Miðvikudagur 20.07.2016 - 15:14 - Rita ummæli

Lýðræði og mannréttindi í hættu!

Lýðræðið er ekki sjálfgefið. Grundvallarmannréttindi eru ekki sjálfgefin. Þvert á móti.

Við vitum hvernig einræðisherrar og herforingjaræði var við stjórn fjölda ríkja í Evrópu lungann úr síðustu öld. Fasistar, nasistar og einræðisherrar sem stjórnuðu í nafni kommúnisma.

Sovétríkin með Stalín, Þriðja ríki Þýskalands með Hitler, Ítalía með Mussolini, Spánn með Franco, Portúgal með Salazar, Grikkland með Kondylis, Metaxa og síðar Ioannidis, Pólland millistríðsáranna með Pilsudski og síðar einræðisherrar og leppar Sovétríkjanna, Rúmenía með fasistan Antonescu og síðar leppar Sovétsins og að lokum Ceaușescu. Og svo náttúrlega öll hin löndin á áhrifasvæði Sovétríkjanna eftir síðari heimsstyrjöldina. Balkanskaginn eftir daga Títós.

Það er unnt að telja fleiri!

Og ef við snúum okkur til Rómönsku Ameríku þá voru herforingjastjórnir og einræðisherrar frekar regla en undantekning á 20. öld.

Nú erum við að horfa aftur á sömu þróun.

Erdogan í Tyrklandi.

Við sjáum tilhneygingu í þessa átt í Ungverjalandi og Póllandi sem dæmi.

Pútín er eins og hann er í Rússlandi. Hvíta-Rússland og Úkraína þar sem öfgafullir þjóðernissinnar hafa sett allt í bál og brand.

Það sem verra er.

Bandaríkin með fasistan Trump sem mögulegan forseta.

Lýðræðið og mannréttindin eru ekki sjálfgefin. Og við þurfum að búa okkur undir að verja bæði lýðræðið og mannréttindin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur