Miðvikudagur 27.09.2017 - 17:37 - 4 ummæli

Sendu mér „bliku“

Orðskrípið „selfí“ fer dulítið í taugarnar á mér. Ef vilji væri fyrir hendi ætti að vera unnt að finna gott íslenskt orð yfir fyrirbærið líkt og við fundum „sími“, „þyrla“, „þota“ og svo framvegis.

„Selfí“ er augnabliks sjálfsmynd af einstaklingi yfirleitt tekinn á myndavél í snjallsíma sem viðkomandi ákveður yfirleitt að dreifa á einhverjum samfélagsmiðlanna.  (Sjáið hvað við erum komin með fínorð um „smartphone“ og „social media“!)

Af hverju ekki að nota orðið „blika“ yfir fyrirbærið. Orð sem dregið er af „blik“ í „augnablik“?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Kristinn J

    Svona skrif eru akkurat til þess fallin að koma málinu okkar enn neðar í svaðið og nóg er nú samt.

    Það er nefnilega fyrir álíka skrif siðapostula eins og þú ert að sakast hvernig komið er fyrir málinu, það verður svo dautt að mestu eftir 25-30 ár með sama áframhaldi og þvælu siðapostula.

    Snjallsími er líka orðskrípi og reyndar bull

  • Haukur Kristinsson

    Sjálfsmynd.

  • Tómas Gunnarsson

    Persónulega er ég hrifinn af nýyrðahefðinni í Íslenskunni. En það er óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn eins og máltækið segir.

    Nú þegar sýnist mér svo gott sem jafn algengt (í fjölmiðlum) að sjá talað um „sjálfu“ og „selfie“.

    Það væri auðvitað gott ef hið fyrrnefnda sigraði og þess vegna andstætt hagsmunum Íslenskunnar (að mínu mati) að fara að reyna að ýta fram fleiri valkostum.

    En í þessu eins og mörgu öðru mun tíminn og samkeppnin leiða sigurorðið fram.

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Selfie þýðir sjálfsmynd. Ekki flókið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur