Þriðjudagur 17.10.2017 - 08:43 - 2 ummæli

Ögurstund tjáningarfrelsisins

Það er enn ein ögurstund tjáningarfrelsisins á Íslandi sem ítrekað er reynt að traðka á. Það er háalvarlegt þegar framkvæmdavaldið beitir valdheimildum sínum gegn ákvæðum stjórnarskrá eins og nú hefur enn einu sinni gerst. Það versta er að nú dugir ekki að dómsvaldið taki fram fyrir valdníðslu framkvæmdavaldsins.  Tímaþátturinn gerir það að verkum.

Það þarf að vera unnt að áfrýja valdníðslu eins og þessari strax. Svipað og þegar óskað er eftir gæsluvarðhaldi.

Stundin stendur nú í ströngu og ekki gefið að fjölmiðillinn hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa í dýrum málaferlum við auðvaldið og þjóna þess innan framvæmdavaldsins.

Almenningur þarf að tryggja að Stundin – sem ég hef ekkert sérstakt dálæti á svosem – geti takið til varna án þess að hafa áhyggjur af fjármögnun. Carolina Fund hefur verið nýtt í verri málefna en það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Agalegt að Stundin megi ekki birta stolnar upplýsingar um lögleg fjármálaviðskipti íslendinga. Agalegt!

    Hvað næst. Sjúkraskráin?

  • Kristján Sveinbvjörnsson

    Miðað við upplausnina í pólitíkinni og ítrekaða afleita stjórnsýslu framkvæmdavaldsins þá er mikilvægast að breyta til og kjósa breytingar.
    Tveir flokkar, xP og xS leggja áherslu á nýja stjórnarskrá sem er lykillinn að endurskoðun og breytingum á stjórnarháttum yfirvalda. Einn flokkur vill ekki breytingar og vonandi verður sá flokkur úti í komandi ríkisstjórnarmyndun.

    Ég skora á kjósendur að KJÓSA EKKI XD á meðan fyrirliggur lögbann á umfjöllun Stundarinnar um formann sjálfstæðisflokksins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur