Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 20.07 2017 - 18:31

Þegar lög ganga gegn réttarvitund

Mér finnst fátt bera þess sterkari merki að reglur um uppreist æru séu barn síns tíma, en að tekið sé fram að sá sem óski hennar þurfi að leggja fram vottorð frá „tveimur valinkunnum einstaklingum“. Upp í hugann kemur mynd af tveimur miðaldra körlum í þrískiptum jakkafötum sem ábyrgjast félaga sinn „for he‘s a jolly […]

Fimmtudagur 15.06 2017 - 10:25

Byssur og sjálfsmynd þjóðar

Sýnileiki vopnaðrar sérsveitar á fjöldasamkomum hér á landi varðar alla Íslendinga. Málið snýst vissulega um þá raunverulegu ógn sem stafar af hryðjuverkum, en ekki síður um sjálfsmynd friðsamrar smáþjóðar. Það er einfaldlega grundvallarbreyting á þeirri sjálfsmynd okkar að hér verði vopnaðir sérsveitarmenn sýnilegir á fjöldasamkomum í stað þess að vera með vopnin tiltæk í bílum […]

Fimmtudagur 08.06 2017 - 15:35

Að þora, geta og vilja

„Segjum sem svo að ráðherra nýti sér ekki það svigrúm sem hún hefur í lögum til að hreyfa við tillögum hæfisnefndar, segjum sem svo að hæfisnefnd og ráðherra vinni saman að því að koma til okkar 15 nöfnum sem fari fjarri því að uppfylla kröfur jafnréttislaga, mun háttvirtur þingmaður slást í lið með mér og fleirum […]

Mánudagur 27.03 2017 - 17:49

Eldri borgarar geta líka verið hinsegin

Ég gerði málefni hinsegin eldri borgara að umtalsefni á Alþingi í dag, í sérstakri umræðu um umbætur í aðbúnaði og málefnum eldri borgara. Fyrr á þessu ári stofnuðu Samtökin 78 sérstakan samstarfshóp um málefni eldri borgara. Kveikjan að stofnun hópsins var síaukinn þungi í umræðunni um að það vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum […]

Mánudagur 27.02 2017 - 23:28

Jafnrétti í Landsrétti

Alþingi hefur nú samþykkt breytingar á lögum um dómstóla sem gefur hæfisnefnd leyfi til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við hinn nýja Landsrétt, rétt eins og aðra dómstóla. Það er ekki hægt að árétta nægilega mikið hversu mikilvægt það er, að í Landsrétt veljist hæfar konur jafnt sem hæfir karlar. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, […]

Föstudagur 03.02 2017 - 18:04

Gamlir draugar komnir á stjá

Sjávarútvegurinn hefur staðið undir lífskjörum og aukinni hagsæld íslensku þjóðarinnar í gegnum tíðina og gerir enn. Breytingar á síðustu árum og áratugum hafa gert útgerðina að öflugri og sókndjarfri atvinnugrein. Sérstaða Íslands er ekki hvað síst fólgin í því að hér er sjávarútvegur ekki niðurgreiddur af almannafé. Sá árangur sem hefur náðst er verulega til […]

Höfundur

Hanna Katrín Friðriksson
Þingmaður Viðreisnar.
RSS straumur: RSS straumur