarni Kjartansson

    Því ætti það að vera krafa okkar sem búum í þessu ,,vandræðahverfi“ að við fengjum að þróa okkar nærumhverfi, svo sem það hverfi sem gæti fengið Pósnúmerið 102. Þar er nú ´flugvöllur og hobbýskúrar með allskonar bílum, flugvélum í mis gangfæru ástandi.
    Þarna gæti risið alvöru Háskólahverfi með iðandi mannlífi. Tæknigörðum, tækniskólum, nemendabústöðum þar sem bæði handverksnemar, háskólanemaar og tækninemar væru á sama svæði og þannig styðja við stéttlausara þjóðfélag en nú stefnir í , að verði.
    Hræðsluáróður með ,,ætlar þú að drepa þetta barn“ og mínúturnar hafa allt að segja ef flogið er með sjúkling en ekki ef ekið er með sjúkling.
    Kjördæmapotarar rísa upp á afturfæturna ef skynsamlegt fólk bendir á, að flug eigi ekki heima í miðborgum, jafnvel þó að bent sé a´hliðstæður jafnvel Þjóðverja þegarþeir haf verið að loka sögufrægum völlum á borð við Tempelhof.

    Bullið heldur áfram en enn er von, Sigmundur benti á hið augljósa, að LSH ætti að vera á aðgengilegri stað en við Vatnsmýrina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur