Fimmtudagur 08.02.2018 - 23:35 - 4 ummæli

Fyrirmyndar akstur Ásmundar

Það vita það flestir sem fylgjast með færslum mínum að Ásmundur Friðriksson þingmaður er ekki hátt skrifaður hjá mér. Eðlilega ekki. Maðurinn er stundum með galnar hugmyndir. En ég sé mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir hann núna.

Ásmundur má eiga það að að hann sinnir kjördæmi sínu afar vel. Hann gerir mikið í því að hitta fólk, sitja ýmsa opna fundi með umbjóðendum sínum og fylgjast með því sem á kjördæminu brennur. Suðurkjördæmi er stórt. Það hlýtur að birtast í háum aksturskostnaði. Sem er endurgreiðsla á kostnaði sem hann leggur í  út af vinnunni.

Það er HRÆSNI að segja annars vegar að þingmenn eigi að vera í góðu sambandi við kjósendur sína og væla síðan eins og stungnir grísir þegar eðlilegur kostnaður vegna þess er birtur.

Flokkar: Óflokkað

«

Ummæli (4)

  • Einar Steingrimsson

    Finnst þér eðlilegt að maðurinn fái tvær og hálfa milljón á ári í vasann, án kostnaðar, fyrir þessi duglegheit sín?:

    „Þannig fær þessi mesti ökuþór þingsins andvirði ágætis bíls á hverju ári, umfram eldsneytiskostnaðinn, og varla þarf að gera ráð fyrir viðhaldskostnaði fyrsta árið. Hann getur því keypt nýjan bíl á hverju ári, selt þann ársgamla og stungið söluverði hans, sem ætti að vera vel yfir 2,5 milljónir, í vasann, takk skattgreiðendur!“

    http://kvennabladid.is/2018/02/08/hvada-thingmadur-faer-thrja-nyja-bila/

  • Stórt er nú svolítið afstætt í þessu. Yfir 90% íbúa suðurkjördæmis búa í innan við 120 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og sjálfsagt svona 80% í innan við 70 km fjarlægt. Kannski er hann svona duglegur að skreppa til Hafnar i Hornafirði, hvur veit?

  • Svo verður þú Hallur, að segja Ásmundi að það sé búið að leggja veg sunnan Vatnajökuls, svo hann geti hætt að keyra norðurleiðina til Hornafjarðar.

  • sæmundur

    Hversu miklu hefði munað fyrir ríkið ef hann hefði tekið bílaleigubíl eftir 15 þús kílómetrana . Hefði það verið ódýrara eða dýrara ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur