Fimmtudagur 07.07.2016 - 13:53 - 2 ummæli

Samvinnurekstur um heilsugæslu

Sumir eru að fara af saumunum vegna einkarekinna heilsugæslustöðva í Reykjavík. En opinber rekstur í heilbrigðismálum er ekki endilega besta formið í öllum tilfellum. Samvinnurekstrarformið gæti hentað vel um rekstur heilsugæslustöðva. Vandinn er bara sá að löggjafinn hefir markvisst unnið gegn samvinnurekstrarforminu sem mjög oft gæti átt við.

… og áður en þið sem sjáið rautt þegar minnst er á samvinnurekstur farið að missa ykkur í athugasemdakerfinu þá verð ég að minna ykkur á að samvinnurekstrarformið er eitt. SÍS annað …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hver sem er getur stofnað samvinnufélag.
    http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991022.html

  • Það eru flestir búnir að gleyma SÍS, nema kannski nokkrir gamlir karlar sem fengu að hreinsa búið og því fáir eftir til að missa sig yfir þeim ósköpum.

    Hvað varðar rekstur heilsugæslustöðva þá er önnur mafía þar er á ferð en í tilfelli SÍS forðum, þ.e. læknamafían sem vill hafa „sitt“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur